Fleiri fréttir

Vilja borga íslenskum Instagram-stjörnum

Sprotafyrirtækið Takumi tengir saman fyrirtæki og íslenska áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Gengið hefur vel í Bretlandi og hefst íslensk herferð fyrir jólin. Hlutafé fyrirtækisins var aukið nýlega og stefnir það næst til Bandaríkjanna

Minni velta í fataverslun

Velta í fataverslun dróst saman í október síðastliðnum miðað við október í fyrra þótt verð á fötum hafi verið 5,9 prósentum lægra en fyrir ári.

Sérstök hækkun lægstu launa fer til hærra launaðra

Sérstakar launahækkanir lægstu launa skila sér að lokum til hærra launaðra hópa. Þetta er niðustaða samantektar Samtaka atvinnulífsins sem birtist á vef samtakanna Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað bent á að framboðs- og eftirspurnarhlið hafi þau áhrif að vinnumarkaður aðlagi laun hópa sem búa yfir reynslu, hæfni og menntun. Vinnumarkaður umbuni einnig fyrir frammistöðu. Þetta leiði til þess að sérstakar hækkanir til lægstu launahópa miðlist til annarra hópa á endanum.

Markaðurinn fagnar slitum stjórnarmyndunarviðræðna

Hlutabréf hækkuðu talsvert í morgun og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 1,26%. Talið er að rekja megi hækkunina til þess að slitnað hefur upp úr viðræðum um fimm flokka stjórn á vinstri vængnum. Þegar slitnaði upp úr viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar lækkaði markaðurinn, en hann hefur tekið gleði sína á ný.

Lög um aflandskrónur standast reglur ESA

Íslensk stjórnvöld brutu ekki reglur um EES samninginn með lögum um eign á aflandskrónum. Þetta er niðurstaða ESA sem hefur lokið athugunum á tveimur málum vegna tveggja kvartana sem bárust í júní. ESA telur lögin vera í samræmi við EES-samninginn.

„Ég er fullur eldmóðs“

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar vera alvarlega gagnrýni en hann ætli ekki að hætta.

Finnst góður andi ríkja á Íslandi

Nýr portúgalskur stjórnandi hefur hafið störf hjá Icelandair. Hann er þjálfaður flugmaður og hefur unnið í stjórnun síðustu árin, síðast hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga. Hann sér vaxtartækifæri hjá Icelandair.

Steinþór tjáir sig ekki um skýrslu

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Tveir spítalar bundnir í bönkunum

Með minnkandi óvissu gæti losnað um 175 milljarða úr bönkunum með lækkandi kröfu um eigið fé. Ríkið á megnið af þessu fé. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fyrstu níu mánuði ársins nam tæpum 50 milljörðum króna.

Nýtur enn trausts bankaráðsins

Bankaráð Landsbankans fékk drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar tæpum tveimur mánuðum áður en hún var birt. Steinþór Pálsson nýtur enn trausts til að gegna starfi bankastjóra.

Ráðnir framkvæmdastjórar hjá Samkaupum

Þeir Gunnar Egill Sigurðsson, Stefán Ragnar Guðjónsson og Brynjar Steinarsson hafa verið ráðnir í nýjar framkvæmdastjórastöður hjá Samkaupum í kjölfar skipulagsbreytinga.

Hagnaður WOW air margfaldast

Heildartekjur WOW á fyrstu 9 mánuðum ársins voru 27 milljarðar króna og jukust um 105 prósent á milli ára.

Framtíð bankastjórans í óvissu

Ríkisendurskoðun átelur Landsbankann fyrir aðferð við sölu eigna árin 2010 til 2016. Orðsporið sé skaðað. Endurheimta þurfi traust. Bankinn aflaði sér ekki nægra upplýsinga um Borgun fyrir sölu fyrirtækisins.

Lítilsháttar lækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,29 prósent í tæplega milljarðs viðskiptum í dag. Reginn hækkaði mest í dag um 0,6 prósent, en Eimskipafélagið hækkaði um 0,3 prósent í 335 milljóna viðskiptum sem jafnframt voru mestu viðskipti dagsins.

157 milljónir í kauprétti

Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur gefið út kauprétti til millistjórnenda. Um er að ræða 375 þúsund hluti á genginu 25,5 danskar krónur sem er meðalverð síðustu 20 daga. Samtals er fjárhæðin því að markaðsvirði um 157 milljónir króna.

Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega

Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun.

Vestfirðingar fá umhverfisvottun

Sveitarfélögin á Vestfjörðum fá umhverfisvottun EarthCheck. Standast þurfti 25 mælikvarða til að fá vottunina. Verkefnisstjóri segir Vestfirðinga í skýjunum.

Ísland fremst Norðurlanda í útflutningi

Útflutningur hefur aukist um meira en 80 prósent frá 2008 á Íslandi. Ísland er eina norræna landið þar sem útflutningur eykst meira en í löndum ESB. Ísland flutti út fyrir 8,1 milljarð evra árið 2015.

Jólabjórssala aukist um 180%

Frá árinu 2005 til 2015 jókst sala jólabjórs um 180 prósent. Árið 2005 voru seldir 268 þúsund lítrar en í fyrra voru seldir rétt tæpir 750 þúsund lítrar.

Besti árangur í mörg ár

"Eimskip heldur áfram að skila góðum árangri og þetta er besti þriðji ársfjórðungur í rekstri félagsins frá árinu 2009 hvað varðar rekstrartekjur, EBITDA, EBIT og hagnað,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Uppgjör félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins var birt í gær.

Hafa áhyggjur af frekari hækkun

Samtök atvinnulífsins kalla eftir því að stjórnvöld taki upp viðræður við Seðlabankann um að lækka vexti.

Tekjur jukust um 12 prósent

„Afkoma Reita á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 er í takti við væntingar stjórnenda félagsins,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.

Sjá næstu 50 fréttir