Fleiri fréttir

Ungir kjósendur tóku við sér

Aukin kosningaþátttaka var í öllum aldurshópum í alþingiskosningum í október, en mest var aukningin á meðal 18-19 ára, eða fyrstu kjósenda. Þar hækkaði hlutfall um 9,5 prósentustig, eða úr 68,7 prósentum árið 2016 í 75,2 prósent árið 2017. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands um alþingiskosningarnar 28. október síðastliðin.

Vantar hundrað milljónir til SAK

Hundrað milljónir króna vantar upp á fjárheimildir svo Sjúkrahúsið á Akureyri geti veitt íbúum á svæðinu nauðsynlega þjónustu.

Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar

Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt.

Gefa ekki upp afstöðu sína til Sigríðar

Krafa er um það í grasrót Vinstri grænna að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra víki í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar um að hún hafi brotið lög við skipan dómara við Landsrétt. Tveir þingmenn VG gefa ekki upp afstöðu sína.

Erlendar fjárfestingar tvöfölduðust

Erlendar fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði tvöfölduðust milli ára og hafa ekki verið meiri frá hruni. Forstjóri Kauphallarinnar segir að stjórnarslit og innreið Costco hafi sett mark sitt á árið.

Innkalla Ora fiskibollur

Í tilkynningu frá ÍSAM/ORA kemur fram að ekki hafi komið fram í innihaldslýsingu vörunnar að í henni væri hveiti.

Framsóknarmenn vilja lambakjöt á aðfangadag

Um 47 prósent Íslendinga ætla að hafa hamborgarhrygg í kvöldmat á aðfangadag. Kalkúnn eða rjúpur koma þar næst, en um 8 prósent sögðust ætla að hafa slíkt í matinn. Naut verður á borðum 5 prósenta landsmanna og um 3 prósent verða með önd.

Forlagið skal enn lúta skilyrðum Samkeppniseftirlitsins

Samkeppniseftirlitið birtir í dag ákvörðun sína sem snýr að beiðni bókaútgáfunnar Forlagsins ehf. um endurupptöku ákvörðunar eftirlitsins er varðar samruna JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. árið 2008.

Fleiri landsmenn með gervitré en lifandi tré

Gervitré eru að verða töluvert algengari á heimilum landsmanna heldur en gervitré ef marka má könnun MMR varðandi það hvort landsmenn séu með jólatré heima í ár.

Æ færri senda jólakort

Í ár munu 41,7% landsmanna senda jólakort með bréfpósti samanborið við 45 prósent í fyrra og 56 prósent árið áður.

Neyslustýring á neftóbaki ber árangur

Mikil hækkun á tóbaksgjaldi í ársbyrjun virðist ætla að hafa þau áhrif að draga úr neftóbakssölu ÁTVR í fyrsta skipti frá árinu 2013.

Auglýsingaskilti en ekki maður í annarlegu ástandi

Klukkan hálfeitt í nótt var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um mann í annarlegu ástandi sem stóð upp við staur og var búinn að vera þar í 20 mínútur að sögn þess sem tilkynnti málið.

Mega ekki fullyrða að ísinn sé gerður af ást

Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði dreifingu á rjómaís frá Ísleifi heppna, sem ekki var framleiddur í þar til bæru eldhúsi. Þá voru á umbúðunum ýmsar fullyrðingar sem ekki var hægt að færa sönnur á.

Segja horfur góðar þrátt fyrir verkfall

Mörg hótel eru uppbókuð fyrir áramótin og horfur fyrir jólin góðar. Vöxtur ferðaþjónustu vekur heimsathygli og Ísland talið ákjósanlegur áfangastaður fyrir brúðkaupsferð Harrys­ Bretaprins og Meghan Markle, unnustu hans.

Vilja útsendingar í veggöngum

"Bæjaryfirvöld hafa tekið málið upp við Vegagerðina án árangurs og er unnið að gerð erindis til Vegagerðarinnar vegna málsins,“

Beittu vændistálbeitu til að fremja rán

Tvö voru sakfelld fyrir rán eftir beitingu blekkinga með notkun tálbeitu. Ráðist var á brotaþola með hnífum og kylfu en enginn var sakfelldur fyrir líkamsárás. Gerendur höfðu síma, lyf og tóbak upp úr krafsinu.

Risahótel á Hlíðarenda úr einingum frá Kína

Leitað hefur verið hófanna hjá Reykjavíkurborg um leyfi til að reisa á Hlíðarenda við Hringbraut 446 herbergja hótel úr einingum frá Kína. Eigandinn vill ekki tjá sig. Arkitektinn segir að hér sé um að ræða nýja byggingaraðferð.

Sjá næstu 50 fréttir