Fleiri fréttir

Argentína unnið fleiri innbyrðis viðureignir gegn Frökkum

Í dag fer fram úrslitaleikur heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu árið 2022 þar sem Argentína og Frakkland mætast. Þessar risaþjóðir hafa tólf sinnum mæst innbyrðis og þar af þrisvar sinnum á heimsmeistaramótinu.

Chris Paul útskrifaður úr háskóla

Það er þekkt að leikmenn í atvinnumannaíþróttum í Bandaríkjunum hætti í háskóla til þess að komast í atvinnumennsku sem fyrst. Þar eru náttúrlega gull og grænir skógar sem fólk sækist eftir og því er menntunin látin sitja á hakanum. Það er einnig þekkt að leikmenn nái sér í gráðu um miðjan ferilinn og nú er Chris Paul, leikstjórnandi Phoenix Suns, orðinn einn af þeim sem hafa útskrifast úr háskóla

„Sigur vald­hafa og peninga­aflanna á kostnað mikil­vægari þátta“

Í dag ræðst hvort Frakkland eða Argentína verður heimsmeistari í fótbolta. Dregið hefur úr umræðu um ýmis hneyksli tengd heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar eftir því sem liðið hefur á mótið. Fólk hefur gleymt sér í hita leiksins, segir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Verða Argentínumenn enn eitt fórnarlamb Drake bölvunarinnar?

Komið hefur í ljós að kanadíski rapparinn Drake hefur lagt fé undir á það að Argentína verði heimsmeistari á morgun. Mörgum kann að þykja það óáhugaverðar fréttir en þegar rýnt er í þetta nánar þá kemur ýmislegt í ljós um það að þetta séu góðar fréttir fyrir Frakka.

Elvar Már og Þórir Þorbjarnarson í sigurliðum í dag

Elvar Már Friðriksson og Þórir Þorbjarnarson stóðu í ströngu með liðum sínum í evrópska körfuboltanum fyrr í dag. Báðir komu þeir einn af varamannabekknum en lögðu lóð sín á vogarskálarnar við að hjálpa liðum sínum að vinna leikina sína.

Kolbeinn skoraði og Hjörtur byrjaði

Kolbeinn Þórðarson og Hjörtur Hermannsson byrjuðu báðir í sigurleikjum fyrir lið sín í kvöld. Lommel, lið Kolbeins, lagði varalið Standard Liegé og Hjörtur var í hjarta varnarinnar fyrir Pisa í ítölsku B-deildinni.

Southgate áfram fram yfir EM 2024?

Sögusagnir ganga nú um að Gareth Southgate ætli sér að halda áfram með enska landsliðið fram yfir EM sem haldið verður árið 2024. 

Bjarki Már Elíasson með 100% nýtingu í sigri

Bjarki Már Elíasson fór mikinn með liði sínu Telekom Veszprém í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í dag gegn HÉP-Cegléd. Veszprém vann leikinn örugglega og var Bjarki næst markahæstur í liði sínu.

Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburg

Íslendingarnir tveir í Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu mjög flotta frammistöðu í dag þegar Magdeburg lagði Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Leikurinn endaði 31-28 og var Ómar Ingi markahæstur.

Nkunku sagður vera kominn til Chelsea

Sögusagnir um það að Chelsea sé að krækja í franska leikmanninn Christopher Nkunku. Nkunku kemur frá RB Leipzig og mun leika með Chelsea frá og með næsta sumri.

Lærisveinar Gumma Gumm lágu fyrir GOG

Guðmundur Guðmundsson, ásamt Einari Ólafssyni, fóru í heimsókn til GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Þeir þurftu að lúta í gras fyrir topp liðið deildarinnar GOG 39-32 á útivelli.

Króatar fara heim með verðlaun annað mótið í röð

Króatía lagði Marokkó að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin leiddu saman hesta sína í leiknum um bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla í Doha í Katar í dag. Króatar unnu brons á HM 1998 en Afríkulið hefur aldrei unnið verðlaun á heimsmeistaramóti.

Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsarar síðastir inn í átta liða úrslitin

Valur vann ÍBV með minnsta mun 30-31 og tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit bikarsins. Meistararnir voru með leikinn í hendi sér í seinni hálfleik en Eyjamenn gerðu vel í að koma til baka og fengu síðustu sókn leiksins til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Valur fór áfram. 

Aron Pálmarsson í eldlínunni í danska handboltanum í dag

Íslendingaliðin Álaborg, Ribe-Esbjerg og Lemvig Thyboron stóðu í ströngu í dag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Aron Pálmarson lagði heldur betur lóð á vogaskálarnar fyrir sína menn í Álaborg. Aron skoraði sjö mörk og Ribe-Esbjerg og Lemvig-Thyboron áttust við í Íslendingaslag.

Bætti U-18 ára aldursflokkamet 12 ára gömul

Freyja Nótt Andradóttir, frjálsíþróttastelpa úr FH, bætti í dag aldursflokkamet í 60 metra hlaupi í U-18 ára flokki á móti sem fram fór í Kaplakrika. Það sem gerir afrek Freyju Nætur enn eftirtektarverðara en ella er að hún er einungis 12 ára gömul.

Sara Líf segir Sæ­vald hafa snert leik­menn á ó­við­eig­andi hátt

Sara Líf Boama, leikmaður kvennaliðs Vals í körfubolta og landsliðskona í körfubolta, stígur fram á facebook-síðu sinni og segir körfuboltaþjálfarann Sævald Bjarnason hafa valdið sér öðrum leikmönnum U-18 ára landsliðs kvenna í körfubolta vanlíðan á meðan hann stýrði liðinu.

Markvörðurinn laminn til blóðs með tunnu - myndskeið

Það fór allt úr böndunum í nágrannaslag Melbourne-liðanna Melbourne City og Melbourne Victory í efstu deild karla í fótbolta í nótt. Stuðningsmaður Melbourne Victory lamdi meðal annars markvörð Melbourne City, Thomas Glover, í höfuðið en leikurinn var flautaður af í kjölfarið af ólátum stuðningsmanna liðanna.  

Deschamps segir spurningar um endurkomu Benzema fáránlegar

Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik heimsmeistaramótsins en þar mætir franska liðið því argentínska í Doha í Katar á morgun. Deschamps var meðal annars spurður hvort einhver möguleiki væri á að Karim Benzema yrði í leikmannahópi Frakka í þeim leik.

FIFA bannar Zelensky að senda ákall um frið fyrir úrslitaleikinn

Beiðni Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að fá að senda skilaboð um frið á jörð, fyrir úrslitaleik Argentínu og Frakklands á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla sem spilaður verður í Doha í Katar á morgun var hafnað af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

„Leikmennirnir hafa snúið þessu við"

Rúnar Sigtryggsson hefur farið einkar vel af stað sem þjálfari Leipzig, sem leikur í þýsku efstu deildinni í handbolta karla. Rætt var við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem birtist í gærkvöldi um vistaskiptin frá Ásvöllum til Leipzig og fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu.

Syrtir í álinn hjá meisturunum: Curry frá næstu vikurnar

NBA meistarar Golden State Warriors verða án síns besta manns næstu tvær vikurnar hið minnsta þar sem Stephen Curry er meiddur á öxl. Þetta er mikið áfall fyrir liðið sem hefur ekki enn náð að sýna sínar bestu hliðar á tímabilinu.

Nýliðarnir styrkja sig

Brynj­ar Snær Páls­son geng­inn til liðs við karlalið HK í fótbolta. Brynjar Snær sem er 21 á miðvallarleikmður kemur í Kórinn frá Skagamönnum en þessi uppaldi Borgnesingur hefur leikið með Skaganum frá árinu 2017.

Griner þakkar Biden og stefnir á að spila á næstu leik­tíð

Brittney Griner þakkaði Bandaríkjaforseta þegar hún tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að vera loks komin heim eftir tíu mánuði í rússnesku fangelsi. Þá stefnir hún á að spila með Phoenix Mercury í WNBA deildinni í körfubolta á næstu leiktíð.

Segir að FIFA hafi heilaþvegið Wenger

Arsene Wenger hefur verið heilaþveginn af FIFA og hefur farið úr því að vera klárasti maðurinn í bransanum yfir í það að segja ótrúlega heimskulega hluti. Þetta segir landsliðsþjálfari Noregs.

Hörður á­fram í bikarnum

Hörður frá Ísafirði lagði Kórdrengi í Coca Cola-bikar karla í handbolta í kvöld, lokatölur 25-38.

Benedikt Guðmundsson: Meiðsladraugur yfir Njarðvík

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, var sammála blaðamanni um að leikurinn við Val í kvöld hafi ekki verið fallegur en hann gat verið stoltur af sínum mönnum.  Leikurinn endaði með sigri Valsmanna 88-75 sem sitja í öðru sæti en Njarðvíkingar verða í því fjórða yfir jólin.

„Mér líður alls ekki vel“

Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var skiljanlega ekki eins glaður og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, þegar hann ræddi við undirritaðan í leikslok. Leiknum lauk með sex marka sigri ÍR sem þýðir að Selfoss er fallið úr leik í Coca Cola-bikar karla í handbolta.

„Þetta er auð­velt sport“

„Mér líður afskaplega vel, er mjög stoltur af mínu liði, sérstaklega varnarlega. Mér fannst við stoppa sterkt Haukalið ansi oft í kvöld, héldum þeim í 78 stigum,“ sagði Ólafur Ólafsson sem átti stórleik í liði Grindavíkur í dag.

KR lætur enn einn út­lendinginn fara

KR, sem situr í botnsæti Subway deildar karla í körfubolta, hefur ákveðið að láta Roberts Freimanis fara. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Vara­ne og Kona­té að glíma við veikindi

Þátttaka frönsku miðvarðanna Raphaël Varane og Ibrahima Konaté í úrslitaleik HM í fótbolta sem fram fer á sunnudag er í hættu. Báðir eru að glíma við veikindi en margir af leikmönnum franska liðsins hafa verið veikir að undanförnu.

Joey Gibbs til Stjörnunnar

Ástralski framherjinn Joey Gibbs er genginn í raðir Stjörnunnar frá Keflavík þar sem hann lék í þrjú ár.

Sjá næstu 50 fréttir