Forsetinn með bók um Þorskastríðin
Í dag eru fimmtíu ár frá því landhelgin var færð út í 50 mílur sem leiddi til alvarlegra átaka við Breta sem sendu freigátur á Íslandsmið til að verja togara sína. Íslensk stjórnvöld hótuðu því að ganga úr NATO og loka herstöðinni á Keflavíkurflugvelli ef Bandaríkjastjórn skipaði ekki Bretum að draga freigátur sínar til baka.