Fleiri fréttir

Passinn seinkar heimför Sunnu

Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag.

Hálkan heldur áfram að hrella landann

Hálkan mun líklega halda áfram að hrella landann að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í morgun.

Ógnaði konu með eggvopni

Karlmaður var handtekinn í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi eftir að hafa ógnað konu með eggvopni.

Á móti lækkun kosningaaldurs

"Við í Hveragerði teljum að líta verði á málið í heild sinni. Ef 16 ára börn eiga að mega kjósa, á þá lögræðisaldur ekki að vera 16 ár líka?“ segir Unnur Þormóðsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.

Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur

Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi.

Hlýnun ógnar Þingvallasilungi

Efstu lög Þingvallavatns hafa hlýnað vegna breytinga á veðurfari. Rannsóknir sýna að fordæmalausar breytingar urðu í vatninu 2016. Fæðuframboð murtunnar gæti hrunið með hnignun stofna kísilþörunga.

Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur

Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum.

Mega ekki líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara

Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara.

Útilokar ekki vegatolla

Það kostar að minnsta kosti sextíu milljarða að bæta helstu vegi út fyrir höfuðborgarsvæðið.

Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg?

Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf.

Einn elsti köttur landsins

Hún er heyrnarlaus, sér bara með öðru auganu og henni finnst best að fá þeyttan rjóma og harðfisk í matinn.

Eyþór með rúmlega sextíu prósent

Eyþór Arnalds er með 886 atkvæði af þeim 1400 sem talin hafa verið samkvæmt fyrstu tölum í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í borginni.

Sjá næstu 50 fréttir