Fleiri fréttir

KA fær aðalmarkaskorara Þórs

KA-menn hafa sótt sinn fyrsta leikmann eftir að liðið tryggði sér Evrópusæti með árangri sínum í Bestu deild karla í fótbolta á síðustu leiktíð. Þann leikmann sóttu þeir rétt yfir Glerána.

Ægir: Við erum búnir að finna eitthvað mojó

Íslenska körfuboltalandsliðið hefur aldrei verið eins nálægt því að komast á HM og það er í dag. Næsti leikur liðsins, á móti Georgíu í Laugardalshöllinni annað kvöld, ræður miklu um hvort HM-draumurinn lifi góðu lífi eða ekki.

Jones kominn í Dýrlingatölu

Nathan Jones er nýr knattspyrnustjóri Southampton. Hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Dýrlingana.

Kallaði leikmann sinn svikara og rak hann í beinni

José Mourinho sýndi klærnar á blaðamannafundi eftir 1-1 jafntefli Roma við Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Hann kallaði einn Rómverja svikara og sagði honum að finna sér nýtt lið.

Ógnar­sterk fram­lína Frakk­lands á HM

Landsliðshópur Frakklands fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Katar hefur verið tilkynntur. Sóknarlína liðsins er vægast sagt ógnvænleg.

Brig­hton henti Arsenal úr keppni | Man City hafði getur gegn Chelsea

Heill haugur af leikjum í enska deildarbikarnum fór fram í kvöld. Þar ber helst að nefna að Brighton & Hove Albion lagði Arsenal, Nottingham Forest lagði Tottenham Hotspur, Manchester City lagði Chelsea og leikur Liverpool Derby County fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Inter í Meistara­deildar­sæti eftir stór­sigur

Alls fóru fimm leikir fram í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, fram í kvöld. Inter Milan vann 6-1 stórsigur á Bologna á meðan Þórir Jóhann Helgason horfði á liðsfélaga sína í Lecce vinna óvæntan 2-1 sigur á Atalanta og Rómverjarnir hans José Mourinho misstigu sig gegn Sassuolo.

Stór­leikur Gísla Þor­geirs dugði ekki til

Þýskalandsmeistararnir í Magdeburg náðu aðeins jafntefli á heimavelli gegn Rhein Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þá vann Melsungen góðan sex marka sigur á Göppingen á útivelli.

Frakk­land hirti topp­sætið | Spánn í milli­riðil

Frakkland og Holland mættust í leik um fyrsta sæti C-riðils á Evrópumóti kvenna í handbolta í kvöld. Franska liðið fór með sigur af hólmi og fer því með fjögur stig í milliriðla. Spánn lagði Þýskaland í D-riðli og tryggði sér þar með sæti í milliriðli.

Orri Steinn skoraði þegar FCK komst í átta liða úr­slit

FC Kaupmannahöfn komst naumlega í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar eftir sigur gegn Thisted FC í framlengdum leik í kvöld. Orri Steinn Óskarsson skoraði mark FCK í leiknum. Stefán Teitur Þórðarson kom inn af varamannabekknum hjá Silkeborg er liðið tryggði sér einnig sæti í átta liða úrslitum.

Umfjöllun: Grinda­vík - Njarð­vík 79-83 | Ís­lands­meistararnir aftur á sigurbraut

Grindavík tók á móti Njarðvík í HS Orku höllinni í Subway deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindvíkingum loks tekist að tengja saman nokkra sigra í deildinni en Njarðvík bókfærðu sitt fjórða tap í síðasta leik gegn Keflavík, og eflaust staðráðnar í að tapa ekki öðrum Suðurnesjaslagnum í röð. Það kom þó ekki á daginn þar sem gestirnir unnu að lokum fjögurra stiga sigur í hörkuleik.

Svar­tfjalla­land á­fram með fullt hús stiga

Svartfjallaland flaug inn í milliriðil á EM kvenna í handbolta eftir þriggja marka sigur á Póllandi, 26-23. Svartfellingar hafa unnið alla þrjá leiki sína og eru til alls líklegar.

Norr­köping vill kaupa Arnór til baka frá CSKA

Sænska knattspyrnufélagið Norrköping er á fullu þessa dagana að reyna festa kaup á fyrrum leikmanni liðsins, Arnóri Sigurðssyni. Hann lék með liðinu síðari hluta tímabils eftir að hafa fengið undanþágu frá FIFA.

Sigurður fær að óbreyttu ekki krónu frá ÍR

Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson þarf að heyja nýja baráttu ætli hann sér að fá ógreidd laun upp á tæpar tvær milljónir króna frá ÍR, eftir dóm Hæstaréttar í dag.

Goa7er leiddi LAVA til sigurs

Lið Viðstöðu og LAVA mættust í Inferno kortinu í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi.

Bale bannað að spila golf í Katar

Gareth Bale, skærasta stjarna velska fótboltalandsliðsins, dvelur langtímum saman úti á golfvelli. Hann verður hins vegar að finna sér eitthvað annað að gera milli leikja á HM í Katar því honum hefur verið bannað að spila golf.

Corona missir af HM í Katar

Mexíkó verður án öflugs leikmanns á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar. Kantmaðurinn Jesus „Tecatito“ Corona missir af mótinu vegna meiðsla.

Óskar Örn kveður Stjörnuna

Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, hefur yfirgefið Stjörnuna eftir eitt tímabil í herbúðum liðsins.

Ásgeir Örn tekur við Haukum

Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Olís-deild karla til 2025. Hann tekur við liðinu af Rúnari Sigtryggssyni.

Sá þaulsætnasti í sögunni stýrir Íslandi áfram

Eini landsliðsþjálfarinn sem komið hefur Íslandi í lokakeppni stórmóts í körfubolta, Kanadamaðurinn Craig Pedersen, skrifaði í Laugardalshöllinni í dag undir samning þess efnis að hann þjálfi áfram íslenska karlalandsliðið.

„Að vinna þá núna yrði risastórt“

„Það er mjög skemmtileg upplifun að spila um eitthvað svona stórt. Það er mikil spenna og menn verða mjög tilbúnir fyrir þennan leik,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Mikið kemur til með að mæða á honum í leiknum mikilvæga á föstudag við Georgíu, þar sem nánast má segja að sæti á HM í körfubolta sé í húfi.

Sjá næstu 50 fréttir