Fleiri fréttir

Stórveldin tvö í hættu á að skipta ekki lengur máli

Fyrir ekki svo mörgum árum hefði leikur á milli Arsenal og Manchester United í einni af síðustu umferðum Úrvalsdeildarinnar verið úrslitaleikur um titilinn. Þessi lið, sem hafa háð svo magnaðar baráttur sín á milli, áttust við í gær.

Ingvar hélt hreinu í sigri Sandefjord

Það gekk á ýmsu hjá Íslendingum í Noregi og Danmörku. Ingvar Jónsson og félagar í Sandefjord fóru heim með 3 stig eftir sigur á Viking Stavanger, Tromsö, lið Arons Sigurðarsonar, gerði jafntefli og Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby steinláu.

Þór/KA með fullt hús stiga eftir sigur á Fylki

Þór/KA gerði góða ferð til höfuðborgarinnar þegar liðið heimsótti Fylkisstúlkur á Flórídanavöllinn í Árbænum. Þór/KA vann sinn þriðja leik röð en lokatölur urðu 4-1, norðanstúlkum í vil.

Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Svíþjóð

Elías Már Ómarsson var eini Íslendingurinn sem var í sigurliði í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ögumndur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason máttu sætta sig við tap. Hjörtur Logi kom ekki við sögu.

Wolfsburg með níu fingur á bikarnum

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Wolfsburg sem vann Turbine Potsdam 3-1 á útivelli. Wolfsburg þarf einn sigur úr þremur leikjum til að tryggja sér titilinn.

Björn Daníel Sverrisson skoraði sigurmark AGF

AGF, lið þeirra Theodórs Elmars Bjarnasonar og Björns Daníels Sverrissonar, er á leið í umspil um að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir 1-0 sigur á Viborg í dag. Björn Daníel skoraði sigurmarkið.

Mæta Tékkum og Finnum

Fyrr í dag var dregið í undankeppni heimsmeistaramóts karla í körfubolta en lokamótið fer fram í Kína árið 2019.

Fullt hús í Færeyjum

Mjölnismenn fóru í frægðarför til Færeyja þar sem þeir unnu alla sína bardaga í gærkvöldi.

Þórsarar styrkja sig fyrir næsta vetur

Þór frá Þorlákshöfn hefur gengið frá samkomulagi við Bandaríkjamanninn Jesse Pellot-Rosa. Pellot-Rosa er bakvörður sem lék með Keflavík um tíma árið 2009.

Ajax einu stigi á eftir Feyenoord - Albert í hóp

Feyenoord hefði geta tryggt sér hollenska meistaratitilinn í dag með sigri á Excelsior en síðarnefnda liðið fór með 3-0 sigur af hólmi. Albert Guðmundsson var í leikmannahópi PSV.

Liverpool varð að sætta sig við jafntefli

Liverpool og Southampton skildu jöfn 0-0 á Anfield. Liverpool missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér í vænlega stöðu hvað sæti í Meistaradeild Evrópu varðar.

Brandon Marshall hyggst hætta eftir tvö ár

Brandon Marshall, útherfji New York Giants í NFL, hefur gefið það út að hann hyggist leggja skóna á hilluna eftir tvö ár. Hann ætlar að einbeita sér að því að vekja athygli á andlegum veikindum.

Blackburn féll með lakari markatölu en Nottingham Forest

Botnbaráttan var í algleymingi í ensku Championship deildinni í fótbolta í dag. Blackburn, Nottingham Forest og Birmingham voru öll í fallhættu fyrir lokaumferðina og þrátt fyrir sigur féll Blackburn með lakari markatölu en Nottingham Forest.

Cleveland með magnaðan árangur síðan James kom tilbaka

Með sigri í kvöld mun Cleveland Cavaliers sópa Toronto Raptors út úr úrslitakeppni Austurdeildar NBA og bóka sæti sitt í úrslitum. Cleveland hefur unnið 31 leik í úrslitakeppni NBA og aðeins tapað 4 síðan James kom aftur til Cleveland

Golden State einum sigri frá úrslitum Vesturdeildar

Golden State Warriors er einum leik frá því að komast í úrslit Vesturdeildar NBA eftir 102-91 sigur á Utah Jazz. Kevin Durant skoraði 38 stig og tók 13 fráköst. Warriors leiðir seríuna 3-0.

Lærisveinar Patreks töpuðu fyrir Spánverjum

Spánn er með fullt hús stiga á toppi þriðja riðils í undankeppni EM í handbolta eftir sigur á Patreki Jóhannessyni og lærisveinum hans í Austurríki á heimavelli, 35-24.

Barcelona enn í efsta sæti eftir öruggan sigur

Barcelona átti ekki í teljandi erfiðleikum með Villarreal en liðin mættust á heimavelli Barcelona í dag. Lokatölur urðu 4-1, heimamönnum í vil, sem halda því toppsætinu enn um stund a.m.k.

Helgi með heimsmet í spjótkasti

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson setti heimsmet með kast upp 59,77 m spjótkasti á frjálsíþróttamóti í Rieti á Ítalíu í dag.

Dyche ánægður með stigin fjörutíu

Burnley rauf 40 stiga múrinn með jafntefli við WBA í leik liðanna í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu sjö mínúturnar í liði Burnley, sem lenti 2-1 undir í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir