Fleiri fréttir

Krúttlegur hryllingur

Listakonan Patricia Waller heklar einstaka blöndu af krúttskap og hryllingi sem vekur mismunandi viðbrögð. Hún tekur þátt í prjónalistahátíð í Norræna húsinu.

Friðrik Dór og Erpur keyra þetta í gang - myndband

Rappararnir Henrik Biering og Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, hafa gefið út lag saman. Lagið heitir Keyrumettígang, sem er einhvers konar stytting á Keyrum þetta í gang. Þeir hafa fengið engan annan en Friðrik Dór til liðs við sig en hann syngur viðlagið.

Það var lagið Eli Roth - myndband

„Ég var þar fyrst þegar ég var 19 ára,“ segir Eli Roth leikari og leikstjóri meðal annars um Ísland í myndskeiði í átaki ferðaþjónustunnar „Inspired by Iceland". Eli hefur heimsótt Ísland undanfarin 20 ár og reynir að heimsækja landið eins oft og hann getur til að hlaða batteríin eins og hann segir sjálfur. Sjá Eli Roth hér.

SATC: Til í að ættleiða

„Við erum komin yfir það að eignast börn saman en að ættleiða barn er hinsvegar allt annar handleggur," sagði John.

Var nett stressaður - myndir

„Ég veit ekki alveg hvort ég sé týpan í módelbransann en ef það er til að styrkja gott málefni þá er ég alltaf til. Ég tók reyndar þátt í tískusýningum með mömmu þegar ég var svona 8 ára. Ætli ég búi ekki af þeirri reynslu", segir Sjonni og hlær.

Efast um Vinamynd

Leikkonan Courteney Cox hefur litla trú á að kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum Friends verði gerð. Hin 45 ára Cox, sem lék Monicu Geller í tíu þáttaröðum, er til í leika í slíkri mynd en efast um að hún verði að veruleika. „Það þarf margt að ganga upp til að hún fari af stað. En við höfum látið okkur dreyma um hana," sagði Cox.

Myndir af gosinu í Ósló

„Þetta er sýning um gosið í Eyjafjallajökli. Við erum að setja þetta upp með það í huga að fólk sjái að hægt er að ferðast hingað þrátt fyrir liðna atburði," segir Anna María Sigurjónsdóttir.

Heigl lítur upp til Bullock

Leikkonan Katherine Heigl lítur mjög upp til Söndru Bullock og telur að hún hafi breytt lífi sínu. Heigl finnst Bullock hafa staðið sig einkar vel í stykkinu eftir að framhjáhald eiginmanns hennar Jesse James komst upp, aðeins nokkrum vikum eftir að þau ættleiddu ungan dreng.

Fengu heiðursverðlaun og hittu Page

„Þetta var alveg frábært og mikill heiður," segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. Hljómsveitin var heiðruð fyrir framúrskarandi framlag sitt til tónlistarheimsins á verðlaunahátíð hins virta breska tónlistartímarits Mojo sem var haldin í London á fimmtudagskvöld.

Blóta og drekka frían bjór - myndir/myndband

„Við erum að drekka bjór núna og hann var ókeypis og þið misstuð af honum... oh andskotinn!" sagði Frank Arthur blöndahl Cassata einn af meðlimum hljómsveitarinnar Nóra sem hélt útgáfutónleika á Íslenska barnum í gær.

Myndin um Les Grossman jarðar Citizen Kane

Með nýju myndinni ætlar hann að láta Citizen Kane líta út fyrir að vera ömurleg mynd, segir leikarinn Ben Stiller, sem verður einn af framleiðendum myndar um hinn hrikalega Les Grossman.

Þórarinn spreytir sig á Shakespeare

Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn er að þýða Shakespeare-verkið Lér konungur sem verður jólasýning Þjóðleikhússins. Þetta er í fyrsta sinn sem hann spreytir sig á Shakespeare.

Fær ráðgjöf hjá miðli

Miðillinn Ron Bard segir að leikarinn Brad Pitt komi í heimsókn til sín til að fá ráðgjöf þegar hann eigi við vandamál að stríða.

Jóhanna Guðrún með nýja kærastanum á FM-hátíð

Hlustendaverðlaun FM 957 voru haldin á Nasa á fimmtudagskvöld. Fjölmörg kunn andlit létu sjá sig á hátíðinni, þar á meðal söngkonan Jóhanna Guðrún sem mætti með nýjan kærasta upp á arminn. Dikta var sigurvegari kvöldsins með fern verðlaun.

Selja íslenskar plötur á Hljómalindarreitnum

Félagarnir Halli og Halldór verða með útimarkað í dag og morgun á Hljómlindarreitnum þar sem eingöngu íslensk tónlist verður til sölu. Ef vel gengur verður markaðurinn í allt sumar.

Leitað að fórnarlömbum

„Um er að ræða sýningu um svokallað nígeríusvindl sem sett verður á svið. Okkur vantar því fórnarlömb alþjóðlegra svikastarfsemi sem geta miðlað að reynslu sinni og þar af leiðandi veitt innsýn í heim fórnarlambanna," segir Friðgeir Einarsson hjá sviðslistahópnum Sextán elskendum.

Pattinson tekst á við frægðina

Hjartaknúsarinn Robert Pattinson sat fyrir svörum hjá franska tímaritinu Premiere fyrir skemmstu og var hann meðal annars spurður út í fylgifiska frægðarinnar. „Eftir að ég varð frægur hef ég orðið svolítið vænisjúkur.

Fjölskyldur kaupa landsliðstreyjur

„Það er búin að vera mjög góð sala," segir Jón Ágúst Eggertsson hjá íþróttaversluninni Jóa útherja. HM í fótbolta er byrjað og hafa landsliðstreyjurnar í versluninni rokið út að undanförnu.

Mynd um Van Helsing

Hinn mexíkóski Guillermo del Toro ætlar að leikstýra og skrifa handrit nýrrar myndar um vampírubanann Abraham Van Helsing, höfuðandstæðing greifans Drakúla. Del Toro ákvað á dögunum að hætta við að leikstýra Hobbitanum vegna tafanna í kringum þá mynd og svo virðist sem Van Helsing verði næstur á dagskránni hjá honuum.

Brett vill stól Cowells

Brett Michaels, söngvari rokksveitarinnar Poison, hefur áhuga á að setjast í dómarasætið í American Idol-þáttunum í stað Simons Cowell, sem ætlar að snúa sér að X-Factor.

Stórsveit Samma í stuði

Platan Helvítis fokking funk með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar kemur út 17. júní.

Samningsvilji bjargar HM-sumri knattspyrnufíkilsins

Samningsvilji er allt sem þarf til að gera HM-veisluna bærilega fyrir alla fjölskylduna. Þetta segja tveir fjölskylduráðgjafar en heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í dag með tilheyrandi beinum útsendingum frá kappleikjunum.

Shakira funheit á HM-tónleikunum

Söngkonan Shakira var í feiknamiklu stuði á risatónleikunum sem haldnir voru í Jóhannesarborg í gær. Lag hennar, Waka Waka er opinbert lag heimsmeistarakeppninnar og er komið í spilun út um allan heim.

Fergie hefur engan tíma fyrir barneignir

Þrálátur orðrómur um að söngkonan Fergie sé ólétt hefur verið hávær undanfarið en hún giftist leikaranum Josh Duhamel í janúar árið 2009. Fergie segist vera allt of upptekin með hljómsveitinni Black Eyed Peas til að eignast og ala upp barn. „Í dag gengur allt út á Black Eyed Peas hjá mér. Ég hef einfaldlega engan tima til að eignast barn," segir Fergie. „Jafnvel þó ég vilji verða ólétt þá er ekki séns að ég gæti verið ófrísk á sviði. Ég myndi fá rosalegt samviskubit.“ Fergie viðurkennir að hún og Josh hafa mikinn áhuga á að stofna fjölskyldu í framtíðinni. „Þegar ég eignast börn þá set ég þau í fyrsta sæti.“

Nóra gefur út plötu

Reykvíska hljómsveitin Nóra gefur út sína fyrstu plötu, Er einhver að hlusta?, í dag. Þar er að finna tíu lög sungin á íslensku, þar á meðal lagið Sjónskekkja sem sat á vinsældalista Rásar 2 í fimm vikur fyrir áramót. Nýjasta lag sveitarinnar í útvarpi nefnist Bólheiðafall.

Óður til lauganna

Kolbrún Vaka Helgadóttir elskar sundlaugar og opnar í dag sýningu með myndum frá náttúrulegum laugum á Íslandi.

Vala Grand: Hress eftir aðgerðina en borðar lítið

Við höfðum samband við Völu Grand símleiðis í gærkvöldi en hún er í þessum töluðu orðum stödd á Landspítalanum í Fossvogi þar sem hún jafnar sig eftir erfiða kynskiptiaðgerð sem hún gekkst undir síðasta sunnudag. Hvernig hefur þú það eftir aðgerðina? „Mér líður mjög vel. Ég er mjög hamingjusöm og mér finnst ég vera fullkomin,“ svarar Vala og segir: „Það er erfitt að ná sér eftir svona stóra aðgerð. Ég er að reyna að jafna mig.“ „Ég er búin að borða lítið... but im struggling. Ég hlakka til að fara í thong," segir hún hlæjandi áður en við kveðjum hana.

HM setur strik í Herminator-golfmótið

Hermann Hreiðarsson stendur fyrir árlegu Herminator-golfmóti í Eyjum 26. júní. Illa gengur að fá heimsfrægar knattspyrnustjörnur til að koma, enda er HM í knattspyrnu á sama tíma.

Fólkið í salnum toppaði VIP liðið - myndir

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hlustendaverðlaunum FM 957 á skemmtistaðnum Nasa í gærkvöldi. Haffi haff, Veðurguðirnir, Friðrik dór, Dikta, Hvanndalsbræður og Blazrocka og Sykur sáu til þess að allir skemmtu sér vel.

VIP svæðið var lokað almenningi

Hlustendaverðlaunahátíð FM 957 var haldin á Nasa í gærkvöldi með þvílíkum látum. Aðeins útvaldir fengu aðgang að afmörkuðu VIP svæði á staðnum þar sem íslensku stjörnurnar og fylgdarlið þeirra skemmti sér. Vísir var á staðnum og myndaði liðið.

Heiður að vinna með Ómari Ragnarssyni

„Við félagarnir verðum „krúsandi“ um landið alla föstudaga og verðum með innslög sem heita Ómar og Andri á flandri. Við ætlum að kíkja í heimsókn í smábæina og dýfa tánum í sumarhátíðirnar og ég ætla meðal annars að draga karlinn með mér á Eistnaflug og í heimsókn til pabba. Þetta verður mjög fallegt allt saman,“ segir útvarpsmaðurinn vinsæli, Andri Freyr Viðarsson.

Þögn Strokes á enda

New York-sveitin The Strokes spilaði á sínum fyrstu tónleikum í fjögur ár í London á miðvikudag.

Gríman: Taktu þátt í valinu

Grímuhátíðin, árleg uppskeruhátíð sviðslistageirans, verður haldin í áttunda sinn í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 16. júní næstkomandi og verður bein útsending frá hátíðinni á Stöð 2. Aldrei hafa fleiri frumflutt sviðsverk komið til álita, en þau voru alls 89 í ár. Nú gefst áhorfendum kostur á að taka þátt í valinu á hvaða sýning þeim fannst skara framúr á árinu með því að fara inná www.griman.is og velja þar sýningu ársins. 5 vinsælustu sýningarnar keppa síðan í símakosningu frá 14. júní og verða úrslit kynnt í beinni útsendingu á Stöð 2 frá grímuhátíðinni.

Hin mörgu andlit Christinu Aguilera

Fyrst sykursæt, síðan hálfnakin, þá í gamla stílnum og nú djörf aftur. Christina Aguilera reynir að hressa upp á ímyndina á Bionic.

Lindsay gæti endað í fangelsi

Leikkonan Lindsay Lohan gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hún fundin sek um að hafa brotið skilorðið.

Áttu vatn vann Stuttmyndadaga

Haraldur Sigurjónsson vann Stuttmyndadaga í Reykjavík með myndinni Áttu vatn? Lokakvöld hátíðarinnar var haldið í Kringlubíó í gær.

Vill að Jón Gnarr leiki sjálfan sig í Skaupinu

„Kannski er ég svona valdsmannslegur. Ég leik oft menn með sterka og ákveðna nærveru," segir Jóhannes Haukur Jóhannesson, sem sló í gegn sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í áramótaskaupinu.

Sjá næstu 50 fréttir