Fleiri fréttir

Fráskilin byrjuð með módeli

Kate Winslet, 34 ára, sem skildi við leikstórann Sam Mendes fyrr á þessu ári, er að hitta fyrirsætuna Louis Dowler, 34 ára, en þau voru kynnt fyrir hvort öðru í byrjun sumars. „Louis hefur eytt miklum tíma með Kate. Þau voru bæði stödd í New York fyrir stuttu þar sem þau léku saman í auglýsingu. Þeim kemur mjög vel saman," er haft eftir heimildarmanni.

Sprautar ilmvatni í föt kærastans

Söngkonan Rihanna sprautar ilmvatninu sínu í föt kærastans svo hann gleymi henni ekki þegar hún er fjarverandi. Rihanna varð ástfangin af körfuboltastjörnunni Matt Kemp fyrr á þessu ári. Þau eru í einskonar fjarbúð en Rihanna er þessa dagana á tónleikaferðalagi um Evrópu og Matt býr í Los Angeles. „Matt varaði félaga sína við og sagði þeim að hann lyktaði eins og kona því Rihanna sprautar stöðugt ilmvatni í fötin hans, sagði náinn vinur hans.

Tekur hjólhýsið fram yfir lúxuslífið

Pamela Anderson, 43 ára, er fullkomlega hamingjusöm að búa í hjólhýsinu sínu á Malibu strönd. Fyrrum Baywatch stjarnan og synir hennar Brandon, 13 ára, og Dylan, 11 ára, fluttu í eins herbergja hjólhýsi á síðasta ári þegar Pamela lét taka húsið þeirra í gegn. Verutími þeirra í hjólhýsinu lengdist því við tóku alvarleg peningavandræði hjá Pamelu. „Ég og strákarnir elskum hjólhýsagarðinn. Það er mjög sérstakt samfélag en við erum mjög hamingjusöm þar. Ég vil ekki skipta þessu heimili út fyrir neinn lúxus. Hér vil ég búa," sagði Pamela. Pamela er ekki gjaldþrota en segir peningavandræði sín tilkomin vegna vangoldinna skulda þar sem eitt leiddi af öðru. „Kjaftasagan um að ég sé gjaldþrota er bull og vitleysa. Fjöldi fólks hefur þurft að ganga í gegnum fjárhagserfiðleika undanfarin ár og ég er þar meðtalin."

Tók tónlistarmyndband upp á síma

„Ég þurfti bara að hlaða símann einu sinni í þennan eina og hálfa dag sem tökurnar stóðu yfir,“ segir Isak Winther grafískur hönnuður sem tók upp myndband við lagið Þriggja daga vakt en það sem þykir óvanalegt við myndabandið er að það var allt tekið upp gegnum myndavél á síma.

Félagar þrátt fyrir ólíkar skoðanir

„Við erum góðir félagar og maður lætur þetta ekkert á sig fá,“ segir Erpur Eyvindarson rappari um samstarf hans og söngvarans Henrik Biering í laginu Keyrumettígang en það hefur vakið athygli að kapparnir eru á sitthvorum endanum í pólitík. Erpur er þekktur fyrir að liggja ekki á sínum vinstrisinnuðum stjórnmálaskoðunum á meðan Henrik er sjálfstæðismaður.

Framleiðandi Toms Cruise í viðræðum við Íslendinga

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Paula Wagner, sem hefur unnið náið með Tom Cruise, er í viðræðum við þá Richard Scobie og Kristinn Þórðarson um að taka þátt í framleiðslu kvikmyndar eftir handriti þeirra 66 gráður norður. „Þetta einfaldlega gerbreytir öllu fyrir okkur og setur

Hatar ræktina og elskar súkkulaði

Leikkonan Eva Mendes viðurkennir að hún hatar að æfa og elskar að borða. Eva, sem hefur setið fyrir léttklædd fyrir Calvin Klein tískuframleiðandann meðal annars, segist virkilega þurfa að hafa fyrir því að passa í uppáhalds gallabuxurnar sínar. „Ég er alveg eins og aðrar konur. Ég elska súkkulaði og hata að fara í ræktina en sannleikurinn er sá að ég verð að fara. Ég elska að borða og get ekki haldið aftur af mér þannig að ég mæti í ræktina og hreyfi mig, sagði Eva. „Ég get ekki hugsað mér að sleppa úr máltíð þannig að ég þyngist auðveldlega en ég er þakklát fyrir hvað það er auðvelt að halda sér í formi og njóta þess að borða súkkulaði í leiðinni."

Einbeitir sér að viðskiptum

Breska söngkonan Lily Allen, 25 ára, ætlar að eyða tíma sínum fyrir aftan skrifborðið. Fyrr á þessu ári tilkynnti söngkonan að hún ætlar að einbeita sér að viðskiptum í meira mæli í stað þess að semja tónlist. Markmiðið er að opna vintage verslun sem selur notaðan fatnað ásamt systur sinni og stofna sitt eigið útgáfufélag. „Ég er með litla skrifstofu í Soho og sit fyrir afttan skrifborðið mitt þar á hverjum degi. Það er virkilega gaman," segir Lily. Hún viðurkenni þó að það er ekki eins gaman að hanga á skrifstofunni og að ferðast um heiminn og halda tónleika.

SATC ævintýrið búið

Leikkonan Kristin Davis, 45 ára, segir að Sex and the City ævintýrið sé endanlega búið. Kristin, sem fór með hlutverk Charlotte York Goldenblatt í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City, segir að hún og leikkonurnar Sarah Jessica Parker, Kim Cattrall og Cynthia Nixon séu mjög stoltar yfir því sem þær hafa gert saman í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu í gegnum tíðina. „Ég held það verði ekki framhald á okkar samstarfi. Ég vildi óska að svo væri," svaraði Kristin spurð hvort framhald verði á SATC ævintýrinu. Hún segir fjöldan allan af sögum að vinkonunum vera ósagðar. „Ég gæti haft rangt fyrir mér en horfurnar á framhaldi eru ekki góðar eins og er."

Ragnhildur Steinunn best klædda kona Íslands

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona er best klædda kona Íslands að mati álitsgjafa okkar sem eru lesendur Lífsins. Lesendum Lífsins gafst kostur á að kjósa best klæddu konu Íslands í gegnum Facebook síðuna sem við höldum úti. Ragnhildur Steinunn, sem sigraði með yfirburðum, eignaðist hárprúða 16 marka stúlku 28. júní síðastliðinn. Unnusti hennar og barnsfaðir er Haukur Ingi Guðnason knattspyrnumaður.

Gerir grín að pabba

Jaden Smith, sonur Hollywood leikarans Will Smith vakti mikla athygli á blaðamannafundi í Osló á dögunum en þar er fjölskyldan stödd til að kynna nýjustu mynd táningsins og Jackie Chan, Karate Kid. Jaden, sem er 12 ára gamall, var öryggið uppmálað þegar hann mætti pressunni enda orðin fjölmiðlavanur þrátt fyrir ungan aldur.

Hljómsveitin Þeyr kemur saman í Norræna húsinu

„Þetta verður svolítið hátíðlegt. Þetta verður ekki svona rokk og ról eins og Rúdólf eða Killer Boogie,“ segir Guðlaugur Kristinn Óttarsson, gítarleikari hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Þeys.

Frelsisbaráttu Tíbet á RIFF

36 kvikmyndir hafa verið tilkynntar til þátttöku á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, sem verður haldin 23. september til 3. október.

Mugison samdi útilegulag í jarðarför

Tónlistarmaðurinn Mugison hefur samið lagið „Stingum af“ sem hann ætlar að frumflytja á nýrri tónlistarhátíð sem verður haldin á Hótel Laugarhóli á Ströndum í dag.

Allsgáðir á tónleikaferð

Hinir fimm sameinuðu meðlimir strákabandsins Take That hafa ákveðið að banna áfengi á væntanlegri tónleikaferð um Evrópu á næsta ári. Svo virðist sem partístand sveitarinnar sé á enda runnið, enda hafa Robbie Williams og Mark Owen glímt við áfengisvandamál undanfarin ár. „Strákarnir ræddu

Best klædda kona Íslands

Nú stendur yfir kosning á best klæddu konu Íslands. Álitsgjafar eru lesendur Lífsins á Vísi en kosningin hefur staðið yfir í dag á Facebook síðunni okkar. Svala Björgvinsdóttir söngkona, Sara María fatahönnuður og eigandi Forynju, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Hugrún Árnadóttir hönnuður og eigandi Kron kron og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona skipa fimm efstu sætin yfir best klæddu konur landsins. Taktu þátt og kjóstu hér (kosningin stendur yfir til klukkan 08:00 í fyrramálið).

Leitar að rétta kjólnum

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum leitar nú logandi ljósum að kjól fyrir Emmy verðlaunahátíðina sem fram fer í lok ágúst. Sjónvarpsþátturinn hennar Heidi, Project Runway, er tilnefndur í flokki bestu raunveruleikaþáttanna.. „Undanfarið hef ég leitað til vina minna í tískugeiranum. Allir tískuhönnuðir eru horfnir í sumarfri þar sem þeir drekka kampavín á lúxussnekkjunum sínum. Enginn hefur tíma til að hanna spennandi kjól fyrir mig á þessum árstíma," sagði Heidi.

Sér eftir að hafa gleypt svefnpillur

Söngkonan Courtney Love segist sjá eftir að hafa tekið svefnpillur. Courtney, sem hefur neytt eiturlyfja í fjölda ára, segist leggja sig fram á hverjum einasta degi við að halda sig frá vímunni. Hún viðurkennir að hafa ekki náð að sofa almennilega undanfarið og því brugðið á það ráð að gleypa svefntöflur. „Svefnleysið er að drepa mig og ég græt ofan í koddann minn. Mér líður svo illa yfir þessu og ég er svo sorgmædd," skrifaði hún á Twitter síðuna sína

Solla flytur inn gúrú - myndband

Í myndskeiðinu sem við tókum í hádeginu má sjá viðtal við Sólveigu Eiríksdóttur og David Wolf sem hefur síðasta áratug sérhæft sig á sviði hráfæðis, ofurfæðis, jurta og kakóbauna sem hanns egir vera kraftaverki líkast. David mun fara náið í uppgvötanir sínar á mataræði með ofurfæði og athuganir á fæði sem eykur líkurnar á langlífi á veitingastaðnum Gló í kvöld.

Heitt bað, naglalakka mig, lesa góða bók og hugleiða

Okkur lék forvitni á að vita hvernig lesendur Lífsins eyða tíma sínum í svokallaðar „gæðastundir" og hvort þeir gefi sér tíma fyrir sjálfa sig og gerðum könnun á síðunni okkar á Facebook. Svörin létu ekki á sér standa.

Konseptbúð fyrir Íslendinga - myndir

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar verslunin Geysir, sem staðsett er á Skólavörðustíg 16, var formlega opnuð. Athygli vakti að innviðir verslunarinnar voru ekki keyptir í byggingaverslunum, heldur er allt hráefni sótt í sveitir landsins. Gamalt timbur úr fjósum, rekaviður, gamlir naglar og ljós voru meðal annars notaðir í innréttingar.

Gangárinn veit allt um Flateyri

Danstvíeikið Vaðall, sem samanstendur af dönsurunum og danshöfundunum Aðalheiði Halldórsdóttur og Valgerði Rúnarsdóttur, sýnir verkið Var það Gangári? á Flateyri á morgun.

Týndar upptökur komnar í leitirnar

Leikararnir Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson, mennirnir á bak við einkaspæjarana Harry og Heimi, fengu í gær afhendar týndar upptökur af tveimur útvarpsþáttum sínum frá árinu 1993.

Mikil aðsókn á Bræðsluna

„Þetta er allt að smella saman og fjöldi fólks á svæðinu nú þegar,“ segir Magni Ásgeirson, annar skipuleggjandi Bræðslunnar, sem fer fram um helgina á Borgarfirði eystri, en þegar Fréttablaðið náði af söngvaranum tali var hann í miðjum heyskap í sólinni fyrir austan. „Miðarnir voru að seljast

Hilmir Snær og Ingvar E. leiða saman hesta sína

„Það er óhætt að segja að leikhópurinn sé einstaklega glæsilegur,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, en nú er loks orðið ljóst hverjir skipa helstu hlutverk í jólasýningu Borgarleikhússins,

Kylie fílar Jónsa í botn

Kylie Minogue hefur bæst í ört stækkandi aðdáendahóp íslenska tónlistarmannsins Jónsa, sem oftast er kenndur við Sigur Rós.

Íslensk bikiní fyrir alla

Hera Guðmundsdóttir og Steinunn Björg Hrólfsdóttir eru hönnunartvíeykið LAUG, sem hefur hafið framleiðslu á íslenskum sundfatnaði.

Mikið hark að vera hönnuður í dag

Erna Óðinsdóttir og Sonja Bent eru á meðal þeirra íslensku hönnuða sem taka þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn 12.-14. ágúst. Þær munu sýna hönnun sína á CPH Vision ásamt fjórum öðrum upprennandi hönnuðum, en CPH Vision leggur áherslu á nýja og framsækna hönnun.

Skemmtilegir fastakúnnar á Vínbarnum

Vínbarinn heldur upp á tíu ára afmæli sitt um helgina og stendur hátíðin til sunnudagsins 25. júlí, þar sem boðið verður upp á veigar á gamla verðinu.

Beach Boys 50 ára

Hljómsveitin The Beach Boys ætlar að koma aftur saman í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun hennar. Sveitin spilaði síðast saman árið 2006 í tilefni af fjörutíu ára afmæli plötunnar Pet Sounds.

Frábær Inception

Bíómyndir verða ekki mikið betri en þessi. Gáfuleg háspennumynd með áhugaverðri sögu og stórleik magnaðra leikara í stórum hlutverkum sem smáum.

Nýbökuð móðir í dúndurformi

Brasilíska súpermódelið Gisele Bündchen er komin í mjög gott líkamlegt form eftir að hafa æft daglega og það af fullri hörku samhliða réttu mataræði en hún eignaðist drenginn Benjamin fyrir aðeins sjö mánuðum.

George Clooney giftist í næstu viku

Hollywood leikarinn George Clooney, 49 ára, ætlar að ganga í heilagt hjónaband í næstu viku. George byrjaði með ítölsku sjónvarpskonunni Elisabetta Canalis, 31 árs, á síðasta ári. Sagan segir að brúðkaupið fari fram næsta fimmtudag en ekki er vitað hvar athöfnin fer fram. Elisabetta vill halda því leyndu eins lengi og mögulegt er. Einnig er hún sögð þrá að lifa eðlilegu lífi í stað þess að vera stöðugt undir smásjá fjölmiðla. George hefur samþykkt að selja villuna sína í Lake Como á Ítalíu og flytja á nýjan stað til að öðlast meira næði í framtíðinni. „Konurnar sem ég hef átt í ástarsambandi við hafa allar fengið leið á mér því ég er alltaf í vinnunni," viðurkenndi George fyrr á þessu ári. „Ef ég væri kærastan mín væri ég löngu hætt með mér."

Tekur framann fram yfir barneignir

Leikkonan Megan Fox, 24 ára, ætlar ekki að eignast barn fyrr en hún verður þrítug. Megan, sem giftist unnusta sínum, leikaranum Brian Austin Green, 37 ára, á Hawaii 24. júní síðastliðinn, vill verða mamma en ekki strax. Hún vill einblína á ferilinn næstu árin og „Megan er spennt yfir því að eignast fjölskyldu og Brian getur varla beðið en hann verður að bíða í sex ár til vibótar því Megan vill framkvæma ýmislegt áður en hún verður móðir. Hún hefur sagt Brian að slaka á og ekki ýta á eftir henni hvað þetta varðar," er haft eftir heimilidarmanni. Brian á 8 ára gamlan son með Vanessu Marcil.

Makalaus í sjónvarpið - myndband

Sjónvarpsstöðin Skjárinn tryggði sér réttinn á sjónvarpsþáttum sem gerðir verða eftir skáldsögunni Makalaus eftir Þorbjörgu Marínósdóttur, eða Tobbu eins og hún er kölluð. Við vorum viðstödd þegar Kristjana Brynjólfsdóttir markaðsstjóri Skjásins og Tobba skrifuðu formlega undir samninginn á Hilton hótelinu.

Viðurkenndu vandamálið strax

„Fyrir mörgum árum ætlaði ég að hjóla einhvern tímann hringinn svo loksins ákvað ég að láta verða af því. Nú get ég gefið mér tíma í þetta. Ég fann málefni sem stendurr mér nær og valdi það eftir því en ég er búinn að ala upp einn strák sem er ofvirkur. Þannig að ég þekki málefnið vel og vildi í leiðinni koma því á framfæri eins og ég get," svaraði Guðsteinn Halldórsson, 41 árs smiður, sem ætlar að hjóla hringinn í kringum landið til styrktar ADHD samtökunum.

Sumarhátíð Vinnuskóla Kópavogs - myndir

Vinnuskóli Kópavogs hélt í gær árlega sumarhátíð sína með pompi og prakt. Mikið var um dýrðir og voru unglingarnir ánægðir með uppskeru sumarsins. Þjakaðir af vinnu tóku þeir því fagnandi að fá sólríkan dag til þess að hlusta á góða tóna ásamt því að snæða pylsur, borða ís og taka þátt í knattleik.

Hönnuðir opna verslunina Kiosk Búðardóttur

„Þetta er samvinnuverkefni tíu hönnuða sem ákváðu að opna verslun á eigin vegum svo hægt væri að halda verðinu niðri. Okkur fannst líka sniðugt að standa saman í þessu þar sem það er minni fjárhagsleg áhætta fyrir hver

Hefur meira en fegurðina

Leikkonan Eva Mendes segir að það sé meira í sig spunnið en bara útlitið. Hún er engu síður dugleg við að nota fegurðina til að koma sér áfram í kvikmyndabransanum. „Ég er sátt við kvenleika minn og kynþokka og é

Landsliðskonur í laxveiði í Grímsá

Landsliðskonurnar Þóra Helgadóttir og Katrín Ómarsdóttir ásamt þjálfaranum Sigurði Ragnarssyni fóru saman í lax á dögunum. Hugmyndin var þó ekki algjörlega þeirra þar sem sjónvarpsmyndavélar frá Stöð 2 Sport fylgdust með.

Raggi Bjarna syngur á Innipúkanum

„Ég ætla bara að vera ég sjálfur,“ segir söngvarinn ástsæli Raggi Bjarna en hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Innipúkanum sem verður haldin í níunda sinn í Reykjavík um verslunarmannahelgina.

Sjá næstu 50 fréttir