Fleiri fréttir

Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn

Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

„Spillingin gerist vart svæsnari“

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að að salan á Íslandsbanka hafi verið sukk og svínarí. Leita þurfi leiða til að rifta henni og nú þurfi að virkja lög um ráðherraábyrgð.

„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar

Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá.

Furðar sig á að kenni­tölur hafi verið birtar

Landskjörstjórn hyggst birta kennitölur allra frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga opinberlega. Umboðsmaður Garðabæjarlistans setur spurningamerki við birtinguna og hefur sent erindi á Persónuvernd.

Um­ferðar­hraði tekinn niður á Hvols­velli

Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra.

Ís­land búi sig undir hörð við­brögð af hálfu Rússa

Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stjórnmálafræðiprófessor telur að Rússar gætu beitt Ísland refsiaðgerðum ef Finnland og Svíþjóð sækja um NATO-aðild. Íslendingar þurfi að vera viðbúnir slíkum aðgerðum. Við fjöllum um málið og tökum stöðuna á stríðinu í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Svona verður veðrið um páskana

Útlit er fyrir að í dag, skírdag, verði suðaustanátt og víðast hvar strekkingur. Búast má við rigningu eða súld. Nokkuð þungbúið verður sunnanlands eftir hádegi en á norðaustanverðu landinu er útlit fyrir litla eða enga úrkomu. Hiti er víða um land á uppleið og verður á bilinu sex til tólf stig.

Ferða­þyrstir Ís­lendingar nenna ekki heim

Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana.

„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“

Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu.

Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans

Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska.

Vil­hjálmur tekur upp hanskann fyrir Sól­veigu

Mikil umræða hefur farið fram um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar og hefur aðgerðin víða verið harðlega gagnrýnd. Formaður Starfsgreinasambandsins, hefur nú stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og segist treysta því að vel verði staðið að hópuppsögninni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Trúnaðarmaður VR innan Eflingar segir að Sólveig Anna eigi að skammast sín og að búið sé að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. Vilhjálmur Birgisson ber fullt traust til Sólveigar Önnu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Trúnaðar­menn segja full­yrðingar Sól­veigar Önnu með öllu rangar

Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar.

Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist

Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni.

ASÍ-UNG segir uppsagnirnar lagalega tæpar

Samtök ungs launafólks innan Alþýðusambands Íslands segja hópuppsögn innan Eflingar standa á mjög tæpum lagalegum grundvelli og stangast alfarið við þau siðferðislegu gildi sem þau vilji tileinka sér. 

„Fólki misbýður brask“

Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd.

Óli Björn varar Lilju við því að svíkja lit

Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sendir Lilju D. Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins eiturpillu í grein sem hann birtir í Mogga dagsins.

Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 

Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu

Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður áfram fjallað um útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Starfs­maður Eflingar og frænka Sól­veigar sakar stjórnina um hræsni

„Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“

Arna Dögg nýr yfir­læknir líknar­lækninga

Arna Dögg Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr yfirlæknir líknarlækninga á Landspítala og tekur við stöðunni þann 1. maí 2022. Hún hefur starfað við líknarlækningar frá árinu 2010 við líknardeild spítalans, í sérhæfðri líknarheimaþjónustu og líknarráðgjafateymi.

Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga

Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur.

Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga

Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni.

Vann 40 milljónir króna

Einn heppinn miðaeigandi vann 40 milljónir króna í Happdrætti Háskólans þegar dregið var í kvöld. Potturinn í Milljónaveltunni svokölluðu var fjórfaldur að þessu sinni og fékk eigandinn því 40 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut.

Sjá næstu 50 fréttir