KÚNST - Elli Egilsson & Egill Eðvarðsson

Listrænu feðgarnir Elli og Egill eru kannski ekki alltaf sammála þegar það kemur að listinni en þeir opnuðu þó saman sýninguna SAMMÁLA í Gallery Porti. Egill er búsettur á Íslandi en Elli býr í Las Vegas og er þar með gríðarstórt liststúdíó sem hann eyðir mestum sínum tíma í. Síðastliðin þrjú ár hafa þeir sent listaverk heimshorna á milli, frá Íslandi til Las Vegas fram og til baka, og unnið saman að þeim. Afraksturinn varð að listasýningu, sem var þó ekki upprunalega planið hjá þeim, en þeir segja það hafi sannarlega komið í ljós að þeir geti unnið saman og það sem eftir standi sé fyrst og fremst virðing og væntumþykja í garð hvors annars. Elli og Egill eru viðmælendur í þessum þætti af Kúnst.

5451
19:05

Næst í spilun: Kúnst

Vinsælt í flokknum Kúnst