Viðtal við Guðmund Kristjánsson um sjálfstæði og sjávarútveg
Brim er á meðal stærstu fyrirtækja landsins og fer með mestan kvóta allra útgerðarfélaga. Forstjórinn hefur lagt áherslu á að leggja málefnum íslenskrar tungu lið og við settumst niður með honum fyrir skemmstu og ræddum áhyggjur hans af tungumálinu og nýlega bókagjöf hans. En við létum ekki hjá líða að velta líka fyrir okkur stöðu íslensks sjávarútvegs, sem hefur átt við ímyndarvanda að etja, og samspil greinarinnar við stjórnmálin í víðum skilningi.