Fleiri fréttir

Nína Dögg er sendiherra Evrópuárs

Nína Dögg Filippusdóttir kemur fram í Iðnó í kvöld og segir nokkur orð um kvikmyndina Börn sem verður sýnd á opinni sýningu klukkan 20.

Enn eitt sölutrikk SATC? - myndir

Er þetta ekki bara enn eitt sölutrikkið af því að konur elska hana úr Sex and the City myndinni? „Auðvitað er hún með þetta allt í hendi sér en myndin er um tísku og skemmtun og þó við getum ekki klætt okkur í rándýran fatnað eins og Carrie Bradshaw þá getum við vafið ilminum um okkur og komið okkur í karakter," segir Kristín.

Slær í gegn stífmálaður í framan - myndir/myndband

Við kíktum á útgáfutónleika Haffa Haff sem fram fóru á Nasa í gær þar sem gríðarlega góð stemning var á meðal unga fólksins. Um var að ræða tónleikaröð Haffa sem hófst með fjölskylduskemmtun klukkan 17:00 þar sem frítt var inn fyrir börn yngri en 13 ára og foreldra þeirra.

Þvílíkt drama út af flegnum bol - myndband

Þegar við spurðum Óla Geir Jónsson, fyrrverandi Herra Ísland, nánar út í flegna bolinn sem hann klæddist á Nasa í gær brugðust félagar hans, Arnar Már Friðriksson og Birgir Sævarsson, illa við. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðkvæma unga karlmenn æsa sig yfir saklausri spurningu út í klæðaburð.

Get him to the Greek: tvær stjörnur

Einhverra hluta vegna hefur sá misskilningur fengið vængi að Get Him to the Greek sé fyndnasta mynd sumarsins ef ekki ársins hingað til. Þetta stenst enga skoðun.

Sumarsmellirnir valda vonbrigðum

Að mati flestra kvikmyndaspekúlanta eru kvikmyndaverin ekki ánægð með byrjun sumarsins. Engin mynd hefur náð einhverjum hæðum í miðasölu og sumir bíða jafnvel bara eftir næsta sumri.

Aníta orðuð við Escape to Donegal

Leikkonan Aníta Briem er orðuð við hlutverk í kvikmyndinni Escape to Donegal á vefsíðunni IMDB.com. Myndin ku vera vísindaskáldskapur og persónan sem Aníta er orðuð við nefnist Faith.

Kínverjar í stól forsetans á Bessastöðum

Yfir þrjátíu blaðamenn fylgja He Guoqiang, flokksritara í stjórnmálanefnd miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins, eftir en hann fer fyrir sendinefnd sem stödd er hér á landi. Í henni eru fulltrúar frá Seðlabanka Íslands, Útflutnings- og innflutningsbanka Kína og kínverskum orkufyrirtækjum.

Grant á barnum

Hugh Grant þykir augljóslega leiðinlegt að sitja einn að drykkju því hann bauð stúdentum frá Oxford, sem sátu inni á sama bar og hann, upp á drykk.

Hvítur, svartur og heltanaður - myndband

„Við erum að sjá um útgáfutónleikana hans Haffa Haff á Nasa. Þrennir tónleikar í kvöld," sögðu tónlistarmennirnir Arnar Már Friðriksson og Birgir Sævarsson, sem vöktu fyrst athygli í þættinum Bandið hans Bubba og plötusnúðurinn Óli Geir Jónsson sem var Herra Ísland í stutta stund árið 2005. Þá spjöllum við um húðlitinn á þeim á léttum n ótum að sama skapi í myndskeiðinu.

Hefur ekki orku fyrir börnin

Michael Douglas, sem nálgast óðfluga eftirlaunaaldurinn, segist ekki lengur hafa orku fyrir börnin sín.

Þessi stelpa kann að taka armbeygjur - myndband

„Mataræðið skiptir 50% máli í að standa sig vel. Andlega hliðin er náttúrulega mjög mikilvæg..." sagði Annie Mist Þórisdóttir Crossfit meistari meðal annars eftir að hún tók nokkrar armbeygjur fyrir okkur.

Dóttir Dennis Hopper missti af jarðarförinni

Sjö ára gömul dóttir bandaríska leikarans Dennis Hopper missti af jarðarför föður síns. Galen Hopper heldur því fram að móðir hennar, Victoria Duffy, hafi meinað sér að koma.

Hrifin af húmor hvors annars

Upp mín sál! er uppistandshópur á vegum Listhópa Hins hússins sem mun skemmta bæði borgarstarfsmönnum og gangandi vegfarendum í sumar.

Skráður einhleypur á Facebook

"Það er svo margt sem að bara... það er ekki endilega eitt. Röfl er bara pirrandi," sagði Erpur Eyvindarson þegar við spurðum út í það sem honum líkar ekki við í fari kvenfólks en hann er skráður einhleypur á vinatengslasíðunni Facebook.

Jógvan náði stúdentsprófinu - myndir

„Mikið er ég feginn að hafa klárað skólann minn. Ég er orðinn stúdent. Var á háskólabrú Keilis," sagði Jógvan þegar við spjölluðum við hann í gær.

Lykill að lífshamingju - myndband

„Ég myndi segja að það væri einlægni," svaraði Guðni Gunnarsson þegar við spurðum hann hver er lykillinn að lífshamingju? „Þú verður að öðlast heimild það er að segja þú veðrur að læra að segja satt svo þú getir verið í kyrrð með sjálfum þér.Og ef þú öðlast heimild þá getur þú öðlast velsæld." „Þú getur laðað að þér peninga og fjármagn og tækifæri en ef þú hefur ekki heimild í eigin hjarta þá getur þú ekki haldið því þess vegna er einlægni lykillinn." Sjá nánar Ropeyogasetrid.is. http://www.ropeyogasetrid.is/

Regnboginn rýmdur í sumar

Tækjabúnaður í Regnboganum verður fjarlægður eftir um mánuð ef ekki næst niðurstaða um starfsemi í húsinu.

Spila íslenskt víkingarokk

Víkingarokksveitin Skálmöld er að taka upp sína fyrstu plötu. Tveir meðlimir sveitarinnar eru einnig í Ljótu hálfvitunum, eða bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir.

Miley segist ekki vita hvað venjulegt líf er

Hin unga söngkona Miley Cyrus segist aldrei hafa lifað eðlilegu lífi vegna frægðarsólar föður síns, þjóðlagasöngvarans Billy Ray Cyrus, sem gerði garðinn frægan árið 1991 með laginu Achy Breaky Heart.

Jón Gnarr fagnar mögulegu framboði í Kaliforníu

„Það væri ógeðslega gaman ef Besti flokkurinn næði að fella repúblikana í Kaliforníu. Það myndi alveg gera daginn, þann daginn,“ segir Jón Gnarr, næsti borgarstjóri í Reykjavík.

Tom og Katie reyna að eignast annað barn

Bandaríski hjartaknúsarinn Tom Cruise upplýsir í viðtali við OK!-tímaritið að það hafi verið ást við fyrstu sýn þegar fundum þeirra Katie Holmes bar saman.

Annie Mist á leið á HM í CrossFit

Annie Mist Þórisdóttir Annie var farin að hanga í borðplötum löngu áður en hún fór að ganga. Hún sigraði í meistaraflokki kvenna á CrossFit-leikunum um helgina, annað árið í röð.

Viltu fjölskyldu eða vera hommi? - myndband

Við notuðum tækifærði í afmæli Sigríðar Klingenberg og spurðum Guðberg Garðarsson eða Begga eins og hann er kallaður um stráka sem eru gagnkynhneigðir (straight) og velja að verða samkynhneigðir (gay)? Sko strákarnir sem eru straight þeir eru velkominr í okkar gayheim skilurðu!" Ég veit um einn, tvo, þrjá, fjóra, fimm, sex, sjö sem fengu að velja. Viltu familíu eða gay (?) og þeir völdu gay," útskýrir Beggi. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið efst í fréttinni .

Rúnar Freyr kynnir Grímuna

Grímuhátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 þann 16. júní. Rúnar Freyr Gíslason verður kynnir hátíðarinnar.

Gáfuleg sjónvarpsstjarna - myndband

„Það er ógáfulegt að reyna að vera gáfulegur, reyndar jafnvel ógæfulegt," segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir annar stjórnandi sjónvarpsþáttarins Ísland í dag spurð hvort hún reyni að vera gáfuleg í sjónvarpinu. „Meira að segja leikskólabörn sjá í gegnum slíkt. Í sjónvarpi eins og annarsstaðar er best að vera maður sjálfur. Svo fær maður oft skemmtilegustu svörin við ógáfulegum spurningum," segir hún. „Afmælið hennar Siggu var stórkostlegt. Hef sjaldan séð litríkari afmælisveislu. Lét Gay Pride líta út eins og skrúðgöngu bankamanna í samanburðinum. Fyrir utan afmælisbarnið sjálft, sem toppaði meira að segja sjálfa sig í klæðaburði, eru átján sentimetra hælar Díönu Ómel eftirminnilegastir. Ég er ennþá með hálsríg eftir að hafa talað við hann." Hvenær fáum við að sjá innslagið úr afmælinu hennar Siggu á Stöð2? „Innslagið verður sýnt annað kvöld. Get alveg lofað stuði, enda ekki á hverjum degi sem maður sér tveggja metra klæðskiptinga, dansandi engla og súlustelpur á ljósastaurum á einum og sama staðnum."

Sumir voru pirraðir - myndband

Eins og myndskeiðið sýnir ákvað ónefndur klæðskiptingur sem kallar sig Hákon Hildibrand dragdrottning skyndilega að hætta að spjalla við okkur í miðju viðtali.

Viðtal: Móðir 3 ára drengs með bráðahvítblæði

Við höfðum samband við Eddu Viðarsdóttur móður þriggja ára gamals drengs sem heitir Emil Ágúst Þórisson. Emil greindist með bráðahvítblæði í janúar 2010. Síðan þá hefur hann verið í mjög erfiðri meðferð sem hefur reynt mikið á hann og alla hans fjölskyldu. Til að létta undir með fjölskyldunni hafa nokkrir vinir foreldra Emils, Eddu Viðarsdóttur og Þóris Úlfarssonar, ákveðið að standa fyrir tónleikum þeim til styrktar. Tónleikarnir verða haldnir í Salnum Kópavogi fimmtudaginn 10.júní klukkan 20:00. „Vinir og vandamenn sjá um að halda styrktartónleikana fyrir okkur. Hannes Friðbjarnarsson í Buff á heiðurinn af þessu glæsilega framtaki ásamt mörgum öðrum vinum okkar," segir Edda í upphafi samtals okkar áður en við spyrjum um heilsu Emils. Í aðstæðum sem þessum sér maður hvað vináttan hefur markað djúp spor. Hvernig hefur Emil litli það? „Hann hefur það svona ágætt í dag. Hann er búinn að vera mjög lasinn. Það er misjafnt hvernig börn bregðast við lyfjunum. Hann hefur verið mjög lasinn síðan hann greindist í byrjun janúar á meðan önnur börn þola lyfin aðeins betur. Hann hefur ekki labbað í rúma þrjá mánuði. Aukaverkanirnar sem hann er að fá eru slæmar, hann er voðalega óheppinn hvað það varðar," segir Edda. „Við foreldrar Emils höfum ekkert getað unnið. Ég er heima í fæðingarorlofi. Bróðir hans, Viðar Snær, varð átta mánaða í fyrradag (6. júní). Hann var tveggja mánaða þegar Emil greindist. Ég á tvær eldri dætur og Þórir einn eldri son og svo eigum við þá tvo saman" segir Edda. Eru batahorfur góðar hjá Emil? „Batahorfurnar hjá börnum með ALL tegundina af hvítblæði eins og Emil er með eru um 85% en nær 90% á Íslandi vegna góðrar meðferðar hjá krabbameinsveikum börnum," segir Edda. „Við erum frekar bjartsýn með batahorfur hjá Emil enda vona ég að hann sé komin yfir erfiðasta hjallann en tvö ár eru enn eftir af meðferðinni svo að við erum bara rétt farin að stað og við vonum að Guð verði Emil, litlu hetjunni okkar hliðhollur í þessari miklu baráttu." Meðfylgjandi má sjá myndir af Emil litla. Hér má sjá nánari upplýsingar um styrktartónleikana sem enginn sem vill veita fjölskyldunni hjálparhönd ætti að láta fram hjá sér fara.

Herra Hinsegin var 130 kg - myndband

„Já ég var tæplega 130 kíló. Í dag er ég eitthvað um 86 kíló," viðurkenndi nýkjörinn Herra Hinsegin, Vilhjálm Þór Davíðsson, frá Ólafsfirði, þegar við spjölluðum við hann í gær. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég var rúmlega sautján ára að þetta væri ekki líf sem ég ætlaði að fara í," sagði Villi. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt efst í fréttinni ef þú vilt sjá viðtalið við Villa.

Þjóðverjar vilja íslenskan Bankster

Guðmundur Óskarsson er kominn á höfundalista þýska forlagsins Frankfurter Verlagsanstalt, sem ætlar að þýða sigurverk Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Bankster.

Formið kemur með kynlífi

Robbie Williams hefur upplýst hvernig hann heldur sér í svona góðu formi. Fyrir utan að hlaupa nokkra kílómetra á dag og borða hollt þá er lykillinn kynlíf.

Sjá næstu 50 fréttir