Fleiri fréttir

Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni.

Umfjöllun og viðtöl: Kefla­vík-Sel­foss 0-2| Annar sigur Selfyssinga í röð

Selfoss fór á HS Orku-völlinn í Keflavík og vann 0-2 sigur á Keflvíkingum. Brenna Lovera kom Selfossi yfir á þriðju mínútu. Íris Una Þórðardóttir bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik sem innsiglaði sigur gestanna.Þetta var annar sigur Selfyssinga í röð og Keflavík sogast nær fallsvæðinu eftir tap kvöldsins. 

Lyngby úr leik í danska bikarnum

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby eru úr leik í danska bikarnum eftir 2-0 tap á útivelli gegn Helsingør í dag.

Datt aldrei í hug að hún myndi spila fyrir West Ham eða verða fyrir­liði liðsins

„Það er fyrst og fremst heiður að vera valin fyrirliði félagsins og að finna traustið sem því fylgir. Ég er mjög spennt fyrir mínu nýja hlutverki, ég tel mig vera leiðtoga og mun enn vera ég sjálf og já, að er gríðarlegur heiður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, nýr fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United.

Eina til­boðið í Ron­aldo kom frá Sádi-Arabíu

Þó Cristiano Ronaldo hafi gefið til kynna að hann vildi yfirgefa Manchester United þá virðast fá lið í Evrópu, og heiminum raunar, hafa áhuga á að fá Portúgalann í sínar raðir. Eina félagið sem hefur boðið í framherjann til þessa kemur frá Sádi-Arabíu.

Ten Hag tók refsinguna með leikmönnum United

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, refsaði sjálfum sér ásamt leikmönnum liðsins eftir slæmt tap fyrir Brentford þarsíðustu helgi. Eitthvað virðist leikmannahópur United hafa hrist sig saman þar sem sigur á Liverpool fylgdi á mánudagskvöld.

Man. Utd gefst upp á að ná í De Jong

Tilraunum Manchester United til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá Barcelona er lokið, samkvæmt hinum virta miðli The Athletic.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan-Afturelding 7-1 | Stjarnan kjöldró Aftureldingu

Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1. Það var hins vegar Afturelding sem komst yfir á 5. mínútu en það virtist hafa verið það sem þurfti til að vekja Stjörnuna því heimakonur settu allt í botn eftir að hafa lent undir.Staðan í hálfleik var 3-1 og hafði Afturelding lítinn áhuga á að spila síðari hálfleikinn því mótspyrnan var engin sem varð til þess að Stjarnan bætti við þremur mörkum og leikurinn endaði 7-1. 

Fylkir hafði betur í toppslagnum og Grótta heldur í vonina

Seinni þremur leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla lauk nú rétt í þessu. Fylkismenn eru svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í Bestu-deildinni eftir 0-2 sigur gegn HK, Grótta heldur enn í vonina eftir nauman 1-0 sigur gegn Þór og Afturelding vann öruggan 4-0 sigur gegn Þrótti Vogum.

Fulham úr leik eftir tap gegn D-deildarliði Crawley

Það var nóg um að vera í annarri umferð enska deildarbikarsins í kvöld þar sem 21 leikur fór fram. Alls komu 13 úrvalsdeildarfélög inn í keppnina á þessu stigi keppninnar, en það vekur kannski mesta athygli að úrvalsdeildarfélagið Fulham er úr leik eftir 2-0 tap geg D-deildarliði Crawley Town.

Kórdrengir, Grindavík og Vestri með sigra í Lengjudeildinni

Þremur leikjum í Lengjudeild karla lauk nú rétt í þessu þar sem Grindavík, Vestri og Kórdrengir unnu sigra. Grindavík vann 1-3 útisigur gegn KV, Vestri vann óvæntan 4-1 sigur gegn Fjölni og Kórdrengir lögðu Selfyssinga á útivelli, 0-1.

Enginn spretti meira úr spori í gær en Rashford

Manchester United vann ekki bara fyrsta sigur tímabilsins og sigur á erkifjendum í Liverpool í gær því liðið endurheimti líka hinn rétta Marcus Rashford. Eftir eintóm vandræði síðustu misseru fengu stuðningsmenn United að sjá kappann í stuði á ný.

„Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp“

„Juventus bara heilluðu ekkert í öðrum leik tímabilsins,“ segir Árni Þórður Randversson í hlaðvarpinu Punktur og basta. Farið var yfir aðra umferðina ítölsku úrvalsdeildarinnar í þætti dagsins.

Alexandra komin til Fiorentina

Ítalska knattspyrnufélagið Fiorentina staðfesti í dag komu landsliðskonunnar Alexöndru Jóhannsdóttur sem mun spila með liðinu í vetur.

KSÍ auglýsir loks eftir manni í stað Arnars

Nú þegar tuttugu mánuðir hafa liðið þar sem Arnar Þór Viðarsson hefur verið bæði þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta og sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ hefur síðarnefnda starfið verið auglýst laust til umsóknar.

Keane og Neville ósammála um Casemiro: „Svona á ekki að sjást“

Skiptar skoðanir eru um kaup Manchester United á brasilíska miðjumanninum Casemiro frá Real Madrid. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum kaupanna en sá brasilíski sá United vinna Liverpool 2-1 á Old Trafford í gærkvöld. Fyrrum United-mennirnir Roy Keane og Gary Neville eru ósammála um kaupin.

Bailly segir bæ við Man. Utd

Miðvörðurinn Eric Bailly hefur samþykkt að skipta frá Manchester United yfir til franska knattspyrnuliðsins Marseille.

Sjá næstu 50 fréttir