Fleiri fréttir

Rosberg vill í toppslaginn með Williams

Bæði Nico Rosberg og Kazuki Nakajima óku geysilega vel á æfingum í Barcelona í vikunni. Hraði Nakajima hefur komið mörgum á óvart og Rosberg er í fantaformi sem fyrr. Báðir eru synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna og Rosberg telur það til hagsbóta fyrir Formúlu 1 að kappaksturs-eðlið gengur í erfðir.

Sýnarmenn að tjaldabaki í Barcelona

Starfsmenn Sýnar dvöldu að tjaldabaki í Barcelona á æfingum keppnisliða síðustu daga, en það var liður í margslunginni þáttagerð sem stendur til hjá Sýn vegna Formúlu 1.

Alonso: Hamilton getur orðið heimsmeistari

Fernando Alonso telur fyrrum félaga sinn Lewis Hamilton hjá McLaren eiga ágætar líkur á því að standa uppi sem heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 á næsta tímabili.

Hamilton aftur fljótastur á Spáni

McLaren ökumaðurinn Lewis Hamilton var enn og aftur í sérflokki á æfingum í Barcelona þar sem Formúluökuþórarnir undirbúa sig nú fyrir fyrstu keppni ársins sem verður í Ástralíu um miðjan næsta mánuð.

Ferrari í sterkri stöðu fyrir tímabilið

Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að Ferrari liðið sé í þægilegri stöðu hvað undirbúning fyrir tímabilið varðar. Á mánudag mætir Michael Schumacher til leiks hjá Ferrari á Barcelona brautinni og æfir með Kimi Raikkönen.

Nýliðar vekja athygli

Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku og meðal ökumanna verður Michael Schumacher.

Kristján keppir í Formúlu 3 í Bretlandi

Kristján Einar Kristjánsson hefur skrifað undir samning við Carlin Motorsport í Bretlandi og keppir á vegum liðsins í breska meistaramótinu í Formúlu 3.

Ert þú Formúlusérfræðingur?

Formúlu 1 útsendingar á Sýn verða mjög ítarlegar á árinu og verður sýnt frá öllum æfingum, tímatöku og kappakstri. Auk þess verða þættir á undan og eftir mótshelginni. Sýn og Bylgjan leita áhugamanna um Formúlu 1 um land allt til að taka þátt í herlegheitunum.

Kynþáttafordómar verða ekki liðnir í Formúlu 1

Max Mosley, yfirmaður í Formúlu 1, segir að hart verði brugðist við ef kynþáttafordómar gera vart við sig á ný í kring um íþróttina. Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, varð fyrir aðkasti á Spáni um daginn.

Hamilton fljótastur á Spáni

Bretinn Lewis Hamilton var fljótastur allra á æfingum á Jerez brautinni á Spáni í dag. Hann var brotabrotum á undan Pedro de la Rosa á samskonar bíl. Robert Kubia á BMW var skammt undan.

Forráðamenn McLaren kallaðir fyrir dómara

Ítalskur dómari sem er að fylgja eftir njósnamálinu umtlalaða frá því í fyrra fyrir Ferrari og lögfræðinga liðsins vill fá forráðamenn McLaren á sinn fund þann 18. febrúar.

Schumacher búinn að stofna kappaksturslið

Þjóðverjinn Michael Schumacher hefur ákveðið að stofna keppnislið í kart-kappakstri og meðal ökumanna verður sonur fyrrum heimsmeistara í rallakstri, Carlos Sainz yngri.

Hamilton leiður yfir framkomu Spánverja

Bretinn Lewis Hamilton tekur nærri sér ástandið á Barcleona brautinni í gær, þar sem spænskir áhorfendur gerðu lítið úr litarhætti hans.

Hamilton svívirtur í Barcelona

Lewis Hamilton hjá McLaren fékk að heyra miður fallegar athugasemdir frá áhorfendum þegar hann var við prófanir á Montmelo brautinni í Barcelona á Spáni í gær ef marka má spænska fjölmiðla.

Klien ráðinn til BMW

Austurríski ökumaðurinn Christian Klien hefur verið ráðinn tilraunaökumaður BMW Sauber liðsins í Formúlu 1. Klien var áður hjá Jaguar og Red Bull á árunum 2004-06 og síðast var hann tilraunaökumaður hjá Honda.

Slapp ómeiddur eftir harðan árekstur

Japanski ökumaðurinn Kazuki Nakajima hjá Williams í Formúlu 1, slapp ómeiddur frá hörkuárekstri á æfingu keppnisliða á Barcelona brautinni í hádeginu í dag. Nakajima fór útaf á fullri ferð í lokabeygju brautarinnar, á þriðja hundrað kílómetra hraða.

Sjá næstu 50 fréttir