Áminning um að gosið gæti í sjó við Reykjanes
Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá í síðustu viku er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu sem var að skarka við Reykjanesvita.