Fleiri fréttir

Sparnaður að kynna sér bensínverð

Bensínkostnaður er umtalsverður útgjaldaliður á ferðalögum innanlands og full ástæða til að huga að bensínverði áður en lagt er af stað. Fréttablaðið gerði óvísindalega könnun á verði bensínlítrans og komst að því að bensínverð getur verið á bilinu frá 99,9 krónum upp í 111,50 krónur lítrinn. Þá er miðað við 95 oktan bensín.

Smíða fallega kofa

ÍTR starfrækir tólf smíðavelli á svæðinu frá Kjalarnesi út í Vesturbæ. Þar læra átta til tólf ára börn að smíða kofa undir handleiðslu tveggja leiðbeinenda.

Samruni Sony og BMG fær grænt ljós

Evrópusambandið gaf fyrirhuguðum samruna plöturisanna Sony og BMG grænt ljós í gær. Þegar fyrirtækin sameinast munu fjórir plöturisar ráða yfir um 75% markaðsins, hið nýja fyrirtæki mun sjálft eiga um 25,2% af heimsmarkaðnum.

Sama húfan, betri tónlist

Ég skal alveg viðurkenna það að Badly Drawn Boy hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér til þessa. Svo eftir að ég hafði rennt þessari plötu hans einu sinni í gegn var ég alveg hissa hversu lítið ég mundi eftir af henni. Hún bara rann í gegn, jafn þægilega og lækjarniður í sveitinni án þess að maður gæfi henni neinn sérstakan gaum.

Spítaladvölin verður löng

Talsmenn söngkonunnar Courtney Love segja að hún muni þurfa að dveljast á spítala fram yfir næstu mánaðamót. Söngkonan átti að mæta í réttarsalinn á föstudaginn þegar dæma átti í einu af þremur málum hennar.

Væl-on

Strákarnir í 70 mínútum hafa vakið athygli með grínútgáfu sinni af sjónvarpsþætti stúlknasveitarinnar Nælon sem sýndur er á Skjá einum. Þeir kalla sig Væl-on.

Graham leikur í Scrubs

Leikkonan Heather Graham mun koma við sögu í átta þáttum í fjórðu þáttaröð Scrubs sem hefst í Bandaríkjunum í haust. Mun hún leika hæfan sálfræðing sem á sjálfur í mestu vandræðum í einkalífinu.

Frægir brettakappar í heimsókn

Þrír af bestu hjólabrettamönnum heimsins eru staddir hér á landi til að kynna íþróttina. Um er að ræða Frakkann Bastien Salabanzi, sem hefur orðið heims- og Evrópumeistari, Mark Appleyard frá Kanada og Svíann Ali Boulala. Þeir eru allir atvinnumenn hjá stærsta hjólabrettafyrirtæki heims, Flip.

Franz og The Streets tilnefndar

Skoska rokkhljómsveitin Franz Ferdinand og The Streets eru á meðal þeirra sem hafa verið tilnefndar til bresku Mercury-verðlaunanna.

Fundaði með Þórólfi

Götumúsíkantinn Jójó, eða James Clifton eins og hann í raun heitir, þekkir mannlífið á götum borgarinnar betur en flestir. Eftir tuttugu ára spilamennsku um allan heim, segist hann handviss um að miðbærinn væri betri staður ef bílunum fækkaði.

Eldmóðurinn er mikill

Hvammstangi verður iðandi af lífi næstu daga. Við erum nú í óðaönn á ruslahaugunum að safna saman drasli til að kveikja í enda eldurinn einkenni hátíðarinnar," segir Kjartan Óli Ólafsson, einn af skipuleggjendum unglistarhátíðarinnar Eldur í Húnaþingi.

Svefnherbergið í eldhúsið

"Þessa dagana hugsa ég bara um að skipuleggja eldhúsið mitt, lítið annað þar sem ég er að skipta á því og svefnherberginu mínu," segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem stendur í miðjum framkvæmdum og hefur snúið heimili sínu á hvolf í kjölfarið.

Ævintýrahús í garðinum

Litlar stúlkur dreymir gjarnan um dúkkuhús í garðinum en fæstar sjá drauminn rætast á sama hátt og Rakel Stefánsdóttir, 6 ára Hafnarfjarðarmær, sem á sitt eigið litla einbýlishús með öllu í garðinum við Herjólfsgötu 10 í Hafnarfirði.

Allir leggja til vinnu og efni

"Við erum 16 manns sem búum hér í fjórum íbúðum og samkomulagið er sérdeilis gott. Þessvegna ákváðum við að byggja sameiginlegan pall og hafa hann út við grindverkið en ekki upp við glugga," segir Gunnar Hrafn Gunnarsson sem keppist við að smíða stóran pall í garðinum við Barmahlíð 53 í Reykjavík.

Teiknað af Kjartani Sveinssyni

Fasteignasalan Fasteignamiðlun er nú með í sölu glæsilegt 236,7 fermetra einbýlishús að Bollagörðum 2 á Seltjarnarnesi á einni hæð ásamt 23,20 fermetra sólskála auk 59,30 fermetra tvöfalds, innbyggðs bílskúrs. Samtals er húsið sem sagt 319,20 fermetrar.

Dagskrá Airwaves skýrist

Hin árlega Airwaves-hátið sem fram fer 20.- 24. október er beðið í ofvæni enda fjölmennasti tónlistarviðburður ársins.

Will Smith stöðvar Spider-Man

Vísindaspennumyndin I, Robot með Will Smith í aðalhlutverki fór vel af stað í Bandaríkjunum um helgina en hún halaði inn 53.3 milljónir dollara á frumsýningarhelgini og batt þar með enda á tveggja vikna sigurgöngu Spider-Man 2 sem aðsóknarmesta myndin vestanhafs.

Pink tók veðmáli

Það er nú ekki af þeim skafið drengjunum í 70 mínútum á Popptíví að þeir eru sniðugir, uppátækjasamir og alveg bandbrjálaðir á tímum. Um helgina lögðu þeir Pétur Jóhann, Auðunn Blöndal og ofurhuginn Hugi upp í langferð til Graz í Austurríki þar sem stóð til að hitta tónlistarkonuna Pink.

Kúrekar norðursins komnir á bak

Kúrekar norðursins gerðu garðinn frægan fyrir margt löngu og merki þeirra reis sem hæst í samnefndri kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar.

Tuskulegur kjóll

"Konur segjast svo oft bara vera í einhverjum gömlum tuskum þegar þeim er hrósað fyrir klæðaburðinn," segir myndlistarkonan Tinna Kvaran en hún hefur saumað kjól úr ýmiss konar tuskum.

Enska blómarósin sigraði heiminn

Hin 19 ára gamla Keira Knightley er vinsælasta breska kvikmyndastjarnan nú um stundir. Bresku blöðin halda ekki vatni yfir henni og hæfileikum hennar og bandarískir fjölmiðlar hafa einnig veitt henni mikla eftirtekt.

María Heba fann sig í dansinum

"Ég var sko aldrei í neinum íþróttum þegar ég var lítil. Ég var alveg ömurleg í svoleiðis. Ég var svona frekar lítil eitthvað þannig að ég var alltaf kleina í öllum leikjum. Ég var frekar mikið íþróttanörd eiginlega," segir María Heba Þorkelsdóttir leikkona.

Skylmast í svefni

Ég las mikið sem barn og þar á meðal Prins Valíant, ef til vill það hafi haft einhvern áhrif en mér hefur alltaf þótt skylmingar rosalega spennandi," segir Þorbjörg Ágústsdóttir, Norðurlanda- og Íslandsmeistari kvenna í skylmingum.

Dregur úr of háu kólesteróli

Allir vilja hugsa vel um heilsuna og er fólk sífellt meðvitaðra um hvað það lætur ofan í sig. Margir stökkva til og henda öllu því í sem hefur yfirbragð heilsufæðis en átta sig kannski ekki alltaf á því hvað er nákvæmlega svona hollt við vöruna sem það kaupir.

Að axla ábyrgð á eigin lífi

Heimspekingurinn Nietzsche vildi meina að enginn yrði algjörlega fullorðinn fyrr en hann axlaði fullkomna ábyrgð á eigin lífi. Fleiri hafa stutt þessa yfirlýsingu með orðum sínum og ritum. Heimspekingurinn þýski var hvorki fyrstur né síðastur til þess að koma henni á framfæri. En hvað felst í því að axla fulla ábyrgð á eigin lífi ?

Að muna betur

Enginn vafi leikur á því að minnið er okkur afar dýrmætt enda er það er hluti af því hver við erum og okkur nauðsynlegt til að lifa eðlilegu lífi. Án þess er enginn heill maður. Eðlilegt er með aldrinum að minnið fari að klikka og er áberandi minnisleysi oft merki um öldrun. Minnisleysi getur samt sem áður herjað á fólk á öllum aldri en í mismiklum mæli.

Brandararnir gera ljóskur heimskar

Skrýtlur um heimskar „blondínur“ valda því að ljóshærðar konur verða vitlausari en annað kvenfólk. Þetta er fullyrt í niðurstöðum þýskrar rannsóknar sem hópur sálfræðinga stóð fyrir.

Selur allt bókasafnið sitt

"Fólk getur komið og keypt bækur úr safni uppáhalds söngvarans, stjórnmálamannsins eða skáldsins," segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hróksins en félagið efnir til bókamarkaðar í dag og á morgun

Bakar Tarte Tatin

Þjóðhátíðardagur Frakka er nýliðinn en sælkeramat að frönskum hætti má og á að leyfa sér árið um kring. Dominique Plédel Jónsson er formaður Félags frönskumælandi á Íslandi. Hún hefur verið búsett á Íslandi lengi og er stolt af að kalla sig tengdadóttur Íslands.

Shrek er mættur aftur

Græna tröllið Shrek sneri öllum sætu Disney-útgáfum gömlu ævintýranna á hvolf í drepfyndinni tölvuteiknimynd sem bar nafn hans og kom í bíó árið 2001.

Gay pride ball á Nasa

Páll Óskar segir Gay pride hafa byrjað sem litla eftirmiðdagsskemmtun á Ingólfstorgi en þróast út í litskrúðugasta karnival borgarinnar. Tekið verður forskot á Gay pride sæluna í kvöld með styrktarballi á Nasa.

Í léttum lautartúrum í sumar

Svali, jeppatöffari og útvarpsmaður, á Fm 95,7 er jeppalaus maður um þessar mundir og hálfónýtur að eigin sögn. "Ég þurfti að selja jeppann af því að ég er að kaupa mér íbúð og keypti mér Toyota Avensis til að lulla á malbikinu fram á næsta vor.

Ökuþór framtíðarinnar

Kristján Einar Kristjánsson er fimmtán ára og af mörgum talinn vera helsta framtíðarefni Íslendinga í akstursíþróttinni. Hann er langyngstur keppenda í GoKart hér á landi, byrjaði að æfa fyrir fjórum árum síðan og keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar.

Tryllitæki vikunnar

Tryllitæki þessarar viku er Benz SL AMG 55 sportbíll árgerð 2003. Eigandi hans heitir Baldur og festi hann kaup á bílnum í októbermánuði á síðasta ári. Bílinn keypti Baldur hjá Ræsi og er hann sá eini sinnar tegundar á landinu þó að tveir aðrir séu með sama boddi en ekki sömu vél og útbúnað.

Miðasala á James Brown byrjar vel

Miðasala hófst í gærkvöldi á tónleika James Brown, guðföður sálartónlistarinnar, sem haldnir verða hér á landi 28. ágúst.

O\'Neil fór í ferð um daginn.

Fimm stjörnur í árekstrarprófi

Renault-sportbíllinn Megane Coupé-Cabriolet hefur hlotið 5 stjörnur í árekstrarprófun Euro NCAP. Bíllinn hlaut 33,56 stig af 37 mögulegum og þar með er bíllinn sá öruggasti í sínum flokki.

Fólk óánægt með sektirnar

Arnar Snæbjörnsson bílastæðavörður hefur verið starfinu sínu í tæp sjö ár. Hann byrjaði sem stöðumælavörður en er nú bílastæðavörður í Ráðhúsinu.

Vinna við fleiri en einn miðil

Nú er komin út skýrsla sem fjallar um framtíð fjölmiðlamanna á vinnumarkaðinum en danska Blaðamannafélagið er meðal þeirra sem stóðu að verkefninu. Í verkefninu var leitað til um það bil hundrað vinnuveitenda á fjölmiðlaiðnaðinum í Danmörku en könnun fór síðan fram síðastliðið haust.

Sumarvinna með sjarma

Hildur Arna Gunnarsdóttir hefur nýlokið sínu fyrsta ári við Landbúnaðarskólann á Hvanneyri þar sem hún leggur stund á umhverfisskipulag. Námið er alls þrjú ár og Hildur Arna hefur einmitt náð að næla sér í sumarvinnu í sambandi við nám sitt. Hún fékk styrk í vor frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að fjármagna verkefni sem ber heitið Lífið að húsabaki: umhverfi bakgarða við húsasund í vesturbæ Reykjavíkur.

Alltaf að sjá eitthvað nýtt

"Þetta er ekki leiðinlegt starf en það er fremur lítið upp úr því að hafa," segir Loftur Þór Pétursson bólstrari sem við hittum á verkstæði sínu Bólsturverk við Kleppsmýrarveg. Hann talar af reynslu því hann hefur sinnt bólstrun í þrjátíu ár en einnig flytur hann inn handverkfæri og vélar til þeirrar iðnar.

Allt er vænt sem vel er grænt

<strong>Shrek 2</strong> Þótt nýjabrumið sé vissulega farið af Shrek og félögum er ekki annað hægt en að skemmta sér konunglega á þessum öðrum kapítula þökk sé drepfyndnu handriti og glænýjum persónum. 

Indí-krakkar á barnum

Þetta var víst besta sveitin sem ég missti af á Hróarskelduhátíðinni í ár, samkvæmt því fólki sem ég tek eitthvað mark á þegar kemur að tónlist.

Djömmuðu á EM á kostnað ESB

Bogi Ragnarsson og Jón Eiríksson voru ráðnir sem starfsmenn Evrópukeppninnar í fótbolta í Portúgal. Strákarnir unnu í fjóra daga af tveggja mánaða ótrúlegri ferð þar sem allt var borgað fyrir þá. Kærastan hans Boga er hundfúl út í hann enda kemst hann ekki niður á jörðina eftir ferðina og talar ekki um neitt annað.

Sjá næstu 50 fréttir