Fleiri fréttir

Áfram í haldi eftir kæru pilts

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn ungum pilti um nokkurra ára skeið, var í gær úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald.

Umdeilt brugghús setur súr hvalseistu í bjórinn

Eigandi Steðja í Borgarfirði selur þorrabjór sem inniheldur hvalseistu sýrð upp úr gerjaða drykknum Kombucha. Mjög heilnæmt segir eigandinn Hinir hvalabjórar fyrirtækisins vöktu heimsathygli og reiði erlendra dýraverndunarsinna.

Aldursmörk hjá Strætó setja öryrkja í þriggja ára tómarúm

Öryrkjar verða ellilífeyrisþegar við 67 ára aldur og missa þá örorkuafslátt sinn af fargjöldum Strætó. Afsláttarkjör fyrir eldri borgara miðast hins vegar við 70 ára aldur og þurfa öryrkjar því að greiða fullt verð í millitíðinni.

Áfram sama sykurmagn í klassísku kóki

Coca-Cola á Íslandi mun ekki breyta uppskriftinni að upprunalega kókinu í viðleitni sinni til að draga úr sykri í vörulínum sínum hér á landi um tíu prósent fyrir árið 2020.

Aukið flug kallar á uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir aukið flug til Akureyrar kalla á uppbyggingu flugvallarins. Stjórn SAF skorar á stjórnvöld að byggja upp innviði til að hægt sé að dreifa ferðamönnum um landið.

Þingið vill lægri skatt á fjölmiðlaáskrift

Tillaga nefndar um einkarekna fjölmiðla um að færa virðisaukaskatt af áskriftum íslenskra fjölmiðla niður í lægra skattþrep nýtur mikils stuðnings á Alþingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þó á móti.

Konur taka yfir lista- og menningarlífið

Mikið hefur verið rætt um valda- og áhrifaleysi kvenna innan lista- og menningargeirans. Samantekt Fréttablaðsins sýnir hins vegar að þær eru við stjórnvölinn um allt listalífið.

Ofbeldið gegn erlendu konunum annars eðlis

Varaformaður W.O.M.E.N., félags kvenna af erlendum uppruna, telur mikilvægt að bæta upplýsingagjöf til þessa hóps og tryggja að gætt sé að réttindum allra. Hún segir hópinn vera sérstaklega berskjaldaðan og oft með engan stuðning.

Nemendur Harvard hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda

Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld þar sem hann hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni "Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World“.

Slydda eða snjókoma í dag

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum og það snjóar með suðausturströndinni og þar er snjóþekja.

Jómfrú stal stíl forsætisráðherra

Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi í peysu sem kom þingheimi kunnuglega fyrir sjónir þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og flokkssystir Unu, hefur staðið í ræðustól í nákvæmlega eins flík.

Færi ekki fram úr ef búið væri að útskýra alla hluti

"Það sem okkur tókst að vissu leyti að gera var að búa til aðferð til þess að mæla áhrif sem við höfum alltaf vitað að væru til staðar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Fréttablaðið.

Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði

Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi.

Sjá næstu 50 fréttir