Fleiri fréttir

Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans

Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar

Áætlun vegna ljósmæðradeilu

Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðs­áætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið.

Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur

Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað.

Kominn tími á að þetta hefðist

Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær.

Hafna stöðvun á Þingvallavegi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnar kröfu Landverndar um stöðvun framkvæmda við Þingvallaveg enda hafi framkvæmdaleyfi ekki verið gefið út.

Formannsskipti eftir kjör í VM

Guðmundur Helgi Þórarinsson hafði betur gegn nafna sínum, Guðmundi Ragnarssyni, í kjöri til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar

Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna.

Katrín segir mikilvægt að endurskoðun almannatrygginga gangi hratt

Forsætisráðherra leggur áherslu á að starfshópur sem á að endurskoða almannatryggingakerfið vinni hratt, vegna óánægju bæði öryrkja og eldri borgara með ýmsar skerðingar í kerfinu. Þingaður Flokks fólksins segir sambúðarfólk á lífeyri skattlagt um 20 prósent umfram aðra skattgreiðendur.

Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi

Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi.

Tendruðu ljós á Heimakletti í minningu Lása

Um fjörutíu krakkar, núverandi og fyrrverandi nemendur við Grunnskóla Vestmannaeyja, fóru upp á Heimaklett í gærkvöldi og tendruðu ljós til að minnast Sigurlásar Þorleifssonar.

Settu tvo í farbann í Eyjum og skemmdu 20 tölvur við húsleit

Eigendur fyrirtækisins Datafarm íhuga að lögsækja lögregluna og heimta bætur vegna tjóns við húsleit í gagnaver þeirra í Vestmannaeyjum. Starfsmenn fyrirtækisins voru handteknir og settir í farbann í Vestmannaeyjum vegna málsins. Lögmaður fyrirtækisins fær engin gögn um málið sem er hið undarlegasta.

Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok

Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn.

Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum

Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum.

Björgvin fer yfir brunatjónið

Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson sér fram á töluvert tjón af brunanum í húsnæði Geymslna í Miðhrauni fyrr í mánuðinum.

Auglýsa í stórum stíl á sölutorgi fyrir fíkniefni

Erfitt er fyrir lögregluna að eiga við síður og forrit þar sem fíkniefni eru boðin til kaups. Jafn auðvelt er að panta fíkniefni með heimsendingu og að panta pitsu. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn líkir ástandinu við frumskóg.

Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum

Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra.

Sjá næstu 50 fréttir