Mannlífið undir Hraundranga þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla
Fjallað verður um mannlíf í Öxnadal í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld kl. 19.25. Kýrnar eru aðalbústofninn en Öxndælir halda enn tryggð við sauðféð og feta sig áfram í ferðaþjónustu og skógrækt. Við heimsækjum Hraun, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar, kynnumst kynngimögnuðu friðlandinu undir Hraundranga og dulúðinni í kringum Hraunsvatn.