Fleiri fréttir

Geðdeyfðarlyf trompa lyfleysu

Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna.

Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn

Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn.

Oddviti Flokks fólksins: „Viljum koma fólki í skjól og undir þak“

Flokkur fólksins setur húsnæðis- og leikskólamál í forgang í stefnuskrá sinni fyrir borgarstjórnarkosningar og að forgangsraða eigi á annan hátt í borginni svo þeir sem minna megi sín fái kost á betra lífi. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur er í fyrsta sæti listans.

Vilja nýta dúkkurnar í starfi með einhverfum

Leikskólabörn klæddust bláu í dag til að auka vitund um einhverfu og í World Class dansaði fólk Zumba til að styrkja átakið. Átta leikskólar fengu afhentar fjörtíu dúkkur sem eiga að koma að gagni í starfi með einhverfum börnum

Úðakerfi hefði verið heppilegt

Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu.

Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum

Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs.

Verkefnastjóri lyfjamála ekki hrifinn af viðhaldsmeðferðum

Verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis telur að hjálpa eigi fólki út úr lyfjafíkn frekar en að veita skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð. Heilbrigðisráðherra segir umræðuna standa á kaflaskilum. Stjórnvöld séu þátttakendur í samtalinu. Tillögur að aðgerðum vegna lyfjamisnotkunar verða kynntar í næsta mánuði.

Sótmengunin hér er eins og í Rotterdam

Sótmengun af völdum umferðar í Reykjavík jafnast á við það sem gerist í stórborgum erlendis svo sem Rotterdam og Helsinki. Borgarbúar fastir í umferðarhnút berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur

Katrín kom færandi hendi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom færandi hendi á ársfund Seðlabanka Íslands. Hún færði Seðlabankanum sparibauk úr baukasafni sem hún á.

Sætaskipti í hlerunarmáli Hreiðars Más

Hreiðar Már Sigurðsson sneri vörn í sókn í héraðsdómi. Forstjórinn fyrrverandi telur að brotið hafi verið á sér við framkvæmd hlerana. Dómari hafnaði ásökunum um að hafa afhent úrskurðarorð áður en úrskurður lá fyrir. Tímasetningar tölvupósta gætu skipt sköpum.

Margir í áfalli eftir stórbruna

Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli.

Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli

Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum.

Verðum áfram miklir eftirbátar Norðurlandanna í þróunarsamvinnu

Sviðsstjóri hjá Rauða krossi Íslands segir von á stórauknum fjölda svokallaðra umhverfisflóttamanna á næstu árum. Brýnt sé að efnuð ríki leggi sitt af mörkum í þróunarsamvinnu, en Íslendingar ná aðeins helmingi af markmiðum Sameinuðu þjóðanna samkvæmt nýrri fjármálaáætlun

Sjá næstu 50 fréttir