Fleiri fréttir

Ó­venju­mikill fjöldi í friðar­göngu

Friðargangan var gengin í Reykjavík, Ísafirði og á Akureyri í kvöld eftir tveggja ára hlé. Skipuleggjandi fagnar því að gengið hafi verið að nýju.

Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu

Það vakti talsverða athygli þegar að Hagstofan tilkynnti á heimasíðu sinni í vikunni að stofnunin yrði lokuð í fjóra daga nú um hátíðirnar.

Tveir fengu 131 milljón í jóla­gjöf

Tveir heppnir miðahafar hlutu 131 milljón hvor í Eurojackpot útdrætti kvöldsins. Annar miðanna var keyptur í Póllandi en hinn í Frakklandi.

Allt var hreint og fagurt og sálin líka á jólunum

„Jólin voru óskaplega einföld, sálmar voru sungnir, allt var hreint og fagurt og sálin líka“, segir elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir, sem fagnaði 105 ára afmælinu sínu í gær, 22. desember.

Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda

Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 

Skoða gjald­töku á öllum bíla­stæðum HÍ

Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. Héraðsdómur hefur dæmt fjölskyldumann í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, vændiskaup, hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík.

„Við erum bara að tala um eina Erlu Bolladóttur og hún kom okkur í fangelsi“

Magnús Leópoldsson, sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaður um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana, segist í áfalli yfir þeim tíðindum að forsætisráðherra hafi ákveðið að greiða Erlu Bolladóttur 32 milljónir króna í miskabætur. Erla sat í gæsluvarðhaldi í 232 daga við rannsókn sama máls.

Gul við­vörun vegna snjó­komu á að­fanga­dag

Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins.

Bíla­stæða­sjóður stelur jólunum frá fötluðum manni

Vilberg Guðnason segir Bílastæðasjóð hafa stolið frá sér jólunum, pakkinn til eiginkonunnar verði því miður tómur þessi jólin. „Þökk sé“ sekt sem nemur 45 þúsund krónum, sekt sem stenst enga skoðun að sögn Vilbergs.

Samkomulag um viðbótarfjármagn frábært fyrsta skref

Samningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérstaka viðbótarfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk - og skilar sveitarfélögum fimm milljörðum á næsta ári - er frábært fyrsta skref að mati formanns borgarráðs en meira þurfi þó að koma til. Í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna sama málaflokks á yfirstandandi ári.

Fjöl­skyldu­maður hélt vændis­konu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykja­vík

Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur.

Skipaður lög­reglu­stjóri á Vest­fjörðum

Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jensson, aðstoðarsaksóknara og staðgengill lögreglustjórans á Austurlandi, í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2023.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um húsnæðismarkaðinn, jöfnunarsjóð fatlaðra og fasta liði á Þorláksmessu eins og skötuát og friðargönguna.

Héraðsdómur segir Brúneggjabræður geta sjálfum sér um kennt

Þegar endurrit Kastljósþáttarins frá 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. er borið saman við þau gögn sem fyrir lágu frá Matvælastofnun, er ekki annað að sjá en að þar sé rétt farið með allar upplýsingar og staðreyndir.

Ekki sýnt fram á að rekja megi bana­slysið til jarð­hræringa

GT verktakar eiga rétt á því að fá þriðjung þeirrar jarðýtu sem féll ofan í malarnámu í Þrengslunum árið 2020 bættan. Stjórnandi jarðýtunnar lést í slysinu. Hann er talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við stjórn jarðýtunnar. Ekki þykir sannað að stór jarðskjálfti, nokkrum dögum fyrir slysið, hafi átt þátt í því.

Ó­fögur reynslu­saga af sam­skiptum við leigufélagið Ölmu

Katrín María Blöndal hefur hörmungasögu að segja af samskiptum sínum við leigufélagið Ölmu sem hefur verið mjög í deiglunni að undanförnu vegna hækkunar á leigu og hörku í samskiptum við leigjendur sína. Katrín María telur einsýnt að þar á bæ sé hugsað um eitt og aðeins eitt; að græða á þeim sem minna mega sín.

Sakaði ná­grannana um að hafa klippt runnana of mikið og eyði­lagt þá

Kærunefnd húsamála metur það sem svo að hafna beri kröfum eiganda íbúðar í fjölbýlishúsi að aðrir eigendur í húsinu skuli greiða kostnað við að fjarlægja runna og gljámispil í sameiginlegum garði. Sá sakar nágrannana um að hafa klippt þá of mikið á garðvinnudegi í maímánuði þannig að þeir skemmdust.

Stefán nýr dómari við endur­upp­töku­dóm

Stefán Geir Þórisson hefur verið skipaður í embætti dómara við endurupptökudóm frá og með 1. febrúar næstkomandi. Stefán hefur frá ársbyrjun 2021 verið varadómari við dóminn. 

Búið að moka úr skýlinu við Kefla­víkur­flug­völl

Búið er að ryðja skýli við Keflavíkurflugvöll sem farþegar nota til að ganga í átt að flugstöðinni frá langtímabílastæðum flugvallarins. Unnið er að því að klára að ryðja önnur svæði sem eru mikilvæg fyrir aðkomu og þjónustu á vellinum. 

Reyndu allt til að halda veginum opnum við for­dæma­lausar að­stæður

Vegamálastjóri telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar þegar óveðrið gekk yfir í vikunni en mögulega hefði verið hægt að opna fyrr. Vegagerðin skoðar nú hvort og þá hvað hefði mátt fara betur en um hafi verið að ræða fordæmalausar aðstæður. 

Miður sín yfir minkafaraldri

Mikið minkafár hefur verið í Mosfellsbæ á síðustu vikum en íbúar eru uggandi yfir fjölda minka í bænum sem hafa valdið talsverðum usla. Minkarnir hafa drepið hænur og dúfur og minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segist miður sín.

Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu.

Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu

Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erla Bolladóttir segist loksins vera frjáls eftir að hafa í dag fengið afsökunarbeiðni og bætur frá stjórnvöldum. Viðurkenningin á ranglætinu sé henni þó mikilvægust.

Lopa­skortur á Ís­landi: „Ekkert lúxus­vanda­mál“

Handóðir prjónarar og annað hannyrðafólk hefur líklega ekki farið varhuga af lopaskorti sem ríkir á landinu. Framkvæmdastjóri Ístex segir að fyrirtækið anni hreinlega ekki eftirspurn. Það sé hinsvegar ekki lúxusvandi heldur raunverulegt vandamál.

Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði

Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir.

Best sé að sleppa alveg flugeldunum

Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Nafn mannsins sem leitað var í Þykkva­bæjar­fjöru

Leit að Renars Mezgalis hefur verið hætt. Hans hefur verið saknað frá 15. desember síðastliðnum. Bifreið hans fannst í flæðarmálinu í Þykkvabæjarfjöru daginn eftir og talið er að hann hafi lent í sjónum þar og sé látinn.

Mikilvægt að farþegar leiti réttar síns

Raskanirnar á flugferðum í vikunni höfðu áhrif á tugi þúsunda farþega og er enn verið að vinna í því að koma hlutunum í eðlilegt horf. Samgöngustofa og Neytendasamtökin hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá farþegum vegna bóta. Farþegar eigi alltaf rétt á ákveðinni þjónustu og jafnvel skaðabótum, þó það sé meira álitsefni. 

Sjá næstu 50 fréttir