Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óvíst er hvort íbúar fjölbýlishúss í Breiðholti geti haldið jólin hátíðleg heima hjá sér eftir að eldur kom upp í húsinu í dag. Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Fjallað verður nánar um þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár

Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu.

Opnað fyrir umferð um Ljósavatnsskarð

Búið er að opna fyrir umferð á hringveginum í gegnum Ljósavatnsskarð. Það er þó gert með fyrirvara enda snjóflóðahætta á svæðinu.

Einstæð móðir frá Nígeríu fær efnismeðferð

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alðþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt.

Ingveldur verður Hæstaréttardómari

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gert tillögu til forseta Íslands um skipun Ingveldar Einarsdóttur landsréttardómara sem dómara við Hæstarétt Íslands frá og með áramótum.

Vilja leyfa ferðamönnum að keyra um á nagladekkjum níu mánuði á ári

Samtök ferðaþjónustunnar vilja rýmka heimild til að nota nagladekk á bílaleigubílum af öryggissjónarmiðum. Snýr tillagan að því að reglugerð verði breytt og negldir hjólbarðar verði leyfðir á bílaleigubílum frá 1. september til 31. maí eða þrjá og hálfan mánuð umfram aðra bíla.

Eldtungurnar stóðu út um glugga

Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði.

Eldur í húsi í Vesturbergi

Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti.

Vilja að Sveinn Andri leggi fram af­rit af milli­færslum vegna endur­greiðslunnar í þrota­búið

Lögmaður níu af þeim tíu kröfuhöfum sem gert hafa aðfinnslur við störf Sveins Andra Sveinssonar sem skiptastjóra þrotabús EK1923 ehf. kveðst ekki sjá að ákvörðun dómara, um að Sveini Andra beri að greiða búinu til baka um 100 milljónir króna, sem hann hafði ráðstafað sem þóknunum til sín, byggist á persónulegri óvild dómarans í garð skiptastjórans.

Enn ófært víða um land

Víða er enn ófært á vegum á Norðaustur- og Austurlandi vegna óveðurs sem þar var í gær og nótt. Mokstur er hafinn í Vatnsskarði og er verið að skoða með mokstur á Öxnadalsheiði.

Þola margra daga flutninga í kulda

Skordýr og köngulær sem koma hingað til lands með vörum frá heitari löndum geta mörg þolað margra daga flutninga í töluvert meiri kulda en þau eiga að venjast.

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hafnarfirði

Fjölmennt lið lögreglu hefur verið kallað út að Norðurbakka í Hafnarfirði. Töluverður viðbúnaður er á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er verið að reyna að aðstoða einstakling sem glímir við veikindi.

Flutt á slysadeild eftir umferðarslys á Kjalarnesi

Ein kona var flutt á slysadeild eftir umferðarslys á Kjalarnesinu á fimmta tímanum í dag. Óttast var í fyrstu að um alvarlegt slys væri að ræða og var óskað eftir töluverðri aðstoð.

Meðaltal heildarlauna hjá VR 666 þúsund krónur

Heildarlaun félagsmanna VR voru að meðaltali 666 þúsund krónur í september síðastliðnum og höfðu þá hækkað um 2,1% á sjö mánaða tímabili eða frá febrúar. Miðgildi heildarlauna hækkaði um 2,5% á sama tímabili og var 615 þúsund.

Hinn grunaði áfram í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi

Karlmaður um fimmtugt, sem grunaður er um aðkomu að andláti manns sem féll fram af svölum við Skyggnisbraut í Grafarholti þann 8. desember, var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Sjá næstu 50 fréttir