Innlent

Ók raf­vespu á lög­reglu­bíl

Árni Sæberg skrifar
Ekki liggur fyrir hvort lögreglubifreiðin hafi skemmst í árekstrinum.
Ekki liggur fyrir hvort lögreglubifreiðin hafi skemmst í árekstrinum. Vísir/Vilhelm

Laust fyrir miðnætti í gær hugðust lögreglumenn stöðva för konu á rafvespu. Sú sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók þess í stað á lögreglubílinn.

Konan var handtekin og flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar. Því næst var hún vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn málsins en hún er grunuð um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, , ítrekaðan akstur svipt ökuréttindum og fleiri umferðarlagabrot. Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglu.

Í Hafnarfirði var sautján ára stúlka mæld á 141 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut þar sem hámarskhraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Málið var afgreidd með aðkomu foreldra og tilkynning send til Barnaverndar.

Á fimmta tímanum í nótt barst tilkynning um umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna sem og vörslu fíkniefna.

Töluvert var um að ökumenn væru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá voru tveir ungir menn í annarlegu ástandi handteknir í miðborginni. Þeir eru grunaðir um brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík, meðal annars með því að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×