Fleiri fréttir

Hætta á frekari rafmagnstruflunum

Hátt þrjú hundruð manns á vegum RARIK hafa nú í tæpan hálfan mánuð unnið dag og nótt við að reyna að halda dreifikerfinu gangandi.

Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu

Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum.

Viðgerð lokið: Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana

Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bilun varð þess valdandi að íbúar vestan Snorrabrautar og að Seltjarnarnesi hafa verið án heits vatns í dag. Eru áhrif þessarar bilunar þau mestu í áratugi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við nýjustu fréttir af gangi mála við viðgerðir.

Vill banna einnota plastvörur

Umhverfisráðherra vill banna plastvörur eins og einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diska og sogrör. Þá vill hann einnig gera fólki skylt að flokka sorp.

Birta lista umsækjenda eftir áramót

Listi yfir umsækjendur um embætti ríkissáttasemjara verður ekki birtur fyrr en eftir áramót þar sem ekki gefst tími til þess fyrr.

Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur.

Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða

Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu.

Brjálað að gera hjá lögreglu í nótt

Frá ellefu í gærkvöldi til sjö í morgun komu 60 verkefni á borð lögreglu. Miðað við dagbók lögreglu voru margir handteknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Hafa þrisvar lokað vegna veggjalúsa

Sex hundruð hælisleitendur dvelja nú hér á landi í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar og sveitarfélaga. Eitt af þeim var tekið í notkun á ný í dag eftir viðmiklar endurbætur. Ráðist var í þær eftir að veggjalýs fundust þar í þriðja sinn.

Vegir víða lokaðir vegna veðurs

Vegir víða á Norðurlandi og Austurlandi eru lokaðir vegna veðurs. Víðast hvar er vetrarfærð um land allt, mjög víða skafrenningur og hálka eða snjóþekja, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óvíst er hvort íbúar fjölbýlishúss í Breiðholti geti haldið jólin hátíðleg heima hjá sér eftir að eldur kom upp í húsinu í dag. Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Fjallað verður nánar um þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár

Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu.

Opnað fyrir umferð um Ljósavatnsskarð

Búið er að opna fyrir umferð á hringveginum í gegnum Ljósavatnsskarð. Það er þó gert með fyrirvara enda snjóflóðahætta á svæðinu.

Einstæð móðir frá Nígeríu fær efnismeðferð

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alðþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt.

Ingveldur verður Hæstaréttardómari

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gert tillögu til forseta Íslands um skipun Ingveldar Einarsdóttur landsréttardómara sem dómara við Hæstarétt Íslands frá og með áramótum.

Vilja leyfa ferðamönnum að keyra um á nagladekkjum níu mánuði á ári

Samtök ferðaþjónustunnar vilja rýmka heimild til að nota nagladekk á bílaleigubílum af öryggissjónarmiðum. Snýr tillagan að því að reglugerð verði breytt og negldir hjólbarðar verði leyfðir á bílaleigubílum frá 1. september til 31. maí eða þrjá og hálfan mánuð umfram aðra bíla.

Sjá næstu 50 fréttir