Ísland í dag - Auðvitað yrði ég gott foreldri
Hún fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. Staðreyndin er þó að það vantar fleiri fósturforeldra. „Fólk og kerfið almennt horfir og dæmir strax. Það gerir sér ekki grein fyrir hvað ég get," segir doktorsneminn Freyja Haraldsdóttir sem vill verða fósturforeldri. „Það er gert ráð fyrir því að heimili mitt sé stofnun og að hvorki geti ég elskað barn né geti barn elskað mig. Það svíður," segir Freyja sem í um tíu ár vann á leikskóla en kennir nú við Háskóla Íslands. "Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk þegar kemur að barnauppeldi."