Fleiri fréttir

Bæjarstjóri segir Veritas vinna fyrir Gróu á Leiti

Æðsti embættismaður Kópavogs er ósáttur við lýsingar á samskiptum hans við íbúa í Fannborg. Í bréfi Veritas lögmannsstofu er fullyrt að hann hafi hvatt íbúa til að leggja við Kópavogskirkju og ganga heim.

Sunna kemur heim á morgun

"Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku.

Kísilverksmiðja keppir við eldbakaðar pitsur

Framkvæmdastjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka segir ekki hægt að bera hana saman við þá sem er í Helguvík. Þó megi búast við nokkurri mengun í sextán daga eftir gangsetningu. Vonast sé eftir hagstæðum vindáttum þegar það gerist.

Í farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum

Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins.

„Gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort hefja eigi rannsókn á Robert Downey á grundvelli minnisbókar sem inniheldur 335 nöfn. Faðir stúlku sem brotið var gegn og er nefnd í bókinni segir nauðsynlegt að kanna málið til hlítar.

Minnka sykur í kóki til að bregðast við offituvandanum

Dregið verður úr sykurnotkun í vörulínum Coca-Cola á Íslandi um tíu prósent fram til ársins 2020. Yfirmaður samfélagsábyrgðar segir fyrirtækið viðurkenna sinn þátt í offituvandanum og vilja axla ábyrgð.

Flúði vettvang við andlát

Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi.

Um 400 bridgespilarar koma saman í Hörpu

Eitt stærsta bridgemót sem haldið hefur verið hér á landi, bridgehátíðin "Reykjavík Bridge Festival“, hefst í Hörpu í kvöld. Keppendur verða um 400, þar af um 160 erlendir.

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur piltum

Landsréttur hefur staðfest að maður sem grunaður eru um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur piltum frá árinu 2015 og til byrjunar þessa árs og að brjóta gegn nálgunarbanni varðandi báða piltana skuli sæta gæsluvarðhaldi til 16. febrúar.

Bönnuðu framsögu Áslaugar á síðustu stundu

Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi er svekkt yfir því að kjörstjórn hafi komið í veg fyrir erindi hennar í Valhöll í dag og telur að ástæðan hafi verið kvörtun frá mótframbjóðanda.

Lýst eftir Ríkharði Péturssyni

Ríkharður, sem er meðalmaður á hæð, grannvaxinn, fór frá heimili sínu að Eyrarvegi 46 á Selfossi um klukkan 16:00 síðastliðinn þriðjudag en ekki er vitað um ferðir hans eftir það.

Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt.

Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði

Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum.

Segja fátt um framboðsáform

Margrét Friðriksdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir gefa lítið upp um fyrirætlanir sínar í borgarstjórnarmálum.

Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt

Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta.

„Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“

Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula.

Háskólar hafi sálfræðinga á sínum snærum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill að mennta- og menningarmálaráðherra, beiti sér fyrir því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir háskólanema í opinberum háskólum frá og með næsta skólaári.

Ótækt að vald ráðherra sé bara formlegt ef ábyrgðin er hans

"Ráðherra ber ábyrgð á skipun dómara samkvæmt 14. grein stjórnarskrárinnar og af þeim sökum verður ráðherra að hafa eitthvert svigrúm til mats,“ sagði lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson á málþingi um fyrirkomulag dómaraskipana hér á landi sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær.

Sjá næstu 50 fréttir