Fleiri fréttir

Stúlku nauðgað tvisvar sama kvöld

Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Bretlandi að tveimur mönnum sem í sitt hvoru lagi nauðguðu fimmtán ára gamalli stúlku á sama kvöldinu í Birmingham á Englandi.

Narendra Modi talinn ýmist hetja eða skúrkur

Forsætisráðherra Indlands er umdeildur á alþjóðavísu. Lofaður fyrir baráttu sína gegn spillingu en lastaður fyrir að hafa leyft ofbeldi gegn múslimum að grassera á Indlandi.

Charlie Gard er látinn

Hið ellefu mánaða gamla barn lést þegar hann var tekinn úr öndunarvél eftir langvarandi lagabaráttu.

Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi

Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er.

Einn látinn í árás í matvöruverslun í Hamborg

Einn maður er sagður látinn og nokkrir aðrir sárir eftir að árásarmaður réðist á fólkið í matvöruverslun í þýsku borginni Hamborg. Dagblaðið Bild segir að hann hafi ráðist að viðskiptavinum verslunarinnar með hnífi að handahófi.

Rússar svara refsiagerðum Bandaríkjamanna í sömu mynt

Utanríkisráðuneyti Rússlands skipaði bandarískum stjórnvöldum að fækka í starfsliði í sendiráðum og tilkynnti um að hald yrði lagt á fasteignir sendiskrifstofanna. Aðgerðirnar eru svar gegn refsiaðgerðum Bandaríkjamanna.

Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef

Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára.

Vill að bandalagsríki einbeiti sér að ISIS

Bandaríkin, sem eru í forsvari fyrir hernaðarbandalagi hliðhollu uppreisnarmönnum í Sýrlandi, vilja að bandalagsríki einbeiti sér alfarið að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki.

Palestínumenn sungu og dönsuðu af gleði í Jerúsalem

Palestínumenn flykktust aftur á Musterishæðina í Jerúsalem, sem múslimar kalla reyndar Haram al-Sharif, til þess að leggjast á bæn. Yfirvöld í Ísrael ákváðu að taka niður öryggishlið og öryggismyndavélar sem hafði verið komið þar upp til að fylgjast með Palestínumönnum í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru skotnir til bana á svæðinu.

Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum

Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum.

Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra

Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu.

Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum

Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins.

Uppstokkun í sænsku ríkisstjórninni

Tveir ráðherrar sem eru taldir bera ábyrgð á gagnaöryggishneyksli hverfa úr sænsku ríkisstjórninni og sá þriðji hættir af heilsufarsástæðum. Stefan Löfven, forsætisráðherra, segist aftur á móti ekki ætla að steypa Svíþjóð í stjórnarkreppu með að leyfa stjórninni að falla.

Tilkynnt um tvær skotárásir í Ósló

Fyrri árásin átti sér stað korter yfir átta í morgun að staðartíma í Majorstuen-hverfi í Ósló. Tilkynnt var um þá seinni um klukkutíma síðar í Etterstad-hverfi. Einn hefur verið fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús.

Sjá næstu 50 fréttir