Fleiri fréttir

„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“

Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við í ósáttum þingmönnum vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins

Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 þegar 760 einstaklingar létust á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ekki hafa verið fleiri dauðsföll á einum ársfjórðungi frá því að byrjað var að birta slíkar tölur á fjórða ársfjórðungi 2009.

Sagði „nauðgunar­her“ vera á leið til sam­nemanda

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur staðfest ákvörðun sviðsstjóra Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands um að víkja nemanda við sálfræðideild skólans úr skólanum að fullu eftir að hann hafði sent samnemanda skilaboð sem metin voru „óforsvaranleg“, „ógnandi“ og „til þess [fallin] að valda [ótta].“

Lagði eigin íbúð í Hlíðunum í rúst

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í gærkvöldi rétt fyrir miðnættið en hann hafði brotið hurð að eigin íbúð í Hlíðunum í Reykjavík og lagt þar allt í rúst.

Efling boðar til félagsfundar

Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld.

Ítalski flugherinn á leið til landsins

Von er á sveitum ítalska flughersins til landsins á morgun, mánudaginn 25. apríl. Liðsmennirnir, sem eru 135 talsins, koma með fjórar F-35 herþotur með sér.

Gerir at­huga­semdir við mál­flutning Bjarna

Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð.

Lilli klifurmús og Mikki refur á Sólheimum

Lilli klifurmús og Mikki refur eru allt í öllu á Sólheimum í Grímsnesi þessa dagana, ásamt öðrum dýrum úr Dýrunum í Hálsaskógi. Mikil stemming er á leikritinu enda standa leikararnir sig eins og hetjur á sviðinu.

Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast

Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega.

Ekið á tíu ára dreng á reiðhjóli

Klukkan rúmlega hálf þrjú í dag var ekið á tíu ára dreng á reiðhjóli í Kópavogi og slasaðist drengurinn á fæti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú.

Stígur fram vegna máls sonar síns

Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú.

For­seta­hjónin tóku þátt í plokk­deginum

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku að sjálfsögðu þátt í Stóra Plokkdeginum eins og þau hafa gert síðustu ár. Hjónin slógust í för með bæjarbúum Kópavogs og Garðabæjar í dag.

Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss

Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi.

Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“

Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar þær mikilvægustu fyrir Evrópusambandið í langan tíma. 

Allt að fimmtán stiga hiti

Útlit er fyrir hæga vestlæga eða breytilega átt og skýjað en bjart með köflum á Suður- og Suðausturlandi. Hiti á bilinu 6 til 14 stig yfir daginn en hlýjast á sunnanverðu landinu.

Skallaði konu í and­litið

Maður skallaði konu í andlitið í Hafnarfirði skömmu fyrir tvö í nótt. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu en konan hlaut meðal annars bólgur í andliti.

Svanhvít fannst látin

Svanhvít Harðardóttir, sem lýst var eftir í gær, fannst látin í kvöld. 

Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka

Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum.

Farþegaflutningar með Smyril Line til Þorlákshafnar?

Því er nú fagnað í Þorlákshöfn að fimm ár eru nú frá því að fyrsta flutningaskipið á vegum Smyril Line byrjaði að sigla þangað. Síðan þá hafa tvö önnur flutningaskip bæst við og ekki er ólíklegt að farþegaflutningaskip fari að sigla til Þorlákshafnar á vegum Smyril Line, líkt og Norræna gerir til Seyðisfjarðar.

„Það er verið að ræna þjóðareign“

Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 

100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar

Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir.

Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum

Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þriðji og langfjölmennasti mótmælafundurinn hingað til var haldinn á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Mótmælendur krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér og sölunni verði rift. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 

„Ég get ekki orða bundist“

„Ég get ekki orða bundist. Á einungis örfáum dögum hefur Dagur B. Eggertsson komið fram með slíkum óheiðarleika í umræðunni að manni hreinlega misbýður,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík í færslu á Facebook síðu sinni.

Nota dróna og hunda við leitina

Á þriðja tug björgunarsveitarmanna hófu skömmu fyrir hádegi leit á ný að Svanhvíti Harðardóttur, konu sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag.

Fjöl­menn mót­mæli á Austur­velli

Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook.

Sjá næstu 50 fréttir