Fleiri fréttir

Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda

Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með áfengis- eða vímuefnavanda. Rætt verður við Þórarin Tyrfingsson, fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs, í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Játuðu hjá lögreglu en neita fyrir dómi

Sigurður Kristinsson neitaði sök þegar hann tók afstöðu til ákæru héraðssaksóknara í svokölluðu Skáksambandsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Sunna segir frumvarp slá skjaldborg um nauðgara og níðinga

Þingflokksformaður Pírata gagnrýnir drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um birtingu dóma harðlega og segir að með því verði hætt að birta nöfn allra sakamanna í dómum á Íslandi og slá þannig skjaldborg um nauðgara og níðinga.

Mikilvægt að taka tillit til barnanna

Þegar mynd hefur verið birt á miðlinum öðlast Facebook réttinn á því að nota myndina gjaldfrjálst. Það eitt er umhugsunarvert og ágætis vani fyrir foreldra að hafa það í huga þegar þeir birta myndir af börnum sínum á Face­book.

Þurfum að senda þau skilaboð að iðnnám loki engum leiðum

Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp sem myndi jafna stöðu sveinsprófs og stúdentsprófs sem inntökuskilyrðis í háskóla. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir að þótt ýmislegt hafi verið gert sé mikilvægt að taka stærri skref til að efla iðnnám.

Finnst sárt að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni

Mistök voru gerð við flutning á líki 33 ára Spánverja sem lést hér á landi í liðinni viku. Fjölskyldu hins látna á Spáni sárnar að enginn hafi beðið þau afsökunar og vottað samúð sína.

Gylfi kveður ASÍ með tilvitnun í Sókrates

Styrkur Alþýðusambandsins liggur í því að mikill meirihluti vinnandi fólks á Íslandi er skráður í verkalýðsfélög sem getur með samstöðu náð árangri í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld, að mati fráfarandi forseta sambandsins.

Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu

Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kvennafrídagurinn er í dag og baráttufundir haldnir víða um land. Forsætisráðherra er ein þeirra sem gekk úr vinnunni í dag og verður rætt við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 ásamt öðrum konum sem tóku þátt í baráttufundi á Arnarhóli.

"Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“

Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag.

Leigjendur ósáttir við Airbnb frumvarp

Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.

Sjá næstu 50 fréttir