Ísland í dag - Keypti brúðarkjól og hring og giftist sjálfri sér á Ítalíu

Berglind Guðmundsdóttir er engin venjuleg kona. Hún fór ein í þriggja vikna ferð til Ítalíu þar sem hún keypti sér brúðarkjól og hring og giftist sjálfri sér! Berglind er fráskilin fjögurra barna móðir sem er óhemju sjálfstæð og fer ekki troðnar slóðir. Hún hefur verið gríðarlega vinsæl sem matarbloggari á síðu sinni Gulur, rauður, grænn og salt, grgs.is og instagram síðunni með sama nafni. Hún hefur einnig gefið út mjög vinsælar matreiðslubækur og haldið námskeið sem alltaf er uppselt á. Vala Matt fór og hitti þessa ævintýrakonu og fékk að heyra frá þessu sérstaka brúðkaupi Berglindar og einnig fór Vala og talaði við ritstjórann Steingerði Steinarsdóttur á Vikunni og Mannlífi en Steingerður vakti mikla athygli þegar hún skrifaði greinina “Einhleyp og hamingjusöm. Er sú kona til”? Og vitnaði þar í merkilegar rannsóknir. Vala spurði Steingerði nánar út í þau mál og niðurstaðan kom verulega á óvart!

14663
11:20

Vinsælt í flokknum Ísland í dag