Fleiri fréttir

Zeldan er einföld en gjöful fluga

Það er ansi merkilegt viðfangsefni að finna út því við bakkann hvað laxinn er að taka þá stundina og það fá margir valkvíða yfir því að opna fluguboxin.

Líkir Haaland við Jaws úr James Bond

Ógnvænlegur Erling Haaland mun leiða Manchester City til þriðja Englandsmeistaratitilsins í röð. Þetta segir Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports.

Úlfarnir leita til Diego Costa

Spænski sóknarmaðurinn Diego Costa gæti verið að fá óvænt tækifæri til að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Barkley mættur til Nice

Enski miðjumaðurinn Ross Barkley fékk sig lausan undan samningi við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í Englandi og er búinn að finna sér nýtt lið.

„Það væri draumur að rætast“

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar.

„Aldrei leiðinlegt að klobba og skora“

Jakob Snær Árnason sá til þess að KA fór heim til Akureyrar með eitt stig í farteskinu með því að skora jöfnunarmark liðsins gegn Fram á elleftu stundu. KA-menn lentu 2-0 undir en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma.

Umfjöllun og viðtal: Stjarnan-Keflavík 0-2 | Keflvíkingar sterkari í Garðabænum

Keflavík vann flottan 0-2 sigur á Stjörnunni í tuttugustu umferð Bestu deildarinnar í kvöld í leik sem bæði liðin þurftu að vinna. Sigurinn setur mikla pressu á Stjörnuna og KR sem sitja enn sem komið er í efri hluta deildarinnar. Frans Elvarsson og Joey Gibbs skoruðu mörkin fyrir gestina sem voru einfaldlega sterkari aðilinn í kvöld. 

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-KR 4-4 | Markaveisla á Skaganum

Erkifjendurnir ÍA og KR skildu jöfn 4-4 á Akranesvelli í dag. Gestirnir komust í 0-3 stöðu áður en hálftími var liðinn. Heimamenn minnkuðu forystuna niður í eitt mark fyrir hálfleik og jöfnuðu svo í upphafi síðari hálfleiks. Bæði lið áttu eftir að bæta við sitthvoru markinu í hreint mögnuðum leik.

„Ömurleg byrjun sem varð okkur að falli“

Hinn tvítugi sóknarmaður ÍA, Eyþór Wöhler skoraði 2 mörk í annað sinn á móti KR á þessu tímabili. Báðir leikir liðanna hafa verið hádramatískir og alls fjórtán mörk skoruð í þeim.

Umfjöllun og viðtal: Víkingur R.-ÍBV 2-2 | Hall­dór Smári bjargaði stigi fyrir meistarana

Íslandsmeistarar Víkings misstigu sig í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta er þeir fengu ÍBV í heimsókn í dag. Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í blálokin eftir að ÍBV hafði komist 2-0 yfir snemma leiks. Eyjamenn misstu hins vegar markmann sinn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náðu Víkingar að nýta sér það, þó ekki nægilega vel til að tryggja sér þrjú stig. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Um­fjöllun og við­töl: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði víta­­­spyrnu í upp­­bótar­­tíma

Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í þverslána og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma, varði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. 

Arnar Gunnlaugsson: Eyjamenn voru bara kraftmiklir

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki ánægður með leik síns liðs gegn ÍBV í Bestu deildinni í dag en honum var þó létt að hafa náð inn jöfnunarmarki í uppbótartíma.

Erfitt að gagn­rýna menn fyrir að klúðra víta­spyrnu

„Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum.

Logi heppinn að ekki fór verr: Sjáðu rauða spjaldið

Markvörðurinn Jón Kristinn Elíasson fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik í Bestu deild karla er ÍBV heimsótti Íslandsmeistara Víkings. Jón Kristinn hljóp af öllu afli inn í Loga Tómasson sem þurfti að yfirgefa völlinn í kjölfarið.

Lyng­by tapaði í frum­raun Al­freðs

Íslendingalið Lyngby er enn án sigurs í dönsku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Randers í dag. Alfreð Finnbogason spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið en komst ekki á blað.

Fær níuna sem hafði verið hengd upp í rjáfur eftir and­lát föður hans

Jay Stansfield mun klæðast treyju númer 9 hjá Exeter City í vetur en Stansfield kemur til liðsins á láni frá úrvalsdeildarliði Fulham. Það væri ef til ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að faðir hans lék í treyju númer 9 hjá félaginu er hann lést langt fyrir aldur fram.

Sjá næstu 50 fréttir