Fleiri fréttir

Svaf yfir sig

Bandaríski leikarinn George Eads, sem var rekinn úr þáttunum CSI eftir að hann mætti ekki á tökustað, segist hafa sofið yfir sig.

Hjónaband Ulrich á enda

Lars Ulrich, trommuleikari Íslandsvinanna í Metallica, er að skilja við eiginkonu sína Skylar Ulrich eftir sjö ára hjónaband. Þau hafa ekki verið saman síðan í mars á þessu ári.

Stærsta kvikmynd Íslandssögunnar

Leikarinn Gerard Butler hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bjólfskviðu sem fer í tökur hér á landi þann 16. ágúst næstkomandi.

Mótorcross ekki mjög hættulegt

Mótorsport er ekki bara karlasport eins og sumir halda því á undanförnum árum hefur fjöldi stelpna látið til skarar skríða á mótocrosskeppnum. Aníta Hauksdóttir, þrettán ára mótorhjólastelpa, hefur mætt sterk til leiks á fyrstu tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í mótocrossi og þykir örugg um titilinn í ár.

Bílasýning í Peking

Árleg bílasýning í Peking í júní, The China Auto Show, er enn ekki orðið stórt nafn í bransanum en er spáð miklum vinsældum á næstu árum.

Alltof mörg umferðaslys

Í Bretlandi verða dauðaslys í umferðinni á tveggja tíma fresti og að meðaltali slasast tíu manns alvarlega á dag.

Knár og þéttur á velli

Tucson heitir hann og er nýjasti bíllinn frá Hyundai, væntanlegur á íslenskan bílamarkað í haust. Tucson er jepplingur í minni kantinum, litli bróðir Santa Fe jepplingsins sem notið hefur mikilla vinsælda frá því hann kom á markað árið 2000.

Audi í Þýskalandi

Audi hefur bestu ímynd allra bílaframleiðenda á þýskum markaði. Þetta er niðurstaða könnunar þýska bílatímaritsins "Auto Zeitung" sem lögð var fyrir rúmlega 30.000 lesendur blaðsins.

Söluaukning hjá Hyundai

Sala á Hyundai í Vestur-Evrópu hefur aukist um 37% á ársgrundvelli og er þetta mesta samfellda söluaukningin sem Samtök evrópskra bílaframleiðenda hafa skráð frá árinu 1977 hjá einum framleiðenda.

Saab í sveiflu

Bílaframleiðandinn Saab mun kynna nýjar bílategundir á markaðinn á næstunni til að hasla sér aftur völl í bílabransanum.

Leita að bestu bókakápunni

Þeir félagar Hörður Kristbjörnsson og Þorleifur Kamban Þrastarson vinna þessa dagana að rannsókn um íslensku bókakápuna. Þeir eru nemar á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hafa báðir mikinn áhuga á bókahönnun. Hugmyndina að verkefninu fengu þeir eftir að hafa farið í námsferð til New York í vetur.

Hagstæð, vaxtalaus lán

NOPEF, norræni verkefnaútflutningssjóðurinn veitir fyrirtækjum á Norðurlöndunum hagstæð, vaxtalaus lán.

Mitsubishi í vanda

Bílaframleiðandinn Mitsubishi Motors mun segja upp 1.200 starfsmönnum í haus í einu verksmiðju sinni í Bandaríkjunum.

Atvinnuleysi í Taiwan

Atvinnuleysi í Taiwan fór úr 4,41 prósentum í Maí upp í 4,54 prósent í síðasta mánuði.

Starfsmenn af Gaza-svæðinu

Sameinuðu þjóðirnar hafa nú tekið tuttugu starfsmenn af Gaza-svæðinu vegna hræðslu um að þeir lendi á milli palestínskra hermanna og ísraelska hersins.

Talaðu þig á toppinn

Það sem þú segir og hvernig þú segir það getur annað hvort komið þér á botninn eða á toppinn í vinnunni.

Hjúkrunarmenntun gildir um allt

"Hingað til hefur ekki verið vandamál fyrir hjúkrunarfræðinga að fá vinnu erlendis. Kannski er þess aðeins farið að gæta nú í einstaka landi, svosem í Finnlandi og Austurríki en í Bretlandi en mikill skortur á þeim," segir Sólveig Hallgrímsdóttir, deildarstjóri í Skjaldarvík við Akureyri.

Starf og nám í hjúkrun

Hjúkrunarfræðingar vinna á sjúkrahúsum og við heilsugæslu að allri almennri aðhlyninngu og fræðslu. Margir hjúkrunarfræðingar vinna einnig að heilbrigðisrannsóknum, bæði hjá ríkinu og hjá einkafyrirtækjum og við stjórnunarstörf í heilbrigðisgeiranum.

Aukin áhætta á streitu

Þau störf sem valda hve mestri streitu byggjast uppá miklum samskiptum við almenning, samkvæmt nýrri könnun. 25.000 manns tóku þátt í könnunni í 26 mismunandi störfum og var hún framkvæmd í Bretlandi.

Eiríkur rauði og Leifur Eiríks

Kabarettinn Cuckoos hefur verið að gera það gott á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík að undanförnu en þar stíga á stokk margir af efnilegustu skemmtikröftum þjóðarinnar.

Marianne Faithfull til Íslands

Sönkonan ráma Marianne Faithfull heldur tónleika í Háskólabíó þann 11. nóvember næstkomandi. Hún mætir með fullskipaða hljómsveit og ætlar að flytja safn sinna þekktustu laga í bland við lög af síðustu plötu sinni Kissin Time sem kom út árið 2002.

Venjulegt fólk fer í Smáralindina

"Rónarnir eru á Ingólfstorgi en venjulegt fólk fer í Smáralindina," segir leikritahöfundurinn Jón Atli Jónasson en Reykvíska listaleikhúsið frumsýnir verk hans, Krádplíser, í kvöld.

Damon og DiCaprio í mynd Scorsese

Næsta verkefni leikstjórans Martin Scorsese verður endurgerð Hong Kong-myndarinnar Infernal Affairs. Myndin kallast The Departed og verða þeir Matt Damon og Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkum.

Útgáfu hugsanlega flýtt

Ef nýja U2 platan lekur á netið, eins og liðsmenn óttast eftir að disk með nokkrum af nýju lögunum var stolið af gítarleikaranum The Edge, ætlar sveitin að gefa plötuna strax út löglega í gegnum netið. Diskurinn ætti svo að skila sér í búðir tæpum mánuði seinna.

Cowell með nýjan þátt

Dómarinn vægðarlausi í American Idol, Simon Cowell, er að fara af stað með nýjan þátt sem verður í svipuðum dúr og The Apprentice.

Law og Penn í endurgerð

Hollywood-leikararnir Jude Law og Sean Penn fara að öllum líkindum með aðalhlutverkin í endurgerð Óskarsverðlaunamyndarinnar All the King´s Men frá árinu 1949.

Feita leikkonan í sjónvarpið

Leikkonan Kirstie Alley, sem sló í gegn í Staupasteini á sínum tíma, ætlar leika í nýjum raunveruleikaþætti sem kallast Fat Actress.

Sáðfrumukeppni í sjónvarpi

Framleiðendur Big Brother sjónvarpsþáttanna hafa fengið hugmynd að nýju og býsna umdeildu raunveruleikasjónvarpsefni sem sýna á í Bretlandi innan skamms. Vinnuheiti þáttanna er "Make Me a Mum" þar sem ein kona mun velja sér væntanlegan barnsföður úr hópi karlmanna, að hætti raunveruleikasjónvarps, með því að prófa greind þeirra, líkamlegt ástand og kynþokka.

Bandarískur dansari með námskeið

"Þetta er hugsað fyrir atvinnudansara og þá sem eru að læra dans," segir Steinunn Ketilsdóttir en hún stendur fyrir dansnámskeiði í Kramhúsinu 9.-13. ágúst næstkomandi þar sem bandaríski dansarinn og danshöfundurinn Miguel Guitierrez kennir í fyrsta sinn á Íslandi.

Mót í Víkingaskák

Þann 22. júlí var haldið mót í Víkingaskák. Vel fór á með mönnum hvort sem þeir unnu eða töpuðu. Eins og sjá má á myndinni fengu allir þátttakendur verðlaunapening.

Bjargvættur sýnd á Íslandi

"Ég kem alltaf til landsins á sumrin til að fara í laxveiði í Borgarfirði eins og sannur Íslendingur," segir kvikmyndagerðarkonan Erla B. Skúladóttir sem er búsett í Bandaríkjunum og hefur þar í landi sópað að sér verðlaunum fyrir stuttmynd sína Bjargvættur.

Ísland, best í heimi!

Ísland er meðal bestu landa í heimi samkvæmt nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Newsweek. Í ítarlegri grein blaðsins er fjallað um ýmis lönd sem þykja bjóða upp á einstaka náttúrufegurð og gott líf.

Léttar veitingar í boði alla daga

Te & kaffi fagnar í dag 20 ára afmæli með opnun kaffihúss á Laugavegi 24, þar sem gamla hljómplötudeild Fálkans var til húsa."Við opnum í dag með pompi og pragt," segir Berglind Guðbrandsdóttir, annar stofnenda fyritækisins, en það voru hún og Sigmundur Dýrfjörð sem opnuðu fyrsta íslenska Expressobarinn árið1986.

Grænmetisátak í uppsiglingu

"Aðalmarkmið okkar er að sinna neytendum og anna eftirspurnum þeirra," segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri sölufélags garðyrkjumanna. Júlí er mánuður grænmetisins og uppskerutíminn stendur sem hæst. Tegundirnar eins og hnúðkál, hvítkál og kartöflur sem ræktaðar eru úti koma í verslanir á þessum tíma.

Nýtt útlit og lækkað verð

Kassavínið vinsæla Terra Vecchia frá Korsíku hefur fengið andlitslyftingu eins og sjá má á frönskum dögum í Vínbúðum en þeir standa til 7. ágúst. Eyjan fagra Korsíka er lítt þekkt vínsvæði hérlendis þótt vín þaðan séu þekkt á alþjóðavettvangi.

Fágað og fjölbreytt

Eitt bestu vína víngerðarinnar er Dopff & Irion Gewurzstraminer sem er einstaklega fágað og fjölbreytt matarvín. Vínið hefur sterkan angan blóma, ilmríkt með anískeim. Vínið er í góðu jafnvægi, dálítið þurrt og kryddað.

Hollenskur gæðabjór

Hollenski bjórinn Bavaria er nú fáanlegur í öllum helstu Vínbúðum hérlendis. Bavaria Holland Beer er einn stærsti bjórframleiðandi Hollands og dreifir afurðum sínum til yfir 90 landa um allan heim.

Notalegar náttbuxur úr H&M

Ég á uppáhaldsnáttbuxur og þær keypti ég í H&M í London. Það er hægt að gera alveg mögnuð kaup í H&M," segir Sigrún Birna Blomsterberg. Sigrún hefur farið í dansnám til London á haustin síðustu þrjú ár og fann umtalaðar náttbuxur í fyrstu ferð sinni þangað. "Þær eru mjög fínar, bláar og hvítar náttbuxur og þær eru rosalega kósí.

Kemur alltaf á óvart

"Uppáhaldsflíkin mín er kúrekahatturinn minn," segir Valur Gunnarsson ritstjóri mánaðarritsins Grapevine, söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og rithöfundur og leikskáld með meiru. "Ég keypti þennan kúrekahatt í Minneapolis í Bandaríkjunum í febrúar árið 2001. Þar var ég að spila á klúbb sem heitir First Avenue á Leonard Cohen-hátíð," segir Valur.

Mokkastell frá Kristianíu

Heru Björk Þórhallsdóttur söngkonu áskotnaðist uppáhaldsstellið sitt á markaði í Kristjaníu. "Ég var á gangi með Gísla vini mínum um Kristjaníu og við vorum bara að skoða hvað var á borðstólum. Þá sá ég lítið mokkastell á einum básnum, bara sá það og andaðist á staðnum.

Feng Shui nýst um orkuflæði

Feng Shui fræðin eru mikil og flókin og verða ekki rakin til hlítar hér en í meginatriðum gengur Feng Shui út á orkuflæðið í kringum okkur og hvernig á að halda því við. Ef maður ætlar að taka fræðin alvarlega er grundvallaratriði að losa sig við allt dót á heimilinu sem ekki er í notkun því það hindrar orkuflæðið.

Maður verður að vera kátur

Fagurt sumarkvöld við sunnanverðan Breiðafjörð. Sólin er að skríða fram hjá Kirkjufellinu og stefnir í sjóinn yfir Melrakkaey. Þótt orðið sé áliðið kvölds telur Finni veitingamaður í Krákunni í Grundarfirði ekkert sjálfsagðara en að reiða fram humarsúpu og aðrar himneskar kræsingar handa hungruðu langferðafólki.

Regngyðjurnar snúa aftur

Helga Soffía Einarsdóttir er þýðandi og þýddi meðal annars hina geysivinsælu bók um Kvenspæjara númer eitt. Helga Soffía á ekki langt að sækja Afríkuáhugann því hún bjó í Tansaníu með fjölskyldu sinni þegar hún var lítil. Fyrir nokkrum árum fór hún ásamt vinkonu sinni á fornar slóðir.

Sjá næstu 50 fréttir