Fleiri fréttir

Mun stærri hópar koma inn í háskólana í haust

Rektorar tveggja stærstu háskóla landsins segja skólana vel búna undir stærri hóp nýnema í haust en áður. Þeir segja þó mikilvægt að tryggja að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins. Tveir árgangar útskrifast samtímis út nokkrum framhaldsskólum í vor.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi.

Segir meiri umferð af íbúabyggð en spítala

Efasemdir um staðsetningu Landspítala eðlilegar, segir borgarstjóri, en tilhneiging til að skipta um skoðun eftir nánari athugun. Eyþór Arnalds segir galla á staðsetningunni vegna rýmis og samgangna og kallar eftir staðarvalsgreiningu.

Fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar

Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun i þegar mikill reykur kom upp í íbúð í Breiðholti laust eftir klukkan 23 í gærkvöldi.

Sami verktaki gleymdi fötluðu stúlkunni 2015

Sama fyrirtæki ber ábyrgð á að kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í vikunni og í sambærilegu atviki 2015. Framkvæmdastjóri Strætó segir að ítrekað hafi verið við alla verktaka við aksturinn að fara yfir leiðbeiningar og reglur.

Huga betur að persónuvernd í dómabirtingu

Nöfn brotaþola og vitna hafa oft slæðst með í dómum þar sem brotið er gegn börnum. Nákvæmar atvikalýsingar eru líka oft birtar. Umboðsmaður barna og Dómstólasýslan ræða úrbætur á þessu.

Kjartan pólítískur ráðgjafi Eyþórs

Kjartan Magnússon, núverandi borgarfulltrúi, hefur tekið að sér að vera pólítískur ráðgjafi Eyþórs Arnalds, borgarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins.

Vill ekkert fullyrða um vopnategundir

Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir