Fleiri fréttir

Potter áfram ósigraður með Chelsea

Chelsea vann öruggan 3-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag og er því áfram ósigrað frá því að Graham Potter tók við liðinu 8. september síðastliðinn.

Umfjöllun og viðtöl: KA 1-2 Breiðablik | Níu fingur Blika

Breiðablik er komið með níu fingur á Íslandsmeistarabikarnum eftir 1-2 sigur gegn KA í Bestu-deildinni í dag en Blikar þurfa nú aðeins tvö stig í viðbót í síðustu þrem leikjunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

ÍBV vann öruggan sigur á HK

Eyjakonur áttu ekki í vandræðum með HK í Olís-deild kvenna í dag. ÍBV vann 13 marka útisigur, 18-31.

Dzeko tryggði Inter sigur á Sassuolo

Edin Dzeko skoraði bæði mörk Inter í 1-2 útisigri á Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Inter er því aftur komið á sigurbraut tap í síðustu tveimur leikjum.

Wilson: Við þurfum gullskó án Haaland

Callum Wilson, framherji Newcastle United, grínaðist með að enska úrvalsdeildin yrði að innleiða silfurskó vegna þess að aðrir leikmenn deildarinnar eiga ekki möguleika að keppast við Erling Haaland um gullskóinn.

Boxbardaga í Bretlandi aflýst vegna lyfjahneykslis

Conor Benn og Chris Eubank Jr. áttu að mætast í kvöld í boxbardaga sem hefur verið lengi í undirbúningi. Bardaganum hefur þó verið aflýst vegna ólöglegra lyfja sem fundust í blóði Benn.

Martinez um Hazard: Vil ekki sjá þetta aftur

Eden Hazard, leikmaður Real Madrid og belgíska landsliðsins, sást á næturklúbbum í Belgíu tveimur dögum fyrir 0-1 tap liðsins gegn Hollandi í Þjóðadeildinni. Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, vil ekki sjá slíka hegðun frá Hazard endurtekna.

Fær fyrsta landsleikinn 34 árum eftir andlát

Jack Leslie, fyrrum leikmaður Plymouth Argyle, fær sína eigin styttu og sérstaka heiðurshúfu fyrir landsleik sem hann fékk ekki að leika fyrir nærri 100 árum síðan.

Stefna á nýjan golf­völl í Múla­þingi

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur óskað eftir því að byggður verði nýr golfvöllur á Eiðum. Félagið notast við völl við Ekkjufell sem að sögn stjórnarmanns klúbbsins veldur óánægju meðal golfiðkenda á svæðinu. 

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflavík kláraði Tindastól í háspennuleik

Keflavík og Tindastóll mættust í Blue höllinni í kvöld í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik en þetta eru liðin sem flestir spekingar hafa spáð efstu tveimur sætum deildarinnar. Það var gríðarlega vel mætt á þennan fyrsta leik haustsins og áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn. Það var hart tekist á í jöfnum leik en að lokum náðu Keflvíkingar að kreista fram sigurinn í leik sem var jafn og spennandi fram á síðustu sekúndur. Lokatölur 82-80

„Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur“

Það var harla lítill haustbragur yfir leik Keflavíkur og Tindastóls í kvöld og í raun nærtækara að tala um úrslitakeppnisstemmingu, slík var gleðin í Keflavík í kvöld. Fullt hús í Blue höllinni og boðið upp á æsispennandi leik fram á lokasekúndurnar þar sem hvorugt lið gaf þumlung eftir. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, tók undir þessi orð og sagði leikinn hafa einfaldlega verið frábæran.

Þorsteinn Gauti: Frábært að ná að vinna Val

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, vinstri skytta Fram, átti stóran þátt í 37 – 34 sigri þeirra á Val í Úlfarsárdal í kvöld. Hann skoraði 10 mörk og var valinn maður leiksins í leikslok. Eðlilega var hann gríðarlega sáttur í viðtali eftir leik.

Unnur: Svörum vel í seinni hálfleik

Unnur Ómarsdóttir skoraði fjögur mörk þegar KA/Þór gerði 20-20 jafntefli við Makedónsku meistaranna í Gjorche Petrov í fyrri leik liðanna Evrópubikar kvenna í KA-heimilinu í kvöld en liðin mætast öðru sinni í KA-heimilinu annað kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Höttur 98-92 | Haukar höfðu betur í einvígi nýliðanna

Það var himinn og haf milli fyrri og seinni hálfleiks Hauka. Höttur spilaði frábærlega í fyrri hálfleik þar sem hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru fór ofan í og voru gestirnir níu stigum yfir í hálfleik.Haukar keyrðu yfir Hött í þriðja leikhluta. Gestirnir komu til baka í fjórða leikhluta en það dugði ekki til og Haukar fögnuðu sex stiga sigri 98-92. 

Alberti og félögum mistókst að tylla sér á toppinn

Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Cagliari í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigur hefði lyft liðinu í það minnsta tímabundið í efsta sæti deildarinnar.

Alfreð lagði upp í enn einu jafntefli Lyngby

Alfreð Finnbogason lagði upp eina mark Lyngby er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Var þetta fimmta jafntefli liðsins í fyrstu tólf umferðum deildarinnar.

Ágúst Elí bjargaði stigi fyrir Íslendingalið Ribe-Esbjerg

Íslendingalið Ribe-Esbjerg, með þá Elvar Ásgeirsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Arnar Birkir Hálfdánarson innanborðs, gerði 31-31 jafntefli er liðið tók á móti Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Sonur David Beckham æfir hjá ensku félagi

Romeo Beckham æfir þessa dagana með varaliði enska félagsins Brentford en þessi tvítugi strákur er elsti sonur goðsagnarinnar David Beckham og Kryddpíunnar Victoria Beckham.

Sjá næstu 50 fréttir