Fleiri fréttir Samfylkingin skuldi þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí Formaður þingflokks Samfylkingarinnar útilokar ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn á komandi árum. Gefa þurfi Sjálfstæðisflokknum frí. Samfylkingin sé hins vegar fjöldahreyfing og þetta aðeins hennar skoðun. 30.10.2022 18:07 Fjórir ættliðir sungu á Skagaströnd í morgun Sá merkilegi atburður átti sér stað í kirkjunni á Skagaströnd í morgun að fjórir ættliðir sungu saman í guðsþjónustu í Hólaneskirkju með kirkjukórnum. Þetta voru þær Guðrún 86 ára, Hallbjörg eldri, sem er 59 ára, Jenný Lind 37 ára og Hallbjörg yngri, sem er 21 árs. Stjórnandi og organisti kórsins er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. 30.10.2022 16:30 „Við erum ólíkir menn“ Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. 30.10.2022 16:27 Brunavarnir Árnessýslu óska eftir nýjum slökkviliðsmönnum Brunavarnir Árnessýslu leita nú af nýjum slökkviliðsmönnum en í dag eru um 130 slökkviliðsmenn, sem dreifast á 7 slökkviliðsstöðvar starfandi hjá brunavörnum. Ráða þarf tíu til fimmtán nýja slökkviliðsmenn, ekki síst í slökkviliðin í Uppsveitum Árnessýslu. 30.10.2022 15:04 Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi. 30.10.2022 13:11 Guðlaugur Þór ávarpaði Sjálfstæðismenn Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ætlar að taka slaginn gegn Bjarna Benediktssyni. 30.10.2022 12:09 Stofnun stéttarfélags ekki til höfuðs Sólveigu Önnu Hafnarverkamenn komu saman í gær og ræddu mögulega stofnun stéttarfélags og þar með úrsögn úr Eflingu. Forsvarsmaður þeirra segir ekki rétt að stofnun stéttarfélags sé hugsuð til höfuðs Eflingu og formanni hennar. 30.10.2022 12:02 Hádegisfréttir Bylgjunnar Flest bendir til þess að Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra tilkynni framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni í dag. Hann hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll klukkan hálf eitt, eftir rúman hálftíma, þar sem hann hyggst greina frá ákvörðun sinni. Hann staðfestir ekkert um framboð þangað til. Fjallað verður ítarlega um málið í hádegisfréttum. 30.10.2022 11:54 „Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 30.10.2022 11:30 Velti vöngum yfir því af hverju stjórnarflokkarnir væru í ríkisstjórn Ríkisbáknið vex og vex og ekki bara regluverkið heldur líka umfang ríkissjóðs. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðu sinni á flokksráðsfundi sem haldinn var á Egilsstöðum í gær. 30.10.2022 11:13 Sprengisandur: Veðurfarsbreytingar, vinnumarkaður og formennirnir til umræðu í dag Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 30.10.2022 09:43 Guðlaugur boðar til fundar í Valhöll Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til opins fundar í Valhöll í dag. Þar er hann sagður ætla að tilkynna hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni. 30.10.2022 09:21 Lóðaskortur á Ísafirði Allar lóðir á Ísafirði undir íbúðarhúsnæði eru meira og minna uppseldar og því þarf að fara að endurskipuleggja aðalskipulag bæjarins með tilliti til nýrra íbúðarhverfa. 30.10.2022 09:04 Ók næstum því á lögreglubíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun. Sjö voru vistaðir í fangageymslu. 30.10.2022 07:21 Viðgerð á landstreng lokið og slitið af manna völdum Viðgerðum á landshring Mílu er nú lokið en henni lauk klukkan 20:26 í kvöld. Aðili á svæðinu er sagður hafa grafið strenginn í sundur en landshringurinn slitnaði á milli Holts og Hafnar í Hornafirði. 29.10.2022 20:50 Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. 29.10.2022 20:27 Tilkynnir á morgun hvort hann taki slaginn Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra mun tilkynna á morgun hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu. 29.10.2022 18:56 Hafnarverkamenn íhuga að segja sig úr Eflingu Hafnarverkamenn funduðu fyrr í dag á Þjóðminjasafninu og ræddu mögulega úrsögn sína úr stéttarfélagi Eflingar. Hópurinn er sagður ósáttur við samskipti sín við stjórnarmeðlimi stéttarfélagsins og hvernig staðið hafi verið að því að skipa fulltrúa á þing ASÍ. 29.10.2022 18:33 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. Við fjöllum um landsfundinn og ræðum við nýkjörna stjórnarmeðlimi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 29.10.2022 18:16 Umhverfissinnar uggandi yfir áhrifum Shein Fatasmásölurisinn Shein hefur rutt sér rúms á íslenskum markaði. Föt fyrirtækisins hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Ungir umhverfissinnar hafa áhyggjur af stöðunni og markaðstorg fyrir notaðar flíkur hefur tekið vörur fyrirtækisins úr umferð. 29.10.2022 17:35 „Við fórum ekki í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu“ Í fyrstu stefnuræðu sinni sem nýr formaður Samfylkingarinnar segir Kristrún Frostadóttir að nú sé genginn í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. Breytingar innan flokksins hefjist strax í dag með nýrri forystu flokksins. 29.10.2022 16:22 Landshringur Mílu er slitinn Slit hefur orðið á landshring Mílu á Suðausturlandi, milli Holts og Hafnar í Hornafirði. 29.10.2022 16:03 Fyrsta stefnuræða Kristrúnar Kristrún Frostadóttir tók við embætti formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær. Í dag flytur hún sína fyrstu stefnuræðu sem formaður. Hlýða má á ræðuna í beinni útsendingu hér á Vísi. 29.10.2022 15:46 Guðni Ágústsson telur í hjá Stuðmönnum á Selfossi í kvöld Þrátt fyrir að nýi miðbærinn á Selfossi hafi verið opinn í rúmlega eitt ár er ekki komin starfsemi í öll þrettán húsin á svæðinu. Það er þó að gerast smátt og smátt en í kvöld opnar þar skemmtistaður, sem hefur fengið nafnið Sviðið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra spilar þar stórt hlutverk. 29.10.2022 13:05 Bein útsending: Ræða Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mun flytja ræðu sína á flokksráðsfundi Miðflokksins klukkan 13:10. Hægt verður að fylgjast með ræðunni í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. 29.10.2022 12:41 „Það er sóknarkraftur í jafnaðarmönnum, meðan höfuðandstæðingurinn logar stafna á milli“ Nýr formaður Samfylkingarinnar ætlar að endurreisa velferðakerfið. Varaformaðurinn segir á dagskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu, kanna þurfi þjóðarvilja. Algjör endurnýjun er á forystu Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram á Grand hótel í dag. 29.10.2022 12:13 Guðmundur Ari felldi Kjartan Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða. 29.10.2022 12:02 Hádegisfréttir Bylgjunnar Nýr formaður Samfylkingarinnar ætlar að endurreisa velferðakerfið. Varaformaðurinn segir á dagskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu, kanna þurfi þjóðarvilja. Algjör endurnýjun er á forystu Samfylkingarinnar. Fjallað verður um landsfund Samfylkingarinnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. 29.10.2022 11:51 Jón Grétar nýr gjaldkeri Samfylkingarinnar Jón Grétar Þórsson hefur verið kjörinn gjaldkeri Samfylkingarinnar. Hann var kjörinn á landsfundi Samfylkingarinnar í morgun og hlaut hann 49.64 prósent greiddra atkvæða. 29.10.2022 11:23 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautgripa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29.10.2022 11:13 Arna Lára vann ritaraslaginn Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar eftir að hafa fellt sitjandi ritara á landsfundi í morgun. 29.10.2022 10:12 Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Flugsveit frá Kanada hefur tekið þátt í eftirliti með hafsvæðinu við Ísland að undanförnu. Það er til viðbótar við flugsveitir Bandaríkjamanna sem hafa vaktað norðanvert Atlantshaf frá Íslandi. 29.10.2022 08:06 Sofnaði á klósettinu og vaknaði á tómum veitingastað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um að þjófavarnarkerfi veitingastaðar í miðbænum hefði farið í gang. Þar var þó á ferðinni maður sem var í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum fyrr um kvöldið og hafði sofnað ölvunarsvefni á klósettinu. 29.10.2022 07:33 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28.10.2022 22:14 „Við ætlum að breyta samfélaginu“ Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld þegar Kristrún Frostadóttir var lýst nýr formaður Samfylkingarinnar. Hún var ein í framboði en rúmlega 94 prósent fundarmanna greiddu henni atkvæði. 28.10.2022 21:16 Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28.10.2022 20:48 Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. 28.10.2022 20:08 Drengurinn fannst sofandi í strætó Allt tiltækt lið björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld í leit að sjö ára dreng í Hafnarfirði. Allt fór vel að lokum þegar drengurinn fannst sofandi um borð í strætó. 28.10.2022 19:48 Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28.10.2022 19:28 Líður ekki ósvipað og þegar hann kláraði menntaskóla Logi Einarsson hélt sína síðustu ræðu sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í dag. Hann sagði að honum liði ekki ósvipað á þeim tímamótum og þegar hann útskrifaðist úr menntaskóla á sínum tíma. Árin sem formaður hafi heilt yfir verið ánægjulega þótt að hann hefði örugglega fengið slaka einkunn í stöku áfanga og stundum verið kallaður inn á beinið. 28.10.2022 19:04 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28.10.2022 18:16 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Logi Einarsson sagði í kveðjuræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar í dag að jafnaðarstefnan væri svarið við úrlausn risavaxinna vandamála samtímans vegna misskiptingar, sóunar og loftslagsbreytinga. Kristrún Frostadóttir tekur við formannsembætti flokksins í kvöld og við ræðum við hana í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 28.10.2022 17:58 Bein útsending: Síðasta formannsræða Loga Logi Einarsson, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, mun flytja sína síðustu ræðu sem formaður flokksins á landsfundi Samfylkingarinnar sem hófst í dag. 28.10.2022 17:01 Ólöglegar minkagildrur vekja óhug hjá kattaeigendum Borið hefur á því að ólöglegar minkagildrur séu settar við smábátahöfnina í Reykjavík. Gildrurnar geta reynst hættulegar og segja íbúar á svæðinu heimilisketti hafa komist í gildrurnar og drepist í kjölfarið. 28.10.2022 14:22 Aron og Embla vinsælustu mannanöfnin í fyrra Nafnið Aron var vinsælasta eiginnafnið á meðal nýfæddra drengja á Íslandi í fyrra, annað árið í röð Embla var vinsælasta stúlkunafnið. 28.10.2022 14:21 Sjá næstu 50 fréttir
Samfylkingin skuldi þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí Formaður þingflokks Samfylkingarinnar útilokar ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn á komandi árum. Gefa þurfi Sjálfstæðisflokknum frí. Samfylkingin sé hins vegar fjöldahreyfing og þetta aðeins hennar skoðun. 30.10.2022 18:07
Fjórir ættliðir sungu á Skagaströnd í morgun Sá merkilegi atburður átti sér stað í kirkjunni á Skagaströnd í morgun að fjórir ættliðir sungu saman í guðsþjónustu í Hólaneskirkju með kirkjukórnum. Þetta voru þær Guðrún 86 ára, Hallbjörg eldri, sem er 59 ára, Jenný Lind 37 ára og Hallbjörg yngri, sem er 21 árs. Stjórnandi og organisti kórsins er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. 30.10.2022 16:30
„Við erum ólíkir menn“ Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. 30.10.2022 16:27
Brunavarnir Árnessýslu óska eftir nýjum slökkviliðsmönnum Brunavarnir Árnessýslu leita nú af nýjum slökkviliðsmönnum en í dag eru um 130 slökkviliðsmenn, sem dreifast á 7 slökkviliðsstöðvar starfandi hjá brunavörnum. Ráða þarf tíu til fimmtán nýja slökkviliðsmenn, ekki síst í slökkviliðin í Uppsveitum Árnessýslu. 30.10.2022 15:04
Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi. 30.10.2022 13:11
Guðlaugur Þór ávarpaði Sjálfstæðismenn Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ætlar að taka slaginn gegn Bjarna Benediktssyni. 30.10.2022 12:09
Stofnun stéttarfélags ekki til höfuðs Sólveigu Önnu Hafnarverkamenn komu saman í gær og ræddu mögulega stofnun stéttarfélags og þar með úrsögn úr Eflingu. Forsvarsmaður þeirra segir ekki rétt að stofnun stéttarfélags sé hugsuð til höfuðs Eflingu og formanni hennar. 30.10.2022 12:02
Hádegisfréttir Bylgjunnar Flest bendir til þess að Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra tilkynni framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni í dag. Hann hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll klukkan hálf eitt, eftir rúman hálftíma, þar sem hann hyggst greina frá ákvörðun sinni. Hann staðfestir ekkert um framboð þangað til. Fjallað verður ítarlega um málið í hádegisfréttum. 30.10.2022 11:54
„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 30.10.2022 11:30
Velti vöngum yfir því af hverju stjórnarflokkarnir væru í ríkisstjórn Ríkisbáknið vex og vex og ekki bara regluverkið heldur líka umfang ríkissjóðs. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðu sinni á flokksráðsfundi sem haldinn var á Egilsstöðum í gær. 30.10.2022 11:13
Sprengisandur: Veðurfarsbreytingar, vinnumarkaður og formennirnir til umræðu í dag Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 30.10.2022 09:43
Guðlaugur boðar til fundar í Valhöll Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til opins fundar í Valhöll í dag. Þar er hann sagður ætla að tilkynna hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni. 30.10.2022 09:21
Lóðaskortur á Ísafirði Allar lóðir á Ísafirði undir íbúðarhúsnæði eru meira og minna uppseldar og því þarf að fara að endurskipuleggja aðalskipulag bæjarins með tilliti til nýrra íbúðarhverfa. 30.10.2022 09:04
Ók næstum því á lögreglubíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun. Sjö voru vistaðir í fangageymslu. 30.10.2022 07:21
Viðgerð á landstreng lokið og slitið af manna völdum Viðgerðum á landshring Mílu er nú lokið en henni lauk klukkan 20:26 í kvöld. Aðili á svæðinu er sagður hafa grafið strenginn í sundur en landshringurinn slitnaði á milli Holts og Hafnar í Hornafirði. 29.10.2022 20:50
Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. 29.10.2022 20:27
Tilkynnir á morgun hvort hann taki slaginn Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra mun tilkynna á morgun hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu. 29.10.2022 18:56
Hafnarverkamenn íhuga að segja sig úr Eflingu Hafnarverkamenn funduðu fyrr í dag á Þjóðminjasafninu og ræddu mögulega úrsögn sína úr stéttarfélagi Eflingar. Hópurinn er sagður ósáttur við samskipti sín við stjórnarmeðlimi stéttarfélagsins og hvernig staðið hafi verið að því að skipa fulltrúa á þing ASÍ. 29.10.2022 18:33
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. Við fjöllum um landsfundinn og ræðum við nýkjörna stjórnarmeðlimi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 29.10.2022 18:16
Umhverfissinnar uggandi yfir áhrifum Shein Fatasmásölurisinn Shein hefur rutt sér rúms á íslenskum markaði. Föt fyrirtækisins hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Ungir umhverfissinnar hafa áhyggjur af stöðunni og markaðstorg fyrir notaðar flíkur hefur tekið vörur fyrirtækisins úr umferð. 29.10.2022 17:35
„Við fórum ekki í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu“ Í fyrstu stefnuræðu sinni sem nýr formaður Samfylkingarinnar segir Kristrún Frostadóttir að nú sé genginn í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. Breytingar innan flokksins hefjist strax í dag með nýrri forystu flokksins. 29.10.2022 16:22
Landshringur Mílu er slitinn Slit hefur orðið á landshring Mílu á Suðausturlandi, milli Holts og Hafnar í Hornafirði. 29.10.2022 16:03
Fyrsta stefnuræða Kristrúnar Kristrún Frostadóttir tók við embætti formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær. Í dag flytur hún sína fyrstu stefnuræðu sem formaður. Hlýða má á ræðuna í beinni útsendingu hér á Vísi. 29.10.2022 15:46
Guðni Ágústsson telur í hjá Stuðmönnum á Selfossi í kvöld Þrátt fyrir að nýi miðbærinn á Selfossi hafi verið opinn í rúmlega eitt ár er ekki komin starfsemi í öll þrettán húsin á svæðinu. Það er þó að gerast smátt og smátt en í kvöld opnar þar skemmtistaður, sem hefur fengið nafnið Sviðið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra spilar þar stórt hlutverk. 29.10.2022 13:05
Bein útsending: Ræða Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mun flytja ræðu sína á flokksráðsfundi Miðflokksins klukkan 13:10. Hægt verður að fylgjast með ræðunni í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. 29.10.2022 12:41
„Það er sóknarkraftur í jafnaðarmönnum, meðan höfuðandstæðingurinn logar stafna á milli“ Nýr formaður Samfylkingarinnar ætlar að endurreisa velferðakerfið. Varaformaðurinn segir á dagskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu, kanna þurfi þjóðarvilja. Algjör endurnýjun er á forystu Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram á Grand hótel í dag. 29.10.2022 12:13
Guðmundur Ari felldi Kjartan Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða. 29.10.2022 12:02
Hádegisfréttir Bylgjunnar Nýr formaður Samfylkingarinnar ætlar að endurreisa velferðakerfið. Varaformaðurinn segir á dagskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu, kanna þurfi þjóðarvilja. Algjör endurnýjun er á forystu Samfylkingarinnar. Fjallað verður um landsfund Samfylkingarinnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. 29.10.2022 11:51
Jón Grétar nýr gjaldkeri Samfylkingarinnar Jón Grétar Þórsson hefur verið kjörinn gjaldkeri Samfylkingarinnar. Hann var kjörinn á landsfundi Samfylkingarinnar í morgun og hlaut hann 49.64 prósent greiddra atkvæða. 29.10.2022 11:23
Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautgripa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29.10.2022 11:13
Arna Lára vann ritaraslaginn Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar eftir að hafa fellt sitjandi ritara á landsfundi í morgun. 29.10.2022 10:12
Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Flugsveit frá Kanada hefur tekið þátt í eftirliti með hafsvæðinu við Ísland að undanförnu. Það er til viðbótar við flugsveitir Bandaríkjamanna sem hafa vaktað norðanvert Atlantshaf frá Íslandi. 29.10.2022 08:06
Sofnaði á klósettinu og vaknaði á tómum veitingastað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um að þjófavarnarkerfi veitingastaðar í miðbænum hefði farið í gang. Þar var þó á ferðinni maður sem var í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum fyrr um kvöldið og hafði sofnað ölvunarsvefni á klósettinu. 29.10.2022 07:33
Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28.10.2022 22:14
„Við ætlum að breyta samfélaginu“ Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld þegar Kristrún Frostadóttir var lýst nýr formaður Samfylkingarinnar. Hún var ein í framboði en rúmlega 94 prósent fundarmanna greiddu henni atkvæði. 28.10.2022 21:16
Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28.10.2022 20:48
Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. 28.10.2022 20:08
Drengurinn fannst sofandi í strætó Allt tiltækt lið björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld í leit að sjö ára dreng í Hafnarfirði. Allt fór vel að lokum þegar drengurinn fannst sofandi um borð í strætó. 28.10.2022 19:48
Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28.10.2022 19:28
Líður ekki ósvipað og þegar hann kláraði menntaskóla Logi Einarsson hélt sína síðustu ræðu sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í dag. Hann sagði að honum liði ekki ósvipað á þeim tímamótum og þegar hann útskrifaðist úr menntaskóla á sínum tíma. Árin sem formaður hafi heilt yfir verið ánægjulega þótt að hann hefði örugglega fengið slaka einkunn í stöku áfanga og stundum verið kallaður inn á beinið. 28.10.2022 19:04
„Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28.10.2022 18:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Logi Einarsson sagði í kveðjuræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar í dag að jafnaðarstefnan væri svarið við úrlausn risavaxinna vandamála samtímans vegna misskiptingar, sóunar og loftslagsbreytinga. Kristrún Frostadóttir tekur við formannsembætti flokksins í kvöld og við ræðum við hana í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 28.10.2022 17:58
Bein útsending: Síðasta formannsræða Loga Logi Einarsson, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, mun flytja sína síðustu ræðu sem formaður flokksins á landsfundi Samfylkingarinnar sem hófst í dag. 28.10.2022 17:01
Ólöglegar minkagildrur vekja óhug hjá kattaeigendum Borið hefur á því að ólöglegar minkagildrur séu settar við smábátahöfnina í Reykjavík. Gildrurnar geta reynst hættulegar og segja íbúar á svæðinu heimilisketti hafa komist í gildrurnar og drepist í kjölfarið. 28.10.2022 14:22
Aron og Embla vinsælustu mannanöfnin í fyrra Nafnið Aron var vinsælasta eiginnafnið á meðal nýfæddra drengja á Íslandi í fyrra, annað árið í röð Embla var vinsælasta stúlkunafnið. 28.10.2022 14:21