Fleiri fréttir

Varpa ljósi á jákvæð áhrif Covid-faraldursins

Töluvert færri lögðust inn á spítala vegna lungnabólgu og hjartavandamála á árinu 2020 samanborið við árin þar áður samkvæmt nýrri rannsókn. Yfirlæknir á Landspítala segir niðurstöðurnar koma á óvart en þær varpi ljósi á áhrif smitsjúkdóma á önnur veikindi.

Björgunar­sveit kölluð út vegna göngu­manns

Göngumaður lenti í sjálfheldu í fjöllunum suður af Mýrdalsjökli í kvöld og var björgunarsveit á Suðurlandi kölluð út til að aðstoða hann. Maðurinn er sagður vera í ágætu ástandi, óslasaður en orðið kalt.

Mjaldrarnir við hestaheilsu og fá nýja laug

Sérhannaðri umönnunarlaug hefur verið komið fyrir í Klettsvík í Vestmannaeyjum svo tvær Mjaldrasystur, sem hafa síðustu mánuði verið í innilaug, geti aðlagast náttúrunni betur. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að níu Íslendingum hefur nú verið bannað að koma til Rússlands. Utanríkisráðherra segir þetta ekki koma á óvart.

„Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“

Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við.

Ýmsum þætti upp­hafning að vera á svörtum lista Rússa

Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð.

Há­­degis­fréttir Bylgjunnar

Níu Íslendingar hafa verið settir á svartan lista rússneskra stjórnvalda, og verður því meinað að ferðast til Rússlands. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Hópurinn lagður af stað til Ítalíu

Íslenski Eurovisionhópurinn lagði af stað til Ítalíu í morgun en systurnar Sigga, Beta og Elín stíga á svið í Tórínó þann 10.maí.

Ók raf­vespu á lög­reglu­bíl

Laust fyrir miðnætti í gær hugðust lögreglumenn stöðva för konu á rafvespu. Sú sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók þess í stað á lögreglubílinn.

Hrópandi ó­sam­ræmi í svörum ráð­herranna

Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni.

Menn hafi boðist til að hýsa ungar og ein­hleypar úkraínskar konur

Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri.

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi

Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein.

„Þetta er bara líflátshótun“

Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki.

Hótar að velta endur­kröfu yfir á skjól­stæðinga sína

Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri

Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. 

Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla

Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði.

Kristín nýr skóla­stjóri Egils­staða­skóla

Kristín Guðlaug Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Egilsstaðaskóla. Hún tekur við starfinu af Ruth Magnúsdóttur. Sex sóttu um starfið sem auglýst var til umsóknar þann 25. mars.

Viðbrögð flokksins ekki óvænt í ljósi sögu hans um „daður við rasisma“

Kynja-og fjölbreytileikafræðingur segir mál þingmanns Flokks fólksins, sem upp kom í gær, bera með sér kvenfyrirlitningu, rasisma og stéttamisnotkun. Afstaða þingflokksins og ákvörðun um að standa með þingmanninum valdi vonbrigðum en komi henni ekki á óvart því flokkurinn hafi daðrað við rasisma í stefnumálum og orðræðu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um fund fjárlaganefndar í morgun þar sem fjármálaráðherra sat fyrir svörum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Bjarni kannast ekki við full­yrðingar Lilju um á­hyggju­fulla ráð­herra

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir lýsingu Lilju Al­freðs­dóttur, menningar- og við­skipta­ráð­herra, á við­horfi sínu til út­boðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Ís­lands­banka í að­draganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efa­semdir um ferlið.

Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur

Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu.

Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið.

Sjá næstu 50 fréttir