Fleiri fréttir

Þóttist skjóta stuðningsmenn mótherjanna

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Yago Cariello gerði allt brjálað þegar hann fagnaði sigurmarki sínu, í efstu deild Portúgals, með því að þykjast skjóta stuðningsmenn andstæðinga sinna.

Vann EM og lagði skóna á hilluna

Enski framherjinn Ellen White gaf það út fyrr í dag að hún ætlar að leggja knattspyrnuskónna á hilluna og snúa sér að öðrum málum.

Klopp: Við hefðum átt að vinna leikinn

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að liðið sitt hafi ekki nýtt tækifæri sín í nægilega vel í 2-1 tapinu gegn Manchester United en hann telur að Liverpool hefði átti að vinna leikinn.

„Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan“

„Ég er mjög sáttur. Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan. Það er mjög gott og við erum á góðu skriði. Þeir eru auðvitað ósigraðir síðan að þeir komu hingað í Úlfarsárdal, þennan glæsilega heimavöll, þannig að ég er bara ánægður,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á Fram í kvöld. 

Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool

Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Kefla­vík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri

Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 

Smalling tryggði Róm­verjum sigur

Roma heldur áfram góðri byrjun sinni á Ítalíu en liðið vann sinn annan sigur í jafn mörgum leikjum þegar Roma vann 1-0 sigur á Cremonese í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Kouli­baly heldur á­fram að safna rauðum spjöldum

Kalidou Koulibaly, miðvörður Chelsea, nældi sér í tvö gul spjöld og þar með rautt er Chelsea steinlá gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Leikmaðurinn er duglegur að safna spjöldum og má ætla að hann næli í fleiri rauð í treyju Chelsea á komandi misserum.

Sjáðu Messi og Mbappé búa til mark eftir aðeins átta sekúndur

Kylian Mbappé setti nýtt met í gær þegar hann kom Paris Saint-Germain í 1-0 á móti Lille eftir aðeins átta sekúndna leik. Parísarliðið vann leikinn á endanum 7-1 þar sem Mbappé skoraði þrennu og næði Lionel Messi og Neymar voru með mark og stoðsendingu.

„Veit ekkert hvenær ég brotnaði“

„Þetta er mikill skellur en um leið er þetta bara partur af þessu,“ segir Adolf Daði Birgisson, einn af ungu leikmönnum sem slegið hafa gegn í liði Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Tímabilinu er lokið hjá honum.

Emil hættur eftir tvö hjartastopp

Emil Pálsson lýsti því yfir í dag að knattspyrnuferli sínum væri lokið en ástæðan er sú að hann hefur tvisvar farið í hjartastopp á síðustu misserum.

Rooney myndi ekki láta Ronaldo byrja í kvöld

Wayne Rooney telur að sinn gamli liðsfélagi Cristiano Ronaldo eigi best heima á varamannabekknum í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sara, Guðrún og Cloé gætu beðið Vals

Það er ljóst að Íslandsmeistara Vals bíður krefjandi verkefni í umspilinu um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Mögulega mætir liðið Ítalíumeisturum Juventus, með landsliðsfyrirliðanna Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs.

Klopp sýnir Ten Hag enga samúð

Hollendingurinn Erik ten Hag stendur nú í svipuðum sporum og Þjóðverjinn Jürgen Klopp var í fyrir sjö árum. Ten Hag er ætlað að koma stórveldi Manchester United aftur í hæstu hæðir en strax heyrast efasemdaraddir um að hann sé maðurinn til þess, eftir slæm úrslit í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Búast við betrumbættu tilboði United í Antony

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er sagt ekki vera tilbúið að gefast upp á vonum sínum að fá brasilíska vængmanninn Antony frá Ajax í sínar raðir áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok ágústmánaðar.

„Viljum fara alla leið“

Nökkvi Þeyr Þórisson var eðlilega léttur í skapi eftir leik Stjörnunnar og KA enda skoraði hann þrennu í 2-4 sigri Akureyringa.

Mbappé skoraði þrennu í risasigri PSG

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain lentu ekki í neinum vandræðum er liðið heimsótti Lille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Liðið vann afar öruggan 1-7 sigur þar sem Kylian Mbappé skoraði þrennu fyrir gestina.

Atalanta tók stig af Ítalíumeisturunum

Ítalíumeistarar AC Milan björguðu stigi er liðið heimsótti sterkt lið Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 eftir að heimamenn í Atalanta höfðu tekið forystuna í fyrri hálfleik.

Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld.

„Þetta er langþráður sigur“

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum eftir 2-1 sigur á ÍBV í dag. Skagamenn komust yfir í fyrri hálfleik en ÍBV tókst að jafna í þeim seinni. Það var svo Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur með marki á 88. mínútu. 

Sjá næstu 50 fréttir