Fleiri fréttir

Norðurlandabarátta fyrir lokahringinn á Opna breska

Hin sænska Anna Nordqvist lék besta hring mótsins á Opna breska meistaramótinu í golfi á Carnoustie-vellinum í Skotlandi í gær. Hún deilir forystunni með hinni dönsku Nönnu Koertz Madsen á afar jöfnu móti. Lokahringurinn fer fram í dag.

Kane ferðaðist með Tottenham og gæti spilað á morgun

Enski landsliðsfyrirliðinn og framherji Tottenham, Harry Kane, ferðaðist með liðinu til Wolverhampton í dag þar sem að liðið mætir Wolves á morgun. Kane hefur misst af báðum leikjum Tottenham á tímabilinu hingað til.

Haukar sigruðu Ragnarsmótið á Selfossi

Leikið var til úrslita á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi í dag, en spilað var um fyrsta, þriðja og fimmta sætið. Ríkjandi deildarmeistarar Hauka höfðu betur gegn Fram í úrslitaliknum, 27-20.

Bordeaux hafði betur í Íslendingaslag í Meistaradeildinni

Bordeaux og Kristianstad mættust í forkeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu ú kvöld. Svava Guðmundsdóttir var á varamannabekk Bordeaux sem hafði betur, 3-1, gegn Sif Atladóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem voru í byrjunarliði Kristianstad.

Tveir sigrar í fyrstu tveim hjá Brighton

Brighton hafði betur þegar að liðið tók á móti nýliðum Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-0, en Brighton hefur nú unnið báða leiki sína á tímabilinu.

Aron Elís og félagar komu til baka og sóttu stig

Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB sem tók á móti Brøndby í dönsku deildinni í knattspyrnu. Lokatölur 2-2, en Aron Elís og félagar voru 2-0 undir þegar flautað var til hálfleiks.

„Fannst ég oft geta gert betur“

Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag.

Áfram skorar Ings - Jafnt hjá Benítez og Bielsa

Aston Villa komst á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er liðið lagði Newcastle United að velli. Jafntefli var í hinum tveimur leikjum sem fram fóru um miðjan dag.

Tap hjá Jökli - Jón Daði enn frá

Jökull Andrésson og félagar hans í Morecambe þurftu að þola 2-1 tap fyrir Gillingham í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Í B-deildinni tapaði Millwall án Jóns Daða Böðvarssonar.

Grealish komst á blað í stórsigri City

Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á sigurbraut eftir 5-0 heimasigur á nýliðum Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jack Grealish skoraði sitt fyrsta mark fyrir City eftir skiptin frá Aston Villa í sumar.

Freiburg lagði Dortmund - Jafnt hjá Augsburg

Dortmund laut lægra haldi gegn Freiburg, 2-1, í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Augsburg gerði jafntefli við Frankfurt í fjarveru Alfreðs Finnbogasonar.

Fyrsti sigurinn í tæpa þrjá mánuði

Hallbera Gísladóttir og liðsfélagar hennar í AIK unnu 1-0 sigur á Djurgården í Stokkhólmsslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var AIK langþráður.

Klopp ósáttur: „Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað“

„Þetta er bara of hættulegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um leikstíl Burnley eftir 2-0 sigur liðs hans á þeim síðarnefndu í dag. Klopp var ósáttur við hversu mikið Mike Dean, dómari leiksins, leyfði Burnley að komast upp með.

Gæsaveiðin hófst í gær

Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og það var eins og venjulega á fyrsta degi ansi fjölmennt á vinsælum veiðislóðum

Strembin byrjun Schalke heldur áfram

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke þurftu að þola 4-1 tap fyrir Jahn Regensburg í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Segir Green Bay vera að neyða Rodgers til að vera áfram

Stephen A. Smith, álitsgjafi á ESPN, segir að leikstjórnandinn Aaron Rodgers hjá Green Bay Packers í bandarísku NFL-deildinni sé haldið hjá félaginu gegn hans eigin vilja. Rodgers komst að samkomulagi við félagið í sumar um að stytta samning sinn um eitt ár og rennur hann út eftir komandi tímabil.

Breiðablik fær bandarískan liðsstyrk

Breiðablik hefur samið við bandaríska bakvörðinn Reili Richardson um að leika með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Richardson á að baki unglingalandsleiki fyrir Bandaríkin.

18 ára drengir eigi að hugsa um að spila fótbolta, ekki peninga

Ronald Koeman, þjálfari Barcelona á Spáni, hefur áhyggjur af stöðu ungstirnisins Ilaix Moriba hjá félaginu. Samningaviðræður milli Börsunga og miðjumannsins unga virðast ganga illa og segir Koeman að Moriba leggi meiri áherslu á peninga en að spila fótbolta.

Klopp býður Fabinho stuðning eftir föðurmissinn

Brasilíumaðurinn Fabinho, miðjumaður Liverpool á Englandi, æfði ekki með liðinu á fimmtudag vegna fráfalls föður hans. Hann verður líklega ekki með liðinu gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikur ÍA og KR fer fram í næstu viku

Frestaður leikur ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta hefur verið dagsettur á miðvikudaginn næsta, 25. ágúst. Leikurinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna kórónuveirusmits í röðum KR-inga.

Messi enn fjarverandi er PSG fagnaði sigri

Paris Saint-Germain er með fullt hús stiga á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 4-2 útisigur á Brest í kvöld. Liðið þurfti að hafa fyrir sigrinum.

Sjá næstu 50 fréttir