Fleiri fréttir

Laus brunn­dæla til bjargar þegar far­þega­skip sigldi á hval

Talið er líklegast að farþegaskipið Sif sem ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures gerir út hafi siglt á hval á leið sinni frá Ísafirði til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Höggið leiddi til talsverðs leka í vélarrúminu. Laus brunndæla í skipinu kom í veg fyrir að það sykki.

Flug­stjórinn í rétti í máli Margrétar

Icelandair var heimilt að neita Margréti Friðriksdóttur um greiðslu staðlaðra skaðabóta eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í september á síðasta ári. Þetta er niðurstaða Samgöngustofu sem telur að ekki sé tilefni til að draga í efa ákvörðun flugstjórans um að neita Margréti um far í því skyni að tryggja öryggi flugvélarinnar.

Rann­sóknar­nefnd segir or­sök skort á við­haldi

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins sem varð á strandveiðibátnum Gosa KE 102 hafi verið skortur á viðhaldi. Nefndin gerir einnig athugasemd við skoðun bátsins.

Telur sig föður barnsins þótt rannsóknir sýni fram á allt annað

Karlmaður sem sætt hefur nálgunarbanni vegna ágengni við konu sem hann telur barnsmóður sína höfðaði faðernismál á hendur konunni. Héraðsdómur og Landsréttur telja friðhelgi einkalífs fjölskyldunnar vega þyngra en réttur karlmannsins auk þess sem málið sé vanreifað af hálfu mannsins.

Ó­þolandi á­stand vegna loft­mengunar

Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum.

Mót­taka flótta­manna sé ekki skamm­tíma­verk­efni

Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði.

Tæplega 90 prósent uppruna íslenskrar orku seld úr landi

Þótt nánast öll orka sem framleidd er á Íslandi teljist græn endurnýjanleg orka er hún það ekki á pappírunum. Aðeins 13 prósent raforku eru rakin til endurnýjanlegra orkugjafa en 63 prósent til kola og olíu og 24 prósent til kjarnorku. Íslensk fyrirtæki og heimili þurfa nú að greiða sérstaklega fyrir að geta sagt að raforkan sem þau nota sé græn orka.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra sem stefnir að því að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar.

„Það skortir alla skyn­semi í þetta“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu.

Staða Eflingar „af­skap­lega erfið“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“

Vefnaður kenndur á Hallormsstað

Vefnaður er eitt af því, sem nemendur Hallormsstaðaskóla á Hallormsstað læra til að koma í veg fyrir að þetta gamla handverk glatist ekki. Skólameistarinn segir nauðsynlegt að viðhalda þessum gamla menningararfi, sem vefnaður er.

Atvinnuleysi í desember 3,4 prósent

Skráð atvinnuleysi í desember var 3,4 prósent en var 3,3 prósent í nóvember. 6.448 voru atvinnulausir í desember að meðaltali; 3.616 karlar og 2.832 konur. 

Orð Svanhildar sýni skilningsleysi og sendi erfið skilaboð

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir orð framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs endurspegla það gildismat samfélagsins að störf kvenna megi verðleggja hvernig sem er. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafnar því að hennar flokkur sé í aðför gegn stéttinni og telur að einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins geti bætt kjör starfsfólks. 

Vill meira gagn­sæi

Stjórnarandstaðan kallar eftir meira gagnsæi þegar sala á ríkiseignum er til rannsóknar. Fjármálaeftirlitið telur lög hafa verið brotin við söluna á Íslandsbanka samkvæmt tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær. 

Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi.

Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur

Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag.

Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust

Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag.

Á annað kíló af kókaíni falin í höfuðpúða og úlpu

Svissneskur karlmaður á miðjum þrítugsaldri sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var gripinn með á annað kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli en efnin voru falin með sérstökum hætti.

Reykja­nes­bær tekur á móti 350 flótta­mönnum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum.

Ólafur Hrafn Ásgeirsson er látinn

Ólafur Hrafn Ásgeirsson, kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, lést 2. janúar síðastliðinn á líknardeild Landspítala. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar. Útförin fer fram í kyrrþey.

Tilboð Eflingar óaðgengilegt

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar.

Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug

Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 

Frekar til­kynning en sátta­með­ferð

Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð.

„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“

Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti.

Rúta rann út af vegi á Hellis­heiði

Rúta fyrirtækisins Bus4U rann út af veginum á Hellisheiði nú í morgun. Tuttugu manns eru í rútunni en engin slys urðu á fólki eða farartækjum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verðum við með puttann á púlsinum í Karphúsinu og greinum frá niðurstöðum fundar Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins en svo gæti farið að boðað verði til verkfalls að loknum þeim fundi. 

Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu

Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf.

Vefnaður kenndur á Hallormsstað

Vefnaður er eitt af því, sem nemendur Hússtjórnarskólans á Hallormsstað læra til að koma í veg fyrir að þetta gamla handverk glatist ekki. Skólameistarinn segir nauðsynlegt að viðhalda þessum gamla menningararfi, sem vefnaður er.

Sjá næstu 50 fréttir