Stýrivextir hækkaðir til að mæta verðbólgu
Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður.