Sveddi tönn handtekinn í Brasilíu
Íslenskur karlmaður sem var í morgun handtekinn auk fjölda annarra í Brasilíu vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi er talinn vera einn af höfuðpaurum hópsins. Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra útilokar ekki að fleiri Íslendingar verði handteknir.