Fleiri fréttir

Stefnan er sett á að fara út

Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði markið sem tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn í annað sinn. Hún hefur tekið stórt stökk fram á við og er orðin fastamaður í íslenska landsliðinu. Stefnan er sett á atvinnumennsku.

ÍBV vann sannfærandi sigur á Fjölni í fyrsta leik

Eyjakonur byrjuðu tímabilið í Olís-deildinni af krafti með ellefu marka sigri gegn Fjölni í Dalhúsum í dag en eftir að hafa leitt með sjö mörkum í hálfleik fögnuðu gestirnir úr Vestmannaeyjum ellefu marka sigri 28-17.

Rúnar skoraði sigurmark Grasshoppers

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði sigurmark Grasshoppers í 3-2 sigri gegn Sion á heimavelli í svissnesku deildinni í dag en þetta var annað mark hans á tímabilinu.

Hið erfiða annað ár hjá Jóhanni Berg og félögum

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mætir aftur til leiks með Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Meiðsli gerðu honum erfitt fyrir í fyrra en hann hefur byrjað tímabilið í ár af krafti.

Mourinho gekk út úr viðtali hjá BBC

Portúgalski knattspyrnustjóri Manchester United gekk úr viðtali hjá BBC er hann var spurður út í ósætti á milli hans og Mark Hughes á meðan leik Manchester United og Stoke stóð yfir.

Amanda Nunes varði titilinn í jöfnum bardaga

Amanda Nunes tókst að verja bantamvigtartitil sinn er hún sigraði Valentinu Shevchenko á UFC 215 í nótt. Bardaginn var jafn en tíðindalítill og var Shevchenko afar ósátt við niðurstöðu dómaranna.

Nær Amanda Nunes að fylgja á eftir sigrinum á Rondu?

UFC 215 fer fram í nótt í Edmonton, Kanada, þar sem þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega áttu þeir Demetrious Johnson og Ray Borg að mætast í aðalbardaga kvöldsins en sá síðarnefndi er veikur og getur ekki barist.

Þrenna hjá Messi gegn nágrönnunum

Barcelona vann öruggan 5-0 sigur á Espanyol í lokaleik dagsins í spænska boltanum en Lionel Messi skoraði þrjú af fimm mörkum Börsunga í leiknum sem eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Ólafía Þórunn ein í fjórða sæti í Indianapolis

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða.

Sjá næstu 50 fréttir