Fleiri fréttir

Ekkert til í því að Mbappé hafi náð sam­komu­lagi við PSG

Framtíð franska fótboltamannsins Kylian Mbappé er enn í óvissu en samningur hans rennur út í sumar. Hann hefur verið orðaður við Real Madríd undanfarna mánuði en nýverið fór að sá orðrómur á kreik að hann gæti verið áfram í París.

Ís­lendinga­lið Venezia svo gott sem fallið eftir enn eitt tapið

Venezia tapaði 2-1 fyrir Salernitana í sannkölluðum sex stiga leik í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Þó Feneyjaliðið eigi enn tölfræðilega möguleika á að halda sér uppi þá stefnir allt í að liðið spili í B-deildinni á næstu leiktíð.

Fram á alla­vega einn leik eftir í Safa­mýri

Fram mun spila að lágmarki einn leik til viðbótar í Safamýri í Bestu deild karla í fótbolta. Liðið hefur leikið fyrstu tvo heimaleiki sína á sínum gamla heimavelli þar sem aðstaða liðsins í Úlfarsárdal er ekki tilbúin.

Valur fær tvo erlenda leikmenn

Íslandsmeistarar Vals í fótbolta kvenna hafa fengið liðsstyrk í tveimur erlendum leikmönnum sem æft hafa með liðinu síðustu vikur og hafa nú fengið félagaskipti.

Segja kaupin á Diaz ekki þau bestu í ensku deildinni

Það er að renna upp sá tími þar sem línurnar fara að skýrast í ensku úrvalsdeildinni og því ágætur tími til að meta og velta fyrir sér hvernig félögunum tókst upp á leikmannamarkaðnum, bæði fyrir tímabilið sem og í janúar.

Í bann hjá KSÍ í sex mánuði vegna fölsunar

Víkingur Ólafsvík þarf að greiða 160.000 króna sekt og Kristján Björn Ríkharðsson að sæta sex mánaða banni frá keppnum á vegum Knattspyrnusambands Íslands vegna fölsunar á leikskýrslu.

Sex mörk skoruð í Laugar­dalnum en engin greip gæsina

Þróttur Reykjavík vann 4-2 sigur á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna fyrr í vikunni. Þó allir markaskorarar leiksins hafi verið að skora sín fyrstu mörk í Bestu deildinni þá má með sanni segja að engin hafi gripið gæsina.

Fótbolti er óútreiknanlegur

„Við vorum nálægt, við vorum mjög nálægt. En á endanum tókst ekki að komast áfram,“ sagði Pep Guardiola eftir súrt tap sinna manna í Madríd í kvöld. Tapið þýðir að Manchester City mistókst að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Segir sögu Real Madrid hafa hjálpað liðinu

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, átti fá orð til að útskýra enn eina endurkomu liðs síns í Meistaradeild Evrópu. Real tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skora tvívegis undir lok leiks gegn Manchester City og tryggja sér svo sæti í úrslitum með marki í framlengingu.

„Megið færa Helenu og þeim þennan sokk“

Það voru ekki margir sem höfðu einhverja trú á Keflavík á þessu tímabili, þar á meðal Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport sem spáðu því að Keflavík myndi enda í neðsta sæti deildarinnar. Keflavík hefur svarað því með tveimur sigrum í tveimur leikjum, þar á meðal gegn bikarmeisturum Breiðabliks í kvöld.

Davíð Snær frá Lecce til FH

Samkvæmt heimildum Vísis er Davíð Snær Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, við það að ganga til liðs við FH í Bestu deild karla í fótbolta. Davíð Snær hefur leikið með Lecce á Ítalíu það sem af er ári.

ÍBV fær Svía í vörnina

Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við sænsku knattspyrnukonuna Jessiku Pedersen sem mun því spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir