Fjögur gróðurhús í nýrri Edenbyggð í Hveragerði
Mikil ánægja er hjá fyrsta íbúanum sem flutti í nýja Edenbyggð í Hveragerði en þar á að byggja tæplega áttatíu íbúðir á reitnum þar sem Eden stóð stóð áður. Íbúar byggðarinnar fá gróðurhús þar sem þeir geta ræktað grænmeti og banana eins og gert var í Eden.