Fleiri fréttir

„Mun aldrei nást friður eða vopnahlé ef við erum bara í einhverjum kór“

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir mikilvægt að átta sig á því hvernig almenningur í Rússlandi hugsi. Stríðið í Úkraínu muni ekki hafa einfalda skyndilausn og tíst sem hann hafi sent frá sér séu ekki til marks um nokkurskonar stuðning hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands.

Ákvörðunin „stór og rétt“

Þingmaður Viðreisnar hvatti til þess á Alþingi í dag að starfsmenn rússneska sendiráðsins á Íslandi yrðu sendir úr landi. Utanríkisráðherra kveðst ekki útiloka slíkar ráðstafanir.

Bjarni Tryggva­son geim­fari er látinn

Bjarni Valdimar Tryggvason geimfari er látinn, 76 ára að aldri. Kanadíski geimfarinn Chris Hadfield greindi frá andláti hans á Twitter í dag. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá bjartsýni í ferðaþjónustinni. Bílaleigur hafa vart undan að fjölga í flota sínum og bókanir á hótelherberjum fyrir sumarið eru komnar upp í 70 prósent.

Tóbaksframleiðandi telur bragðbannið grafa undan lýðheilsu

Tóbakframleiðandinn British American Tobacco Denmark telur fyrirhugað bragðbann á nikótínvörum hér á landi grafa undan lýðheilsumarkmiðum frekar en að efla þau. Þá kallar hann eftir því að styrkleikaþak verði endurskoðað.

At­vinnu­flug­menn for­dæma við­skipti ríkis­stjórnarinnar við Blá­fugl

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag.

Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi

Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi nærri Seltjörn rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Einn var fluttur slasaður á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Umferð um veginn hefur verið lokað til Grindavíkur en opið er í hina áttina, frá Grindavík að Reykjanesbraut.

For­maður Fram­sóknar vankaður eftir svall á Búnaðar­þingi

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt.

Tætti í sig golfvöll Álftnesinga á beltagröfu

Kylfingar á Álftanesi og nágrenni supu væntanlega margir hveljur í gær þegar þeir áttuðu sig á því að verktaki á beltagröfu væri búinn að tæta í sig golfvöllinn í plássinu. Formaður golfklúbbsins segir meðlimi þurfa að gera upp við sig hvort þeir greiði árgjaldið enda skemmdirnar á vellinum miklar.

Viðreisn hefur ekki áhyggjur

Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan.

Upp­færa sýkingar­­tölur sjaldnar en áður

Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Óskar Hallgrímsson íbúa í Kænugarði sem heimsótti í gær bæinn Bucha í grennd við höfuðborgina þar sem Rússar hafa verið sakaðir um stríðsglæpi.

Birti vændis­aug­­lýsingu í nafni fyrr­verandi sam­býlis­­konu og hótaði henni líf­láti

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar og hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinna. Maðurinn útbjó og birti meðal annars vændisauglýsingar í nafni konunnar, þar sem símanúmer og heimilisfang hennar kom fram, auk þess sem hann hótaði henni lífláti og að hann myndi eyðileggja líf hennar.

Tennisvöllur Kínverja í Garðastræti má muna sinn fífil fegurri

Það er óhætt að segja að umdeildur tennisvöllur við Garðastræti 41 sé kominn til ára sinna. Völlurinn var byggður af kínverska sendiráðinu á Íslandi í upphafi aldarinnar í óþökk nágranna. Lítil starfsemi er í húsinu og enginn sést með tennisspaða í hönd í mjög langan tíma. 

Segist hafa látið um­mælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag.

Ummæli Sigurðar óverjandi

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigurður Ingi Jóhannsson verði sjálfur að ákveða hvort hann þurfi að segja af sér ráðherraembætti vegna ummæla hans um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í síðustu viku. Sigurður Ingi kom sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfundi í dag.

Umsækjendur látnir byggja flugvél með legókubbum undir dúndrandi tónlist

Hátt í fimm þúsund manns sóttust eftir því að verða flugmenn og flugliðar hjá flugfélaginu Play, þegar auglýst var eftir umsóknum fyrr á þessu ári. Umsækjendur voru látnir byggja flugvél með legókubbum með háværa tónlist í eyrunum og spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn hefði spilað á trommur.

Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn

Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa.

Ætlar sér sæti í bæjarstjórn í Vestmannaeyjum

Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun skipa fyrsta sætið á framboðslista Fyrir Heimaey í bæjarstjórnarkosningum í maí. Frá þessu greinir Páll á Facebooksíðu sinni. 

Undirbúa hátíð vegna hálfrar aldar afmælis einvígis Fischers og Spasskís

Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, er meðal þeirra sem ætla að heiðra Ísland í tilefni þess að hálf öld verður liðin frá því Bobby Fischer og Boris Spasskí háðu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Aldrei áður hafði nafn Reykjavíkur komist eins rækilega í heimsfréttirnar eins og þær vikur sumarið 1972 sem þeir Fischer og Spasskí tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák á tíma þegar kalda stríðið milli stórveldanna var í hámarki.

Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár

Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna.

Segir að orðræða XD í orkumálum sé „þreytt og hálfóþolandi“

Á fundi borgarstjórnar í dag var tekist á um orkumál en Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögu sem miðar að því að borgarstjórn álykti um að hvetja Orkuveitu Reykjavíkur til að kanna virkjanamöguleika á starfssvæði OR. Fram undan væru orkuskiptin sem kölluðu á mun meiri raforkuframleiðslu auk þess sem bætt orkuöryggi væri brýnna í ljósi alþjóðamála.

Telja skrif Páls hafa svert ímynd skóla sem standi fyrir fjölbreytileika

Um þrjátíu kennarar og starfsfólk við Fjölbrautarskólann í Garðabæ lýsa andstöðu við málflutning Páls Vilhjálmssonar, sögukennara við skólann, á bloggsíðu hans. Skólastjóri segir skrif hans valda skólanum tjóni og kennari segir skrifin hafa áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni.

Þver­tekur fyrir að Fram­sókn sé rasískur flokkur

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna.

Lög­reglan á Suður­nesjum snýr aftur á Face­book

Lögreglan á Suðurnesjum hefur snúið aftur á Facebook, um þremur mánuðum eftir að embættið tilkynnti að ákvörðun hafi verið tekin að hætta á samfélagsmiðlinum vegna persónuverndarsjónarmiða.

Segir ráðherra reyna að stjórna umræðunni

Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna, hefur ýmislegt við hegðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, að athuga. Bæði varðandi ummælin sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, en líka hvernig hann hefur kosið að bregðast við eftir að fréttir af atvikinu tóku að spyrjast út.

Sjá næstu 50 fréttir