Fleiri fréttir

Myndi ekki líta svo á að maðurinn í Hong Kong hafi sýkst öðru sinni

Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kon

Tveggja metra reglan tekur breytingum

Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili.

Fimm innanlandssmit bætast við

Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví.

Hóta þvingunaraðgerðum lagist lyktin ekki í Grafarvogi

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að Íslenska gámafélagið hafi verið krafið um tafarlausar úrbætur vegna ólyktar sem íbúar í Grafarvogi í Reykjavík hafa kvartað yfir undanfarið. Verði fyrirtækið ekki við því verði það beitt þvingunarúrræðum.

Ráðherrarnir reyndust ekki smitaðir

Niðurstöður úr síðari skimun ráðherra í ríkisstjórn Íslands vegna kórunuveiru reyndust neikvæðar í öllum tilfellum, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu

„Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi.

Krafturinn í tívolíbombunni svipaður og í handsprengju

Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju.

Tveir COVID smitaðir um borð í Norrænu

Áætlað er að Norræna komi til hafnar í Seyðisfirði á morgun í sinni fyrstu ferð samkvæmt vetraráætlun. Um borð eru 162 farþegar sem munu gangast undir sýnatöku vegna COVID-19 við komuna til Seyðisfjarðar.

Smit í skólum og í Hinu húsinu rakin til Hótel Rangár

Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness.

Annar ósprunginn flugeldur reyndist vera á staðnum

Meðlimir sérsveitar ríkislögreglustjóra voru á meðal þeirra sem kallaðir voru út í Heiðmörk í gærkvöldi eftir að maður á sextugsaldri slasaðist alvarlega þegar þriggja tommu tívolíbomba sprakk.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness.

Þremur og hálfu ári bætt við dóm Þorsteins

Héraðsdómur Reykjaness hefur gert Þorsteini Halldórsssyni upp hegningarauka upp á þrjú og hálft fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn öðrum pilti. RÚV greinir frá.

Mikilvægast að halda skólastarfi gangandi

Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví.

Bjartsýnin dvínandi fyrir veturinn á Norðurlandi

Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin.

Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum

Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor.

Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum

Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríflega sexhundruð börn fá ekki að fara í skólann á morgun vegna kórónuveirusmita starfsmanna skólanna. Við ræðum við Helga Grímsson sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í fréttum okkar klukkan 18:30.

Borgun varar við sms-skilaboðum fjársvikara

Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar en einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar sem í stað þess að endurgreiða fólki einhverja fjárhæð, eins og segir í skilaboðunum, fá svikahrappar aðgang að kortaupplýsingum fólks.

Sjá næstu 50 fréttir