Fleiri fréttir

Líkir Trump við bæði Hitler og Mussolini

"Harðskeyttur málflutningur á borð við þennan hefur leitt til hrikalegra atburða í mannkynssögunni. Þannig komst Mussolini til valda, þannig komst Hitler til valda,“ sagði forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, um málflutning Donalds Trump í viðtali við mexíkóska dagblaðið Excelsior í gær.

Samkomulagið við Tyrkland gagnrýnt

Væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins og Tyrklands sagt geta stangast á við alþjóðalög og reglur ESB. Hugmyndin er að í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann, sem sendur er til baka til Tyrklands, taki ESB við einum sýrlenskum flótta

Vill ekki tryggja Trump eða Cruz sigurinn

Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, segist ekki geta hugsað sér að framboð sitt yrði til þess að koma Donald Trump eða Ted Cruz í forsetaembætti Bandaríkjanna.

Hvarf MH370 enn ráðgáta

Tvö ár eru liðin frá hvarfi vélarinnar og rannsakendur eru engu nær um hvað kom fyrir.

Yfirvöld í Kína fjarlægja tímaritsgrein um málfrelsi

Yfirvöld í Kína ritskoðuðu á dögunum grein tímarits þar í landi um málfrelsi. Þetta kemur í kjölfar ummæla Xi Jinping, forseta landsins, um það að fjölmiðlar ættu að sýna tryggð við Kommúnistaflokkinn.

Kynjamisrétti í kennslubókum

Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bendir á misrétti í kennslubókum sem notast er við í þróunarlöndum.

Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir

Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands.

Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn

Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands.

Aukin harka í kappræðum demókrata

Þrátt fyrir að aukna hörku komust þær ekki með tærnar þar sem kappræður repúblikana í síðustu viku höfðu hælana, en þar fann Donald Trump sig knúinn til að svara ásökunum Marco Rubio um að hann væri með lítinn getnaðarlim. "Ég ábyrgist það að það er ekkert vandamál, ábyrgist það,“ hrópaði Trump.

Bloomberg býður sig ekki fram til forseta

Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, segist ekki geta tekið þá áhættu að framboð sitt gæti leitt til kjörs Donalds Trump eða Ted Cruz.

Erin Andrews dæmdar 55 milljónir Bandaríkjadala í bætur

Nashville Marriott og eltihrellirinn Michael David Barrett þurfa að greiða bandarísku íþróttafréttakonunni Erin Andrews skaðabætur vegna nektarmynda sem Barrett tók af Andrews á hótelinu árið 2008 og dreifði á netið.

Réðust á herstöð í Túnis

Túniski herinn felldi minnst þrettán vígamenn í árásinni, en mikil ólga er á landamærum Líbýu og Túnis.

Hóta aftur kjarnorkuárásum

Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum.

Nancy Reagan látin

Nancy Reagan, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, lést á heimili sínu í Los Angeles í morgun, 94 ára að aldri.

Sjá næstu 50 fréttir