Fleiri fréttir Toppurinn á ferlinum Tónlistarmaðurinn Lou Reed segir að samstarf hans við rokkarana í Metallica sé toppurinn á hans ferli. „Við spiluðum saman og þá vissi ég það strax,“ sagði hann. „Þetta var algjör draumur.“ Reed og Metallica hófu óvænt samstarf og tóku upp plötuna Lulu sem kemur út 31. október. 1.9.2011 07:00 Svakaleg óvissuferð kvikmyndaáhugafólks „Ég get lofað því að þetta verður svakalegasta bíóupplifun sem fólk hefur séð á landinu. Ég held að það komist ekkert í hálfkvisti við þetta,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson. 1.9.2011 07:00 Tónleikar í Hörpu til eflingar geðheilsu Forvarna- og fræðslusjóðurinn Þú getur!, sem Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir stofnaði, hélt stórtónleika í Hörpu síðasta laugardag til eflingar geðheilsu. Margir helstu tónlistarmenn landsins gáfu starfskrafta sína án endurgjalds nú sem áður. Fram komu: Karlakór Reykjavíkur, Diddú og Egill Ólafsson ásamt Jónasi Þóri. Kristján Jóhannsson, Gissur Páll Gissurarson, Geir Ólafs, Margrét Eir, Thin Jim og Fabula. Jón Jónsson, Júpiters og Jassbandið með Don Randi. Kynnir kvöldsins var Edda Björgvinsdóttir. Það var frábær stemming á tónleikunum og troðfullt út úr dyrum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Heiðursgestur og verndari tónleikanna var frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Markmið Forvarna- og fræðslusjóðsins ÞÚ GETUR! eru að vekja fólk til meðvitundar um mikilvægi góðrar geðheilsu og eflingu hennar. Þar að auki eru verkefni sjóðsins að styrkja þá til náms sem átt hafa við geðræn veikindi að stríða, að efla þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna og að auka umræðu til þess að draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum. 31.8.2011 17:09 Ísköld og drullug upp fyrir haus "Ég var með þessa hugmynd um að mynda stelpu í drullupolli. Hera vinkona mín var svo ákkurat sú sem ég var að leita að fyrir þessa myndatöku svo ég spurði hana og hún var svo góð að segja já. Ég farðaði hana og valdi fötin og svona og svo keyrðum við á staðinn hjá Örfyrisey. Þar var drullan miklu dýpri en mig minnti svo fætur okkar sukku djúpt ofan í drulluna." "Við vorum báðar í skóm og sokkum sem finnast aldei aftur. Þetta var rosalega gaman samt. Við héldum báðar áfram að segja að þetta væri það flippaðasta sem við höfðum gert. Mér leið samt illa á tímabili því Heru varð orðið skítkalt og ég hét áfram að henda á hana drullu. Að komast upp í bílinn allar í drullu var samt það sem við hugsuðum ekki alveg út í áður en við lögðum af stað en einhvern veginn virkaði þetta. "Ég er rosalega glöð með útkomuna á myndunum en ég er líka búin að læra mína lexíu að það er ekki sniðugt að taka myndavél með sér í drullu. Ég er viss um að ég mun aldrei geta hætt að gera það sem ég er að gera núna." "Ég er að eyða miklum í þetta áhugamál og ég vil aldrei stoppa. Nú skil ég hvað orðið ástríða virkilega þýðir. Í framtíðinni vil ég fara í nám til útlanda og spreyta mig þar og svo bara sjá hvert þetta leiðir mig," segir þessi hæfileikaríka unga stúlka. Sjá myndirnar hér. Bloggið hennar Antoníu hér. 31.8.2011 15:45 Robert Downey Jr. pabbi í annað sinn Leikarinn Robert Downey Jr., 46 ára, og eiginkona hans, Susan, eiga von á barni í janúar á næsta ári... 31.8.2011 15:30 Glænýtt plakat fyrir glæpamyndina Borgríki Vísir hefur fengið í hendurnar glænýtt plakat fyrir glæpamyndina Borgríki, sem kemur út þann 14.október næstkomandi úr smiðju Poppoli kvikmyndafélags í leikstjórn Ólafs de Fleur. 31.8.2011 15:00 Friðrik V hættur á Kexinu „Það er engin dramatík í kringum þetta, við ætluðum alltaf að hafa þetta samstarf svona,“ segir Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda veitinga- og gistihússins KEX. 31.8.2011 14:00 Látin leika vondar konur af því ég er svo góð manneskja „Ég er nú vön þessu, er yfirleitt fengin til að leika ráðríku, leiðinlegu og freku eiginkonuna,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona. 31.8.2011 13:00 Áfengislaus tónleikaröð Arnars Kaffi, kökur & rokk & ról nefnist ný tónleikaröð sem hefst í Vonar-húsi SÁÁ þriðjudaginn 6. september. Fram koma Benni Hemm Hemm og Prins Póló. 31.8.2011 12:00 Gengið og prjónað Hélène Magnússon var að koma úr prjónaferð á Fimmvörðuhálsi og afrekaði það að prjóna heila peysu á leiðinni. Uppskriftin verður birt í bandarísku prjónabókinni Sweaters From Around the World á næsta ári. 31.8.2011 11:00 Madonna tekur ærlega á því Madonna, 53 ára, fer óhefðbundnar leiðir þegar kemur að líkamsrækt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af henni í suður Frakklandi í gær. Sjá má Madonnu á æfingu með þjálfaranum sínum þar sem hún heldur á bolta og gerir sérstakar æfingar á hlaupahjóli. Þá slakaði söngkonan á með börnum sínum Rocco John, David Banda Ritchie og Mercy James eftir púlið. 31.8.2011 10:42 Hvernig ferðu að því að líta svona vel út (46 ára)? Sarah Jessica Parker, 46 ára, var klædd í kjól eftir Prabal Gurung, þegar hún kynnti nýjustu kvikmyndina sína, I Don't Know How She Does It, í Moskvu í Rússlandi í gær. Ég reyni að dæma ekki aðra. Ef þér líður vel með það sem þú tekst á við skaltu halda þig við það, lét Sarah Jessica hafa eftir sér. Þá mætti leikkonan einnig í rauðum Giambattista Valli kjól með hárið tekið aftur á fjölmiðlafund deginum áður. Þá má skoða myndir af henni fyrir utan heimili sitt í New York ásamt öðrum tvíburanum og aðstoðarfólki. 31.8.2011 09:30 Haugadrukkin móðir Lohan Það er helst að frétta úr heimi leikkonunnar Lindsay Lohan, 25 ára, að mamma hennar, Dina, 48 ára, gerði sér dagamun í Hollywood þegar hún snæddi á fínum veitingastað. Þá var Dina mynduð, eftir þriggja rétta máltíð sem hún skolaði væntanlega niður með áfengi, yfirgefa staðinn í fylgd lífvarða. Þá bað Lindsay söngvarann Chris Brown að hitta sig í gegnum Twitter eins og sjá má í myndasafni. Ekki er vitað hvort söngvarinn hafi slegið til og hitt leikkonuna. 31.8.2011 08:29 Valinn maður í hverju rúmi Sigurður Flosason saxófónleikari hefur verið afkastamikill í plötuútgáfu undanfarin ár og hefur ráðist í mjög ólík verkefni, m.a. spunakonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands, stórsveitartónlist og margs konar annan djass. 31.8.2011 08:00 Þrjár plötur og tveir söngleikir á árinu Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson hefur unnið að gerð þriggja ólíkra hljómplatna að undanförnu og hefur því haft í nógu að snúast. 31.8.2011 07:00 Sum stígvél eru hættulegri en önnur Kim Kardashian var klædd í svört há leðurstígvél þegar hún mætti til New York í fylgd eiginmannsins Kris Humphries. Næstu daga fara fram tökur á nýjum raunveruleikaþætti Kim og systur hennar Kourtney sem yfirskriftina Kourtney and Kim Take New York. 30.8.2011 16:00 Fúlt að vera frægur Leikkonan Mila Kunis, 28 ára, huldi andlit sitt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af henni á Heathrow flugvelli í London í síðustu viku og í gær á LAX flugvellinum í Los Angeles þar sem hún hækkaði tónlistina í botn til að útilokað ljósmyndara sem mynduðu hvert fótspor sem hún tók. Þá má sjá Milu með mótleikara sínum, Mark Wahlberg, leika í brúðarsenu í nýrri gamanmynd sem ber heitið Ted. 30.8.2011 14:34 Það á enginn einkaleyfi á nafninu Ísfólkið "Ég athugaði með einkaleyfið hjá Einkaleyfisstofu og það á enginn einkaleyfið á þessu nafni. Ég var búin að ganga úr skugga um það,“ segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. 30.8.2011 14:00 Ástin spyr ekki um hæð Brasilíska ofurfyrirsætan Alessandra Ambrosio, 30 ára, og unnusti hennar, viðskiptamaðurinn Jamie Mazur, gerðu sér dagamun í Hollywood í gær. Eins og sjá má á myndunum er töluverður hæðamunur á parinu. 30.8.2011 13:50 Jitney til Íslands Norska rokkhljómsveitin Jitney er á leiðinni til Íslands í stutta tónleikaferð. Þetta verður í annað sinn sveitin kemur hingað til lands en síðast spilaði hún á hátíðinni Aldrei fór ég suður í fyrra. 30.8.2011 13:45 Skvísukvöld í Vestmannaeyjum Guðrún, Vera, Anika Rós og Sólveig tóku sig saman og skipulögðu skvísukvöld sem þær halda í Vestmannaeyjum næsta fimmtudag á veitingahúsinu Volcano. Stöllurnar, sem halda úti vefsíðunum Marlin.is, Tara.is og Skartgripaskrínið á Facebook, ákváðu að láta verða af því að fara til Eyja þar sem þær ætla að eiga góða kvöldstund með konum sem búa á eynni. Í meðfylgjandi myndskeiði segja þær nánar frá því hvað boðið verður upp á. 30.8.2011 12:30 Jolie blæs á Gróusögur Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikkonuna Angelinu Jolie, 36 ára, framan á forsíðu tímaritsins Vanity Fair í október. Spurð út í kjaftasögur og Gróu á Leiti svarar Angelina: Það er ekkert leynibrúðkaup framundan. Ég er ekki ófrísk og ég er ekki í ættleiðingarhugleiðingum. 30.8.2011 11:42 Grillað partí hjá Óla Geir Ljósanæturball Óla Geirs verður hans stærsta til þessa. Í boði verða reykvélar, blöðrur, svaka hljóðkerfi og sjálfur Páll Óskar. 30.8.2011 10:00 Sumir eru ekki að meika athyglina Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman, 30 ára, sem eignaðist frumburðinn sinn, drenginn Aleph (fyrsti stafurinn í í hebreska stafrófinu) í júní á þessu ári, gekk um götur New York í gær með vatnsflösku í hendi. Eins og myndirnar sýna kærir Natalie sig ekki um myndatökur þegar hún fer í sínar daglegu göngutúra um borgina. Nýverið afþakkaði Natalie aðalhlutverk í væntanlegri spennumynd, Adaline. Leikkonunni Katherine Heigl var einnig boðið hlutverkið sem hún hafnaði einnig. 30.8.2011 08:48 Ekkert stressaður í Eldborginni „Þetta var ótrúlega mikill heiður og frábært að fá að gera þetta fyrir framan húsfylli og finna fyrir þessum hlýleika sem salurinn gaf mér,“ segir Geir Ólafsson. 30.8.2011 08:00 Tom Cruise vill taka upp geimverumynd á Íslandi „Þetta hefur verið til skoðunar í dágóðan tíma, það stóð til að myndin yrði gerð hér í sumar," segir Leifur B. Dagfinnsson, einn aðaleigenda framleiðslufyrirtækisins True North. Talsverðar líkur eru á því að kvikmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki verði að stórum hluta tekin upp hér á landi á næsta ári. 30.8.2011 07:00 Eiturlyfin tefja Ozzy Rokkarinn Ozzy Osbourne á oft í erfiðleikum með að komast á milli landa vegna eiturlyfjanotkunar á sínum yngri árum. Osbourne var á kafi í vímuefnum í fjörutíu ár en hefur verið laus við þau í töluverðan tíma. „Að gera heimskulega hluti leiðir af sér að eitthvað heimskulegt kemur fyrir mann. Ég var tekinn fyrir að reykja jónu fyrir löngu og á enn erfitt með að komast til og frá sumum löndum,“ skrifaði hann í pistli sínum í The Sunday Times Magazine. „Mörg okkar gera heimskulega hluti þegar við erum ung en við sem höfum lært af þeim þurfum að kenna börnunum okkar að þeir hafa afleiðingar.“ 30.8.2011 06:00 Sofia Coppola gengin út Sofia Coppola, 40 ára, og franski tónlistarmaðurinn Thomas Mars giftu sig um helgina. Parið var pússað saman á heimili Coppola fjölskyldunnar á suður Ítalíu. Leikstjórinn Francis Ford Coppola var glaður eins og sjá má á myndunum sem teknar voru fyrir utan heimili þeirra stuttu eftir persónulega og fámenna athöfn sem fram fór í garðinum við heimili fjölskyldunnar. George Lucas og Johnny Depp voru á meðal gesta í brúðkaupinu. Sofia og Thomas eiga tvær dætur saman, Romy og Cosima. Þá má einnig sjá Sofiu ásamt dóttur þeirra Cosimu í myndasafni. 29.8.2011 15:28 Bjóða fram sverð sín og skildi „Ef kallið kemur þá erum við tilbúnir,“ segir Hafsteinn Pétursson, jarl og forsvarsmaður skylmingafélagsins Rimmugýgjar í Hafnarfirði. 29.8.2011 13:00 Krúserfólk í góðum gír Árlegt mót Krúserklúbbsins var haldið við verslun N1 á Bíldshöfða á dögunum. Bílaáhugafólk lét sig ekki vanta. 29.8.2011 12:00 Reykjavík Runway hönnuðir láta gott af sér leiða Forsala á fatnaði hönnuðanna sem kepptu í úrslitum Reykjavik Runway var haldin í Öskju síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar gafst gestum kostur á að kaupa flíkur úr sumarlínum hönnuðanna ásamt því að skoða glæsilega Mercedes-Benz bifreiðar. 10% forsölunnar rann til Einstakra barna. Hönnuðirnir eru Eygló Margrét Lárusdóttir með EYGLO, sigurvegari Reykjavík Runway, Harpa Einarsdóttir með ZISKA, Rosa Winther Denison og Bryndís Þorsteinsdóttir með ROSA-BRYNDIS og Sólveig og Edda Guðmundsdætur með Shadow Creatures. Mercedes-Benz á Íslandi var aðalstyrktaraðili keppninnar. 29.8.2011 11:31 Með slökkviliði á Ólympíuleika „Við munum fylgja þeim eftir eins og skugginn þarna úti,“ segir Garðar Örn Arnarson, nemi í Kvikmyndaskóla Íslands. 29.8.2011 11:00 Kjólarnir á MTV-hátíðinni Söngkonan Beyonce stal senunni á MTV-hátíðinni í gærkvöldi þegar hún tilkynnti heiminum að hún ætti von á sínu fyrsta barni Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Beyonce í síðum appelsínugulum kjól frá Lanvin. Þá má sjá fleiri stjörnur eins og Selenu Gomez í Julien Macdonald kjól, Kim Kardashian í silfruðum Kaufman Franco, Katy Perry í Atelier Versace og Britney Spears í Moschino. 29.8.2011 10:33 Símanördar skrifa tækniblogg "Við höfum lengi fylgst með tækniumfjöllun á netinu og okkur fannst vanta tækniblogg á íslensku,“ segir Atli Stefán G. Yngvason. 29.8.2011 10:00 Bono í baðslopp Meðfylgjandi má sjá Paul David Hewson, eða öllu heldur sjálfan Bono, 51 árs, í hvítum baðslopp fyrir utan lúxusvillu á frönsku rívierunni. Á myndunum sem teknar voru í gær má einnig sjá nokkra fjölskyldumeðlimi hans en hverjir það eru er ekki vitað. Bono á tvær dætur, Memphis Eve og Jordan, og tvo syni, Elijah Bob Patricius Guggi Q og John Abraham. 29.8.2011 09:11 Verður aldrei FM-afinn „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími. Og ég sé ekki fram á að hætta þessu á næstunni,“ segir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali á FM 957. Í gær fagnaði Svali merkum tímamótum í sínu lífi því þá voru liðin tuttugu ár frá því að hann fór að vinna fyrir sér sem útvarpsmaður þrátt fyrir að hafa orðið aðeins 37 ára í apríl á þessu ári. 29.8.2011 09:00 Beyoncé ófrísk Orðrómur um að söngkona Beyoncé beri barn undir belti var staðfestur þegar stjarnan mætti á MTV-hátíðina í gærkvöldi. Þar lét hún mynda sig á rauða dreglinum og hélt stolt utan um bumbuna á sér. 29.8.2011 08:09 Bauð Lively í veislu Leonardo DiCaprio bauð kærustu sinni, leikkonunni Blake Lively, í afmæli Ben Affleck um daginn. Affleck og Lively þekkjast ágætlega því hann leikstýrði og lék móti henni í kvikmyndinni The Town. 29.8.2011 07:15 Ítalska Vogue sakað um kynþáttahatur Á vefsíðu tískutímaritsins ítalska Vogue er að finna tískuþátt sem vakið hefur hörð viðbrðgð lesenda. Um er að ræða tískuþátt sem fjallar um nýja tískubylgju í eyrnalokkatísku, eða gullhringi. Höfundur tískuþáttarins ákvað að nota fyrirsögnina „Þrælalokkar“ og í textanum er lögð áhersla á að gullhringir hafi í gegnum tíðina verið mest notaðir af „lituðum konum sem komu til suðurhluta Bandaríkjanna gegnum þrælaverslun“. 27.8.2011 17:00 Konungar og drottningar Hollywood-hæða Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian gekk í það heilaga fyrir viku. Fréttamiðlar hið vestra halda því fram að körfuboltamaðurinn Kris Humphries hafi þar með kvænst inn í konungsfjölskyldu Hollywood-hæða. 27.8.2011 16:00 Leggja konum lið Samtökin UN Women skipuleggja Fiðrildaviku sem fram fer um miðjan september. Markmið átaksins er að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum í fátækustu löndum heims. Þetta er í annað sinn sem Fiðrildavikan er haldin, en hún fór fyrst fram árið 2008 og söfnuðust þá um hundrað milljónir króna. 27.8.2011 15:00 María fékk nóg af ónæði frá leikurum María Sigurðardóttir, hárgreiðslunemi í Reykjavík, er skráð til heimilis á Akureyri og hefur gefist upp á því að vera ruglað saman við nöfnu sína, Maríu Sigurðardóttur, leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún brá því á það ráð að setja "ekki leikhússtjóri“ fyrir aftan nafnið sitt á vefsíðunni já.is. Jólakort frá þjóðþekktum leikara gerði útslagið en hann þakkaði Maríu kærlega fyrir samstarfið á árinu sem var að líða. 27.8.2011 14:00 Njóta sín á Ítalíu Hin nýgiftu Kim Kardashian og Kris Humphries njóta hveitibrauðsdaganna á Ítalíu en þau gengu í heilagt hjónaband um liðna helgi. Parið segir að ferðalagið verði stutt að þessu sinni því þau ætla að bruna til baka til Los Angeles og vera viðstödd MTV verðlaunahátíðina, sem fer fram á morgun. 27.8.2011 13:00 Nýtt lag eftir sjö ára hlé Búdrýgindi hefur gefið út nýtt lag sem heitir Maðkur í mysunni. Þetta er fyrsta lagið sem hljómsveitin gefur út síðan 2004 og er sagt fjalla um siðaskiptin síðari á Íslandi. Búdrýgindi, sem vann Músíktilraunir 2002, ætlar að fylgja laginu eftir með fríum tónleikum á Faktorý hinn 3. september. Sveitin á nóg af nýju efni á lager og hugsanlega kemur út ný plata á næsta ári. Hægt er að fylgjast með hljómsveitinni á facebook-soundcloud-youtube.com/budrygindi. 27.8.2011 12:00 O’Connor á Airwaves Írska söngkonan Sinéad O’Connor kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves um miðjan október. Hún öðlaðist heimsfrægð árið 1990 þegar hún söng eigin útgáfu af lagi Prince, Nothing Compares 2 U. O’Connor vakti fyrst athygli 1987 fyrir sólóplötuna The Lion and the Cobra. Hún hefur á ferli sínum gefið út níu hljóðversplötur og heitir sú nýjasta Home. Hin 44 ára O’Connor hefur stundum verið umdeild, meðal annars vegna trúarskoðana sinna. Síðast vakti hún athygli fyrir að óska eftir karlmanni á bloggsíðu sinni sem væri „nógu blindur til að halda að ég sé stórglæsileg“. 27.8.2011 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Toppurinn á ferlinum Tónlistarmaðurinn Lou Reed segir að samstarf hans við rokkarana í Metallica sé toppurinn á hans ferli. „Við spiluðum saman og þá vissi ég það strax,“ sagði hann. „Þetta var algjör draumur.“ Reed og Metallica hófu óvænt samstarf og tóku upp plötuna Lulu sem kemur út 31. október. 1.9.2011 07:00
Svakaleg óvissuferð kvikmyndaáhugafólks „Ég get lofað því að þetta verður svakalegasta bíóupplifun sem fólk hefur séð á landinu. Ég held að það komist ekkert í hálfkvisti við þetta,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson. 1.9.2011 07:00
Tónleikar í Hörpu til eflingar geðheilsu Forvarna- og fræðslusjóðurinn Þú getur!, sem Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir stofnaði, hélt stórtónleika í Hörpu síðasta laugardag til eflingar geðheilsu. Margir helstu tónlistarmenn landsins gáfu starfskrafta sína án endurgjalds nú sem áður. Fram komu: Karlakór Reykjavíkur, Diddú og Egill Ólafsson ásamt Jónasi Þóri. Kristján Jóhannsson, Gissur Páll Gissurarson, Geir Ólafs, Margrét Eir, Thin Jim og Fabula. Jón Jónsson, Júpiters og Jassbandið með Don Randi. Kynnir kvöldsins var Edda Björgvinsdóttir. Það var frábær stemming á tónleikunum og troðfullt út úr dyrum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Heiðursgestur og verndari tónleikanna var frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Markmið Forvarna- og fræðslusjóðsins ÞÚ GETUR! eru að vekja fólk til meðvitundar um mikilvægi góðrar geðheilsu og eflingu hennar. Þar að auki eru verkefni sjóðsins að styrkja þá til náms sem átt hafa við geðræn veikindi að stríða, að efla þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna og að auka umræðu til þess að draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum. 31.8.2011 17:09
Ísköld og drullug upp fyrir haus "Ég var með þessa hugmynd um að mynda stelpu í drullupolli. Hera vinkona mín var svo ákkurat sú sem ég var að leita að fyrir þessa myndatöku svo ég spurði hana og hún var svo góð að segja já. Ég farðaði hana og valdi fötin og svona og svo keyrðum við á staðinn hjá Örfyrisey. Þar var drullan miklu dýpri en mig minnti svo fætur okkar sukku djúpt ofan í drulluna." "Við vorum báðar í skóm og sokkum sem finnast aldei aftur. Þetta var rosalega gaman samt. Við héldum báðar áfram að segja að þetta væri það flippaðasta sem við höfðum gert. Mér leið samt illa á tímabili því Heru varð orðið skítkalt og ég hét áfram að henda á hana drullu. Að komast upp í bílinn allar í drullu var samt það sem við hugsuðum ekki alveg út í áður en við lögðum af stað en einhvern veginn virkaði þetta. "Ég er rosalega glöð með útkomuna á myndunum en ég er líka búin að læra mína lexíu að það er ekki sniðugt að taka myndavél með sér í drullu. Ég er viss um að ég mun aldrei geta hætt að gera það sem ég er að gera núna." "Ég er að eyða miklum í þetta áhugamál og ég vil aldrei stoppa. Nú skil ég hvað orðið ástríða virkilega þýðir. Í framtíðinni vil ég fara í nám til útlanda og spreyta mig þar og svo bara sjá hvert þetta leiðir mig," segir þessi hæfileikaríka unga stúlka. Sjá myndirnar hér. Bloggið hennar Antoníu hér. 31.8.2011 15:45
Robert Downey Jr. pabbi í annað sinn Leikarinn Robert Downey Jr., 46 ára, og eiginkona hans, Susan, eiga von á barni í janúar á næsta ári... 31.8.2011 15:30
Glænýtt plakat fyrir glæpamyndina Borgríki Vísir hefur fengið í hendurnar glænýtt plakat fyrir glæpamyndina Borgríki, sem kemur út þann 14.október næstkomandi úr smiðju Poppoli kvikmyndafélags í leikstjórn Ólafs de Fleur. 31.8.2011 15:00
Friðrik V hættur á Kexinu „Það er engin dramatík í kringum þetta, við ætluðum alltaf að hafa þetta samstarf svona,“ segir Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda veitinga- og gistihússins KEX. 31.8.2011 14:00
Látin leika vondar konur af því ég er svo góð manneskja „Ég er nú vön þessu, er yfirleitt fengin til að leika ráðríku, leiðinlegu og freku eiginkonuna,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona. 31.8.2011 13:00
Áfengislaus tónleikaröð Arnars Kaffi, kökur & rokk & ról nefnist ný tónleikaröð sem hefst í Vonar-húsi SÁÁ þriðjudaginn 6. september. Fram koma Benni Hemm Hemm og Prins Póló. 31.8.2011 12:00
Gengið og prjónað Hélène Magnússon var að koma úr prjónaferð á Fimmvörðuhálsi og afrekaði það að prjóna heila peysu á leiðinni. Uppskriftin verður birt í bandarísku prjónabókinni Sweaters From Around the World á næsta ári. 31.8.2011 11:00
Madonna tekur ærlega á því Madonna, 53 ára, fer óhefðbundnar leiðir þegar kemur að líkamsrækt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af henni í suður Frakklandi í gær. Sjá má Madonnu á æfingu með þjálfaranum sínum þar sem hún heldur á bolta og gerir sérstakar æfingar á hlaupahjóli. Þá slakaði söngkonan á með börnum sínum Rocco John, David Banda Ritchie og Mercy James eftir púlið. 31.8.2011 10:42
Hvernig ferðu að því að líta svona vel út (46 ára)? Sarah Jessica Parker, 46 ára, var klædd í kjól eftir Prabal Gurung, þegar hún kynnti nýjustu kvikmyndina sína, I Don't Know How She Does It, í Moskvu í Rússlandi í gær. Ég reyni að dæma ekki aðra. Ef þér líður vel með það sem þú tekst á við skaltu halda þig við það, lét Sarah Jessica hafa eftir sér. Þá mætti leikkonan einnig í rauðum Giambattista Valli kjól með hárið tekið aftur á fjölmiðlafund deginum áður. Þá má skoða myndir af henni fyrir utan heimili sitt í New York ásamt öðrum tvíburanum og aðstoðarfólki. 31.8.2011 09:30
Haugadrukkin móðir Lohan Það er helst að frétta úr heimi leikkonunnar Lindsay Lohan, 25 ára, að mamma hennar, Dina, 48 ára, gerði sér dagamun í Hollywood þegar hún snæddi á fínum veitingastað. Þá var Dina mynduð, eftir þriggja rétta máltíð sem hún skolaði væntanlega niður með áfengi, yfirgefa staðinn í fylgd lífvarða. Þá bað Lindsay söngvarann Chris Brown að hitta sig í gegnum Twitter eins og sjá má í myndasafni. Ekki er vitað hvort söngvarinn hafi slegið til og hitt leikkonuna. 31.8.2011 08:29
Valinn maður í hverju rúmi Sigurður Flosason saxófónleikari hefur verið afkastamikill í plötuútgáfu undanfarin ár og hefur ráðist í mjög ólík verkefni, m.a. spunakonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands, stórsveitartónlist og margs konar annan djass. 31.8.2011 08:00
Þrjár plötur og tveir söngleikir á árinu Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson hefur unnið að gerð þriggja ólíkra hljómplatna að undanförnu og hefur því haft í nógu að snúast. 31.8.2011 07:00
Sum stígvél eru hættulegri en önnur Kim Kardashian var klædd í svört há leðurstígvél þegar hún mætti til New York í fylgd eiginmannsins Kris Humphries. Næstu daga fara fram tökur á nýjum raunveruleikaþætti Kim og systur hennar Kourtney sem yfirskriftina Kourtney and Kim Take New York. 30.8.2011 16:00
Fúlt að vera frægur Leikkonan Mila Kunis, 28 ára, huldi andlit sitt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af henni á Heathrow flugvelli í London í síðustu viku og í gær á LAX flugvellinum í Los Angeles þar sem hún hækkaði tónlistina í botn til að útilokað ljósmyndara sem mynduðu hvert fótspor sem hún tók. Þá má sjá Milu með mótleikara sínum, Mark Wahlberg, leika í brúðarsenu í nýrri gamanmynd sem ber heitið Ted. 30.8.2011 14:34
Það á enginn einkaleyfi á nafninu Ísfólkið "Ég athugaði með einkaleyfið hjá Einkaleyfisstofu og það á enginn einkaleyfið á þessu nafni. Ég var búin að ganga úr skugga um það,“ segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. 30.8.2011 14:00
Ástin spyr ekki um hæð Brasilíska ofurfyrirsætan Alessandra Ambrosio, 30 ára, og unnusti hennar, viðskiptamaðurinn Jamie Mazur, gerðu sér dagamun í Hollywood í gær. Eins og sjá má á myndunum er töluverður hæðamunur á parinu. 30.8.2011 13:50
Jitney til Íslands Norska rokkhljómsveitin Jitney er á leiðinni til Íslands í stutta tónleikaferð. Þetta verður í annað sinn sveitin kemur hingað til lands en síðast spilaði hún á hátíðinni Aldrei fór ég suður í fyrra. 30.8.2011 13:45
Skvísukvöld í Vestmannaeyjum Guðrún, Vera, Anika Rós og Sólveig tóku sig saman og skipulögðu skvísukvöld sem þær halda í Vestmannaeyjum næsta fimmtudag á veitingahúsinu Volcano. Stöllurnar, sem halda úti vefsíðunum Marlin.is, Tara.is og Skartgripaskrínið á Facebook, ákváðu að láta verða af því að fara til Eyja þar sem þær ætla að eiga góða kvöldstund með konum sem búa á eynni. Í meðfylgjandi myndskeiði segja þær nánar frá því hvað boðið verður upp á. 30.8.2011 12:30
Jolie blæs á Gróusögur Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikkonuna Angelinu Jolie, 36 ára, framan á forsíðu tímaritsins Vanity Fair í október. Spurð út í kjaftasögur og Gróu á Leiti svarar Angelina: Það er ekkert leynibrúðkaup framundan. Ég er ekki ófrísk og ég er ekki í ættleiðingarhugleiðingum. 30.8.2011 11:42
Grillað partí hjá Óla Geir Ljósanæturball Óla Geirs verður hans stærsta til þessa. Í boði verða reykvélar, blöðrur, svaka hljóðkerfi og sjálfur Páll Óskar. 30.8.2011 10:00
Sumir eru ekki að meika athyglina Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman, 30 ára, sem eignaðist frumburðinn sinn, drenginn Aleph (fyrsti stafurinn í í hebreska stafrófinu) í júní á þessu ári, gekk um götur New York í gær með vatnsflösku í hendi. Eins og myndirnar sýna kærir Natalie sig ekki um myndatökur þegar hún fer í sínar daglegu göngutúra um borgina. Nýverið afþakkaði Natalie aðalhlutverk í væntanlegri spennumynd, Adaline. Leikkonunni Katherine Heigl var einnig boðið hlutverkið sem hún hafnaði einnig. 30.8.2011 08:48
Ekkert stressaður í Eldborginni „Þetta var ótrúlega mikill heiður og frábært að fá að gera þetta fyrir framan húsfylli og finna fyrir þessum hlýleika sem salurinn gaf mér,“ segir Geir Ólafsson. 30.8.2011 08:00
Tom Cruise vill taka upp geimverumynd á Íslandi „Þetta hefur verið til skoðunar í dágóðan tíma, það stóð til að myndin yrði gerð hér í sumar," segir Leifur B. Dagfinnsson, einn aðaleigenda framleiðslufyrirtækisins True North. Talsverðar líkur eru á því að kvikmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki verði að stórum hluta tekin upp hér á landi á næsta ári. 30.8.2011 07:00
Eiturlyfin tefja Ozzy Rokkarinn Ozzy Osbourne á oft í erfiðleikum með að komast á milli landa vegna eiturlyfjanotkunar á sínum yngri árum. Osbourne var á kafi í vímuefnum í fjörutíu ár en hefur verið laus við þau í töluverðan tíma. „Að gera heimskulega hluti leiðir af sér að eitthvað heimskulegt kemur fyrir mann. Ég var tekinn fyrir að reykja jónu fyrir löngu og á enn erfitt með að komast til og frá sumum löndum,“ skrifaði hann í pistli sínum í The Sunday Times Magazine. „Mörg okkar gera heimskulega hluti þegar við erum ung en við sem höfum lært af þeim þurfum að kenna börnunum okkar að þeir hafa afleiðingar.“ 30.8.2011 06:00
Sofia Coppola gengin út Sofia Coppola, 40 ára, og franski tónlistarmaðurinn Thomas Mars giftu sig um helgina. Parið var pússað saman á heimili Coppola fjölskyldunnar á suður Ítalíu. Leikstjórinn Francis Ford Coppola var glaður eins og sjá má á myndunum sem teknar voru fyrir utan heimili þeirra stuttu eftir persónulega og fámenna athöfn sem fram fór í garðinum við heimili fjölskyldunnar. George Lucas og Johnny Depp voru á meðal gesta í brúðkaupinu. Sofia og Thomas eiga tvær dætur saman, Romy og Cosima. Þá má einnig sjá Sofiu ásamt dóttur þeirra Cosimu í myndasafni. 29.8.2011 15:28
Bjóða fram sverð sín og skildi „Ef kallið kemur þá erum við tilbúnir,“ segir Hafsteinn Pétursson, jarl og forsvarsmaður skylmingafélagsins Rimmugýgjar í Hafnarfirði. 29.8.2011 13:00
Krúserfólk í góðum gír Árlegt mót Krúserklúbbsins var haldið við verslun N1 á Bíldshöfða á dögunum. Bílaáhugafólk lét sig ekki vanta. 29.8.2011 12:00
Reykjavík Runway hönnuðir láta gott af sér leiða Forsala á fatnaði hönnuðanna sem kepptu í úrslitum Reykjavik Runway var haldin í Öskju síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar gafst gestum kostur á að kaupa flíkur úr sumarlínum hönnuðanna ásamt því að skoða glæsilega Mercedes-Benz bifreiðar. 10% forsölunnar rann til Einstakra barna. Hönnuðirnir eru Eygló Margrét Lárusdóttir með EYGLO, sigurvegari Reykjavík Runway, Harpa Einarsdóttir með ZISKA, Rosa Winther Denison og Bryndís Þorsteinsdóttir með ROSA-BRYNDIS og Sólveig og Edda Guðmundsdætur með Shadow Creatures. Mercedes-Benz á Íslandi var aðalstyrktaraðili keppninnar. 29.8.2011 11:31
Með slökkviliði á Ólympíuleika „Við munum fylgja þeim eftir eins og skugginn þarna úti,“ segir Garðar Örn Arnarson, nemi í Kvikmyndaskóla Íslands. 29.8.2011 11:00
Kjólarnir á MTV-hátíðinni Söngkonan Beyonce stal senunni á MTV-hátíðinni í gærkvöldi þegar hún tilkynnti heiminum að hún ætti von á sínu fyrsta barni Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Beyonce í síðum appelsínugulum kjól frá Lanvin. Þá má sjá fleiri stjörnur eins og Selenu Gomez í Julien Macdonald kjól, Kim Kardashian í silfruðum Kaufman Franco, Katy Perry í Atelier Versace og Britney Spears í Moschino. 29.8.2011 10:33
Símanördar skrifa tækniblogg "Við höfum lengi fylgst með tækniumfjöllun á netinu og okkur fannst vanta tækniblogg á íslensku,“ segir Atli Stefán G. Yngvason. 29.8.2011 10:00
Bono í baðslopp Meðfylgjandi má sjá Paul David Hewson, eða öllu heldur sjálfan Bono, 51 árs, í hvítum baðslopp fyrir utan lúxusvillu á frönsku rívierunni. Á myndunum sem teknar voru í gær má einnig sjá nokkra fjölskyldumeðlimi hans en hverjir það eru er ekki vitað. Bono á tvær dætur, Memphis Eve og Jordan, og tvo syni, Elijah Bob Patricius Guggi Q og John Abraham. 29.8.2011 09:11
Verður aldrei FM-afinn „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími. Og ég sé ekki fram á að hætta þessu á næstunni,“ segir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali á FM 957. Í gær fagnaði Svali merkum tímamótum í sínu lífi því þá voru liðin tuttugu ár frá því að hann fór að vinna fyrir sér sem útvarpsmaður þrátt fyrir að hafa orðið aðeins 37 ára í apríl á þessu ári. 29.8.2011 09:00
Beyoncé ófrísk Orðrómur um að söngkona Beyoncé beri barn undir belti var staðfestur þegar stjarnan mætti á MTV-hátíðina í gærkvöldi. Þar lét hún mynda sig á rauða dreglinum og hélt stolt utan um bumbuna á sér. 29.8.2011 08:09
Bauð Lively í veislu Leonardo DiCaprio bauð kærustu sinni, leikkonunni Blake Lively, í afmæli Ben Affleck um daginn. Affleck og Lively þekkjast ágætlega því hann leikstýrði og lék móti henni í kvikmyndinni The Town. 29.8.2011 07:15
Ítalska Vogue sakað um kynþáttahatur Á vefsíðu tískutímaritsins ítalska Vogue er að finna tískuþátt sem vakið hefur hörð viðbrðgð lesenda. Um er að ræða tískuþátt sem fjallar um nýja tískubylgju í eyrnalokkatísku, eða gullhringi. Höfundur tískuþáttarins ákvað að nota fyrirsögnina „Þrælalokkar“ og í textanum er lögð áhersla á að gullhringir hafi í gegnum tíðina verið mest notaðir af „lituðum konum sem komu til suðurhluta Bandaríkjanna gegnum þrælaverslun“. 27.8.2011 17:00
Konungar og drottningar Hollywood-hæða Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian gekk í það heilaga fyrir viku. Fréttamiðlar hið vestra halda því fram að körfuboltamaðurinn Kris Humphries hafi þar með kvænst inn í konungsfjölskyldu Hollywood-hæða. 27.8.2011 16:00
Leggja konum lið Samtökin UN Women skipuleggja Fiðrildaviku sem fram fer um miðjan september. Markmið átaksins er að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum í fátækustu löndum heims. Þetta er í annað sinn sem Fiðrildavikan er haldin, en hún fór fyrst fram árið 2008 og söfnuðust þá um hundrað milljónir króna. 27.8.2011 15:00
María fékk nóg af ónæði frá leikurum María Sigurðardóttir, hárgreiðslunemi í Reykjavík, er skráð til heimilis á Akureyri og hefur gefist upp á því að vera ruglað saman við nöfnu sína, Maríu Sigurðardóttur, leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún brá því á það ráð að setja "ekki leikhússtjóri“ fyrir aftan nafnið sitt á vefsíðunni já.is. Jólakort frá þjóðþekktum leikara gerði útslagið en hann þakkaði Maríu kærlega fyrir samstarfið á árinu sem var að líða. 27.8.2011 14:00
Njóta sín á Ítalíu Hin nýgiftu Kim Kardashian og Kris Humphries njóta hveitibrauðsdaganna á Ítalíu en þau gengu í heilagt hjónaband um liðna helgi. Parið segir að ferðalagið verði stutt að þessu sinni því þau ætla að bruna til baka til Los Angeles og vera viðstödd MTV verðlaunahátíðina, sem fer fram á morgun. 27.8.2011 13:00
Nýtt lag eftir sjö ára hlé Búdrýgindi hefur gefið út nýtt lag sem heitir Maðkur í mysunni. Þetta er fyrsta lagið sem hljómsveitin gefur út síðan 2004 og er sagt fjalla um siðaskiptin síðari á Íslandi. Búdrýgindi, sem vann Músíktilraunir 2002, ætlar að fylgja laginu eftir með fríum tónleikum á Faktorý hinn 3. september. Sveitin á nóg af nýju efni á lager og hugsanlega kemur út ný plata á næsta ári. Hægt er að fylgjast með hljómsveitinni á facebook-soundcloud-youtube.com/budrygindi. 27.8.2011 12:00
O’Connor á Airwaves Írska söngkonan Sinéad O’Connor kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves um miðjan október. Hún öðlaðist heimsfrægð árið 1990 þegar hún söng eigin útgáfu af lagi Prince, Nothing Compares 2 U. O’Connor vakti fyrst athygli 1987 fyrir sólóplötuna The Lion and the Cobra. Hún hefur á ferli sínum gefið út níu hljóðversplötur og heitir sú nýjasta Home. Hin 44 ára O’Connor hefur stundum verið umdeild, meðal annars vegna trúarskoðana sinna. Síðast vakti hún athygli fyrir að óska eftir karlmanni á bloggsíðu sinni sem væri „nógu blindur til að halda að ég sé stórglæsileg“. 27.8.2011 11:00