Fleiri fréttir

Dómar Landsréttar munu teljast bindandi

Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að allir dómar Landsréttar muni teljast bindandi þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan hafi verið andstæð lögum.

Segjast eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu

Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við foreldrana og lögmann þeirra.

Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin

Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka.

Jónas Kristjánsson látinn

Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, lést á Hjartadeild Landsspítalans þann 29. júní.

Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir

Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra.

Hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi

Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. "Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu.

Lúxusupplifun á landsbyggðinni

Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins.

Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd

Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar.

Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð

Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á

Karlmenn óska síður eftir upplýsingum

Karlmenn eru í miklum minnihluta þeirra sem hafa óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Kona sem greindist með stökkbreytinguna í miðri krabbameinsmeðferð segist hafa viljað vita um það fyrr en faðir hennar og bróðir reyndust einnig með genið.

Réttindi launafólks til séreignarsparnaðar aukast verulega

Lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði í séreignarsparnaði aukast um 1,5 prósentustig nú um mánaðamótin. Eftir það getur launafólk ráðstafað 3,5 prósentustigum launa sinna í svo kallaða tiltekna séreign sem er til viðbótar við hefðbundinn séreignarsparnað.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Karlmenn eru í miklum minnihluta þeirra sem hafa óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri stökkbreytingu í BRCA-geni sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini.

Sækja veikan skipverja í mikilli þoku

Á tíunda tímanum í gær fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá kanadískri skútu sem stödd var 155 mílur suðaustur af Höfn í Hornafirði.

Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar

Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi.

Segir frávísun málsins ekki góða fyrir neinn

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016.

Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum

Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan.

Reynt að smygla heróíni til landsins

Sex einstaklingar sæta nú gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á jafn mörgum málum er varða innflutning á fíkniefnum.

Sjá næstu 50 fréttir